Pavel: Biðjum til guðs að þau fari ekki ofan í körfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 11:30 Pavel var öflugur í sóknarleiknum í gær. Vísir/Valli Pavel Ermolinskij átti sinn besta leik í sókninni í gær þegar Ísland tapaði á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta. Íslenska liðið fékk að kenna á því inn í teig þar sem spænska liðið fór mikið inn á NBA-stjörnurnar sínar Pau Gasol og Nikola Mirotic. „Þeir vita að það er erfitt fyrir þá að ráðast á okkur utan frá vegna þess að við erum litlir og höldum þeim fyrir framan okkur. Við erum veikir undir körfunni og þeir reyna að búa til allt spil út frá stóru körlunum," sagði Pavel Ermolinskij um þá taktík Spánverjanna að ráðast alltaf á íslenska teiginn. „Við vitum það og þeir vita það. Við vitum hvað þeir eru að gera og lifum með þessum skotum fyrir utan og biðjum til guðs að þau fari ekki ofan í. Það er það eina sem við getum gert með okkar mannskap og okkar hæð," sagði Pavel. „Það er ekkert að fara að breytast og vonandi hittum við bara á dag á morgun þar sem þeir eru að klikka fyrir utan, allt fer ofan í hjá okkur og við skilum bara sigri," sagði Pavel um leikinn við Tyrki í dag. Þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu en jafnframt sá fimmti á aðeins sex sögum. Pavel hefur skorað sex þriggja stiga körfur í síðustu tveimur leikjum og er kominn á fullt inn í mótið hvað varðar sóknarleikinn. „Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim svo að það sé nú bara af og til. Að taka smá pressu af þeim því við verðum að gera það. Þegar þeir eru að standa sína pligt að hinir í liðinu séu að setja niður opnu skotin þegar við fáum þau," sagði Pavel. Pavel Ermolinskij er með 5,0 stig, 3,5 fráköst og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á EM. Hann hefur enn ekki skorað tveggja stiga körfu en hefur hitt úr 6 af 14 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir 42,9 prósent skotnýtingu fyrir utan. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij átti sinn besta leik í sókninni í gær þegar Ísland tapaði á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta. Íslenska liðið fékk að kenna á því inn í teig þar sem spænska liðið fór mikið inn á NBA-stjörnurnar sínar Pau Gasol og Nikola Mirotic. „Þeir vita að það er erfitt fyrir þá að ráðast á okkur utan frá vegna þess að við erum litlir og höldum þeim fyrir framan okkur. Við erum veikir undir körfunni og þeir reyna að búa til allt spil út frá stóru körlunum," sagði Pavel Ermolinskij um þá taktík Spánverjanna að ráðast alltaf á íslenska teiginn. „Við vitum það og þeir vita það. Við vitum hvað þeir eru að gera og lifum með þessum skotum fyrir utan og biðjum til guðs að þau fari ekki ofan í. Það er það eina sem við getum gert með okkar mannskap og okkar hæð," sagði Pavel. „Það er ekkert að fara að breytast og vonandi hittum við bara á dag á morgun þar sem þeir eru að klikka fyrir utan, allt fer ofan í hjá okkur og við skilum bara sigri," sagði Pavel um leikinn við Tyrki í dag. Þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu en jafnframt sá fimmti á aðeins sex sögum. Pavel hefur skorað sex þriggja stiga körfur í síðustu tveimur leikjum og er kominn á fullt inn í mótið hvað varðar sóknarleikinn. „Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim svo að það sé nú bara af og til. Að taka smá pressu af þeim því við verðum að gera það. Þegar þeir eru að standa sína pligt að hinir í liðinu séu að setja niður opnu skotin þegar við fáum þau," sagði Pavel. Pavel Ermolinskij er með 5,0 stig, 3,5 fráköst og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á EM. Hann hefur enn ekki skorað tveggja stiga körfu en hefur hitt úr 6 af 14 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir 42,9 prósent skotnýtingu fyrir utan.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44
Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00