Sólveig Lára í stuði í sigri Stjörnunnar | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2015 21:26 Sólveig Lára skorar eitt tólf marka sinna í kvöld. vísir/anton Stjarnan átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Fylki að velli í fyrsta leik vetrarins í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur 30-22, Stjörnunni í vil.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í TM-höllinni í Garðabænum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Sólveig Lára Kjærnested fór mikinn í liði Stjörnunnar í kvöld og skoraði 12 mörk. Helena Rut Örvarsdóttir átti einnig góðan leik en þessi öfluga skytta gerði sjö mörk. Fylkiskonur byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og leiddu framan af. En í stöðunni 3-5 kom frábær kafli hjá Garðbæingum sem skoruðu sjö mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 10-5. Stjörnukonur bættu hægt og rólega við forskotið og í hálfleik munaði átta mörkum á liðunum, 17-9. Stjarnan náði 10 marka forystu í byrjun seinni hálfleiks, 20-10, og eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Árbæingar náðu aðeins að laga stöðuna og minnkuðu muninn í fjögur mörk, 23-19, þegar 13 mínútur voru eftir en þá gáfu Stjörnukonur aftur í og skoruðu fimm mörk gegn einu og komust átta mörkum yfir, 28-20. Þegar lokaflautið gall munaði einnig átta mörkum á liðunum, 30-22. Patricia Szölösi var markahæst í liði Fylkis með 10 mörk en Thea Imani Sturludóttir kom næst með sex mörk. Restin af liðinu skoraði aðeins sex mörk.Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 12/3, Helena Rut Örvarsdóttir 7, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 3, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 3, Stefanía Theodórsdóttir 3/1, Nataly Sæunn Valencia 1, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 1.Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 10/6, Thea Imani Sturludóttir 6/1, Þuríður Guðjónsdóttir 2, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1.vísir/antonvísir/anton Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Stjarnan átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Fylki að velli í fyrsta leik vetrarins í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur 30-22, Stjörnunni í vil.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í TM-höllinni í Garðabænum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Sólveig Lára Kjærnested fór mikinn í liði Stjörnunnar í kvöld og skoraði 12 mörk. Helena Rut Örvarsdóttir átti einnig góðan leik en þessi öfluga skytta gerði sjö mörk. Fylkiskonur byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og leiddu framan af. En í stöðunni 3-5 kom frábær kafli hjá Garðbæingum sem skoruðu sjö mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 10-5. Stjörnukonur bættu hægt og rólega við forskotið og í hálfleik munaði átta mörkum á liðunum, 17-9. Stjarnan náði 10 marka forystu í byrjun seinni hálfleiks, 20-10, og eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Árbæingar náðu aðeins að laga stöðuna og minnkuðu muninn í fjögur mörk, 23-19, þegar 13 mínútur voru eftir en þá gáfu Stjörnukonur aftur í og skoruðu fimm mörk gegn einu og komust átta mörkum yfir, 28-20. Þegar lokaflautið gall munaði einnig átta mörkum á liðunum, 30-22. Patricia Szölösi var markahæst í liði Fylkis með 10 mörk en Thea Imani Sturludóttir kom næst með sex mörk. Restin af liðinu skoraði aðeins sex mörk.Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 12/3, Helena Rut Örvarsdóttir 7, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 3, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 3, Stefanía Theodórsdóttir 3/1, Nataly Sæunn Valencia 1, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 1.Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 10/6, Thea Imani Sturludóttir 6/1, Þuríður Guðjónsdóttir 2, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1.vísir/antonvísir/anton
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira