Efast um áframhald Schengen-samstarfsins Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. september 2015 14:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það vekja upp stórar spurningar um Schengen þegar menn eru hættir að skrá fólk inn á svæðið. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun ræddi hann um Schengen og stöðu flóttafólks. „Það eru alltaf að koma nýjar og nýjar fréttir af einhverjum stöðum þar sem menn eru að setja upp eftirlit á landamærum, síðast var verið að stoppa umferð milli Danmerkur og Þýskalands að miklu leyti,“ sagði Sigmundur og taldi Schengen-samstarfinu í raun sjálfhætt. „Það verður mjög erfitt að sjá hvernig Schengen-fyrirkomulagið á að lifa þetta af, nema menn nái þeim mun meiri samstöðu um aðgerðir og markmið. Það bólar nú lítið á samstöðu í Evrópusambandinu um þessi mál núna og í rauninni dapurlegt að sjá hvernig menn eru að vinna jafnvel í sitthvora áttina og þetta er allt að leysast upp í vitleysu.“ Sigmundur spurði hvort það sé eðlilegt fyrirkomulag að búa til endamark eins og Þýskaland, en að eina leiðin þangað sé að koma með ólögmætum hætti. „Á sama tíma leyfir Þýskaland og önnur lönd þessi fólki ekki að koma með eðlilegum hætti, ekki að fljúga til Þýskalands með flugvél. Ekki koma að landamærunum á ytri mörkum Schengen nema með ólöglegum hætti. Þannig að skilaboðin eru þessi: Þið verðið að leita á náðir glæpasamtaka og reyna að láta smygla ykkur inn með lífshættulegum hætti. Ef ykkur tekst það, þá er tekið á móti ykkur og klappað þegar þið komið í mark.“ Heyra má viðtalið við Sigmund í heild hér fyrir neðan en umræðan um Schengen hefst eftir 15 mínútur og 50 sekúndur. Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það vekja upp stórar spurningar um Schengen þegar menn eru hættir að skrá fólk inn á svæðið. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun ræddi hann um Schengen og stöðu flóttafólks. „Það eru alltaf að koma nýjar og nýjar fréttir af einhverjum stöðum þar sem menn eru að setja upp eftirlit á landamærum, síðast var verið að stoppa umferð milli Danmerkur og Þýskalands að miklu leyti,“ sagði Sigmundur og taldi Schengen-samstarfinu í raun sjálfhætt. „Það verður mjög erfitt að sjá hvernig Schengen-fyrirkomulagið á að lifa þetta af, nema menn nái þeim mun meiri samstöðu um aðgerðir og markmið. Það bólar nú lítið á samstöðu í Evrópusambandinu um þessi mál núna og í rauninni dapurlegt að sjá hvernig menn eru að vinna jafnvel í sitthvora áttina og þetta er allt að leysast upp í vitleysu.“ Sigmundur spurði hvort það sé eðlilegt fyrirkomulag að búa til endamark eins og Þýskaland, en að eina leiðin þangað sé að koma með ólögmætum hætti. „Á sama tíma leyfir Þýskaland og önnur lönd þessi fólki ekki að koma með eðlilegum hætti, ekki að fljúga til Þýskalands með flugvél. Ekki koma að landamærunum á ytri mörkum Schengen nema með ólöglegum hætti. Þannig að skilaboðin eru þessi: Þið verðið að leita á náðir glæpasamtaka og reyna að láta smygla ykkur inn með lífshættulegum hætti. Ef ykkur tekst það, þá er tekið á móti ykkur og klappað þegar þið komið í mark.“ Heyra má viðtalið við Sigmund í heild hér fyrir neðan en umræðan um Schengen hefst eftir 15 mínútur og 50 sekúndur.
Flóttamenn Fréttir af flugi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira