Sólveig Lára í stuði í sigri Stjörnunnar | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2015 21:26 Sólveig Lára skorar eitt tólf marka sinna í kvöld. vísir/anton Stjarnan átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Fylki að velli í fyrsta leik vetrarins í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur 30-22, Stjörnunni í vil.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í TM-höllinni í Garðabænum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Sólveig Lára Kjærnested fór mikinn í liði Stjörnunnar í kvöld og skoraði 12 mörk. Helena Rut Örvarsdóttir átti einnig góðan leik en þessi öfluga skytta gerði sjö mörk. Fylkiskonur byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og leiddu framan af. En í stöðunni 3-5 kom frábær kafli hjá Garðbæingum sem skoruðu sjö mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 10-5. Stjörnukonur bættu hægt og rólega við forskotið og í hálfleik munaði átta mörkum á liðunum, 17-9. Stjarnan náði 10 marka forystu í byrjun seinni hálfleiks, 20-10, og eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Árbæingar náðu aðeins að laga stöðuna og minnkuðu muninn í fjögur mörk, 23-19, þegar 13 mínútur voru eftir en þá gáfu Stjörnukonur aftur í og skoruðu fimm mörk gegn einu og komust átta mörkum yfir, 28-20. Þegar lokaflautið gall munaði einnig átta mörkum á liðunum, 30-22. Patricia Szölösi var markahæst í liði Fylkis með 10 mörk en Thea Imani Sturludóttir kom næst með sex mörk. Restin af liðinu skoraði aðeins sex mörk.Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 12/3, Helena Rut Örvarsdóttir 7, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 3, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 3, Stefanía Theodórsdóttir 3/1, Nataly Sæunn Valencia 1, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 1.Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 10/6, Thea Imani Sturludóttir 6/1, Þuríður Guðjónsdóttir 2, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1.vísir/antonvísir/anton Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Sjá meira
Stjarnan átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Fylki að velli í fyrsta leik vetrarins í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur 30-22, Stjörnunni í vil.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í TM-höllinni í Garðabænum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Sólveig Lára Kjærnested fór mikinn í liði Stjörnunnar í kvöld og skoraði 12 mörk. Helena Rut Örvarsdóttir átti einnig góðan leik en þessi öfluga skytta gerði sjö mörk. Fylkiskonur byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og leiddu framan af. En í stöðunni 3-5 kom frábær kafli hjá Garðbæingum sem skoruðu sjö mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 10-5. Stjörnukonur bættu hægt og rólega við forskotið og í hálfleik munaði átta mörkum á liðunum, 17-9. Stjarnan náði 10 marka forystu í byrjun seinni hálfleiks, 20-10, og eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Árbæingar náðu aðeins að laga stöðuna og minnkuðu muninn í fjögur mörk, 23-19, þegar 13 mínútur voru eftir en þá gáfu Stjörnukonur aftur í og skoruðu fimm mörk gegn einu og komust átta mörkum yfir, 28-20. Þegar lokaflautið gall munaði einnig átta mörkum á liðunum, 30-22. Patricia Szölösi var markahæst í liði Fylkis með 10 mörk en Thea Imani Sturludóttir kom næst með sex mörk. Restin af liðinu skoraði aðeins sex mörk.Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 12/3, Helena Rut Örvarsdóttir 7, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 3, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 3, Stefanía Theodórsdóttir 3/1, Nataly Sæunn Valencia 1, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 1.Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 10/6, Thea Imani Sturludóttir 6/1, Þuríður Guðjónsdóttir 2, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1.vísir/antonvísir/anton
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Sjá meira