Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2015 10:24 Björk Vilhelmsdóttir og Sveinn Rúnar Hauksson. Vísir/Vilhelm Þegar Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ræddi innbyggða „veikleikavæðingu“ í Föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið olli hún ekki aðeins titringi í röðum Samfylkingarinnar heldur einnig inni á heimili sínu. Eiginmaður Bjarkar, Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, segist á Facebook ekki vera sammála skoðun eiginkonu sinnar.Sjá einnig: Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Ummæli Bjarkar sem vöktu svo mikla eftirtekt og komu illa á þá sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi voru eftirfarandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“Hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu Sveinn Rúnar segir það vera grundvallaratriði hjá sér að hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu. „Hvort sem atvinnuleysi, sjúkdómur eða örorka herja á eða þá að viðkomandi er í SVE, samtökum vinnufælinna einstaklinga. Svipan á ekki við, í formi skerðinga á félagsbótum, til að fá fólk í vinnu. Ég skil Björk vel og veit að hún meinar vel. En aðlöðun verður að duga, því að ekki verður fólk látið eta það sem úti frýs. Eða hvað?“ Sveinn útskýrir þennan ágreining í athugasemd við skrif sín, sem hefur verið uppi á heimili hans og annar staðar í samfélaginu sem varðar það hvort félagsráðgjafar og þjónustumiðstöðvar eigi að fá rétt til að neita fólki um eða skerða grunnframfærslu til einstaklinga sem neita vinnu, þó það sé að vinnufært að mati félagsráðgjafa.Einstaklingarnir þeir sem geta fullyrt um vinnufærni „Mín skoðun sem læknis, sem iðulega þarf að gefa út vottorð um óvinnufærni (og stundum vinnufærni), er sú að sá sem endanlega getur fullyrt um vinnufærni eða ekki, er viðkomandi sjálfur. Ekki læknirinn eða félagsráðgjafinn,“ skrifar Sveinn. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki bara skotinn í þessari konu, heldur líka talsvert montinn af henni. Líka þótt ég sé...Posted by Sveinn Runar Hauksson on Friday, September 11, 2015 Tengdar fréttir Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Þegar Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ræddi innbyggða „veikleikavæðingu“ í Föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið olli hún ekki aðeins titringi í röðum Samfylkingarinnar heldur einnig inni á heimili sínu. Eiginmaður Bjarkar, Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, segist á Facebook ekki vera sammála skoðun eiginkonu sinnar.Sjá einnig: Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Ummæli Bjarkar sem vöktu svo mikla eftirtekt og komu illa á þá sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi voru eftirfarandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“Hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu Sveinn Rúnar segir það vera grundvallaratriði hjá sér að hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu. „Hvort sem atvinnuleysi, sjúkdómur eða örorka herja á eða þá að viðkomandi er í SVE, samtökum vinnufælinna einstaklinga. Svipan á ekki við, í formi skerðinga á félagsbótum, til að fá fólk í vinnu. Ég skil Björk vel og veit að hún meinar vel. En aðlöðun verður að duga, því að ekki verður fólk látið eta það sem úti frýs. Eða hvað?“ Sveinn útskýrir þennan ágreining í athugasemd við skrif sín, sem hefur verið uppi á heimili hans og annar staðar í samfélaginu sem varðar það hvort félagsráðgjafar og þjónustumiðstöðvar eigi að fá rétt til að neita fólki um eða skerða grunnframfærslu til einstaklinga sem neita vinnu, þó það sé að vinnufært að mati félagsráðgjafa.Einstaklingarnir þeir sem geta fullyrt um vinnufærni „Mín skoðun sem læknis, sem iðulega þarf að gefa út vottorð um óvinnufærni (og stundum vinnufærni), er sú að sá sem endanlega getur fullyrt um vinnufærni eða ekki, er viðkomandi sjálfur. Ekki læknirinn eða félagsráðgjafinn,“ skrifar Sveinn. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki bara skotinn í þessari konu, heldur líka talsvert montinn af henni. Líka þótt ég sé...Posted by Sveinn Runar Hauksson on Friday, September 11, 2015
Tengdar fréttir Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00