Segja Mueller ekki hafa fallið í loftárás Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2015 12:00 Kayla Mueller Vísir/EPA Vitni segja að Kayla Mueller, sem var fangi Íslamska ríkisins, hafi ekki fallið í loftárás eins og haldið hefur verið fram. Þess í stað hafi hún verið myrt af vígamönnum samtakanna, en Mueller var ítrekað nauðgað af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Sextán ára stúlka sem BBC ræddi við segist hafa verið með Mueller í klefa í fangelsi. Stúlkunni var upprunalega haldið á heimili Baghdadi, en eftir að hún reyndi að flýja þaðan ásamt annarri stúlku voru þær settar í fangaklefa með Mueller. Þar segja þær að Mueller hafi reynt að hugsa um þær og vernda. Seinna voru þær þrjár þó fluttar á heimili Abu Sayyaff, sem var nokkurs konar fjármálastjóri ISIS. Baghdadi kom fljótt þangað og sagði þeim að ef þær myndu reyna að flýja aftur yrðu þær drepnar. Hann lét þær horfa á myndbönd af aftökum samtakanna til að sýna fram á að honum væri alvara. „Þetta mun gerast ef þið neitað að taka upp íslamska trú eða neitið að giftast þeim sem við segjum. Gleymið foreldrum ykkar, því þið munuð aldrei sleppa,“ sagði Baghdadi við þær.Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Hann ræddi einnig við Kayla Mueller. Stúlkurnar segja að þar hafi hann sagt henni að hann ætlaði sér að giftast henni og ef hún myndi neita myndi hún hljóta sömu örlög og vinir hennar. Hann sýndi henni einnig myndbönd af aftökum vestrænna gísla, en hún þekkti nokkra þeirra. Stúlkurnar tvær flúðu af heimili Abu Sayyaf, þegar þeim var tilkynnt að þær myndu giftast tveimur vígamönnum ISIS. Þær reyndu að fá Mueller til að koma með sér, en hún sagði að útlit hennar myndi skemma fyrir. Skömmu seinna var því haldið fram af ISIS að Mueller hefði látið lífið í loftárás Jórdana. Önnur kona sem BBC ræddi við segir hins vegar að svo hafi ekki verið. Hún gengur undir nafninu Amshe og var 17 ára þegar hún var gerð að kynlífsþræl Haji Mutazz, næstráðanda ISIS. Hann sagði henni að foringjar samtakanna væru í keppni um hver myndi eignast Mueller. Amshe segir hann hafa hlegið þegar hann sá fregnir um að Mueller hefði fallið í loftárás. Hann sagði að þeir hefðu myrt hana vegna þess að hún væri bandarísk. Þrátt fyrir að Amshe sé eina heimild BBC fyrir sögunni, segir blaðamaðurinn sem talaði við hana að hún hafi verið mjög trúverðug. Þá hafa aðilar frá Bandaríkjunum rætt við hana og segja sögu hennar vera trúverðuga. Mið-Austurlönd Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Sjá meira
Vitni segja að Kayla Mueller, sem var fangi Íslamska ríkisins, hafi ekki fallið í loftárás eins og haldið hefur verið fram. Þess í stað hafi hún verið myrt af vígamönnum samtakanna, en Mueller var ítrekað nauðgað af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Sextán ára stúlka sem BBC ræddi við segist hafa verið með Mueller í klefa í fangelsi. Stúlkunni var upprunalega haldið á heimili Baghdadi, en eftir að hún reyndi að flýja þaðan ásamt annarri stúlku voru þær settar í fangaklefa með Mueller. Þar segja þær að Mueller hafi reynt að hugsa um þær og vernda. Seinna voru þær þrjár þó fluttar á heimili Abu Sayyaff, sem var nokkurs konar fjármálastjóri ISIS. Baghdadi kom fljótt þangað og sagði þeim að ef þær myndu reyna að flýja aftur yrðu þær drepnar. Hann lét þær horfa á myndbönd af aftökum samtakanna til að sýna fram á að honum væri alvara. „Þetta mun gerast ef þið neitað að taka upp íslamska trú eða neitið að giftast þeim sem við segjum. Gleymið foreldrum ykkar, því þið munuð aldrei sleppa,“ sagði Baghdadi við þær.Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Hann ræddi einnig við Kayla Mueller. Stúlkurnar segja að þar hafi hann sagt henni að hann ætlaði sér að giftast henni og ef hún myndi neita myndi hún hljóta sömu örlög og vinir hennar. Hann sýndi henni einnig myndbönd af aftökum vestrænna gísla, en hún þekkti nokkra þeirra. Stúlkurnar tvær flúðu af heimili Abu Sayyaf, þegar þeim var tilkynnt að þær myndu giftast tveimur vígamönnum ISIS. Þær reyndu að fá Mueller til að koma með sér, en hún sagði að útlit hennar myndi skemma fyrir. Skömmu seinna var því haldið fram af ISIS að Mueller hefði látið lífið í loftárás Jórdana. Önnur kona sem BBC ræddi við segir hins vegar að svo hafi ekki verið. Hún gengur undir nafninu Amshe og var 17 ára þegar hún var gerð að kynlífsþræl Haji Mutazz, næstráðanda ISIS. Hann sagði henni að foringjar samtakanna væru í keppni um hver myndi eignast Mueller. Amshe segir hann hafa hlegið þegar hann sá fregnir um að Mueller hefði fallið í loftárás. Hann sagði að þeir hefðu myrt hana vegna þess að hún væri bandarísk. Þrátt fyrir að Amshe sé eina heimild BBC fyrir sögunni, segir blaðamaðurinn sem talaði við hana að hún hafi verið mjög trúverðug. Þá hafa aðilar frá Bandaríkjunum rætt við hana og segja sögu hennar vera trúverðuga.
Mið-Austurlönd Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Sjá meira