Lettland, Grikkland, Spánn og Frakkland tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í körfubolta, EuroBasket, í dag.
Lettland vann 73-66 sigur á Slóveníu. Staðan var 42-40, Lettum í vil, í hálfleik og eftir spennandi síðari hálfleik unnu Lettarnir að lokum.
Janis Strelnieksvar stigahæstur hjá Lettunum með sautján stig, en Zoran Dragic var stigahæstur Slóvena einnig með sautján stig.
Grikkir áttu í litlum sem engum vandræðum með Belga. Grikkirnir voru með þriggja stiga forystu í hálfleik, 34-31, en í síðari hálfleik settu þeir í fluggírinn og unnu að lokum 75-54.
Yannis Bourousis gerði fjórtán stig fyrir Grikkina, en alls voru fjórir leikmenn Grikkland með tíu stig eða meira. Pierre-Antoine Gillet skoraði fjórtán stig fyrir Belga.
Pau Gasol var í stuði þegar Spánverjar slógu út Pólverja, 80-66, eftir að Spánverjar höfðu leitt 41-39 í hálfleik.
Paul Gasol lék á alls oddi, en hann skoraði 30 stig fyrir Spánverja. Hann hitti úr 6 af 7 þristum sínum og var funheitur. Einnig tók hann sjö fráköst. Damian Kulig skoraði tíu stig fyrir Pólverja.
Frakkar slógu út Tyrki sem Ísland fór í framlengingu við á dögunum. Spurning er hvort framlengingin hafi setið í leikmönnum Tyrklands sem voru 36-26 undir í hálfleik og lokatölur 76-53.
Nando De Colo gerði fimmtán stig fyrir Frakka auk þess sem þeir Evan Fournier og
Joffrey Lauvergne gerðu tólf stig hvor. Ersan Ilyasova gerði fjórtán stig fyrir Tyrkina.
Gasol magnaður í sigri Spánverja
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti


Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




