Hvetur sveitarfélög til að rannsaka heimagistingar Sveinn Arnarson skrifar 30. september 2015 12:00 Eftir miklu getur verið að slægjast hjá sveitarfélögum að skrá rétt fasteignamat. Vísir/GVA Skipulögð rannsókn Hvalfjarðarsveitar á vefsíðum sem bjóða upp á gistingu í heima- eða sumarhúsum skilaði auknum skatttekjum fyrir sveitarfélagið. Fundust 19 sumarhús í sveitarfélaginu sem voru leigð út til gistingar og því hækkaði sveitarfélagið fasteignagjöld á þá bústaði. „Við sáum þetta sem eina ráðið. Við byrjuðum á að skoða þetta skipulega undir lok síðasta árs og lögðum aukin fasteignagjöld á 19 eignir í sveitarfélaginu,“ segir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.„Þessi gisting er í beinni samkeppni við hótel í ferðaþjónustu og því er það réttlætismál að allir sitji við sama borð þegar kemur að fasteignagjöldum. Sumarhús greiða 0,44 prósent af fasteignamati í gjöld en hótel greiða 1,65 prósent.“ Mikil umfjöllun hefur verið undanfarið um heimagistingar í ferðaþjónustu. Fjöldi einstaklinga leigir híbýli sín til ferðamanna. Hundruð eigna eru á skrá í höfuðborginni einni hjá síðum eins og Airbnb. „Sú umræða hefur verið í gangi hringinn í kringum landið að tekjur af ferðaþjónustu skili sér illa til sveitarfélaga. Ríkið hefur yfirumsjón með öllum veltusköttum og sveitarfélög eru óhress með að taka á sig allan kostnað við komu ferðamanna en fá litlar tekjur í staðinn,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga„Skráning húsnæðis verður að vera rétt og þetta gerist þegar skil eru óljós. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað er íbúðarhúsnæði og hvað er atvinnuhúsnæði. En eins og í þessu þá þarf nærsamfélagið að skoða þessa hluti og vera á varðbergi.“ Skúli segir líklegt að Hvalfjarðarsveit muni halda áfram eftirliti með heimagistingu sem þessari. Í sveitarfélaginu sé gríðarlegur fjöldi sumarbústaða einstaklinga sem margir gætu hugsað sér að leigja út til skemmri eða lengri tíma fyrir erlenda ferðamenn. „Ef við myndum fylgja þessu eftir allt árið 2016 þá myndu tekjur Hvalfjarðarsveitar aukast um á þriðju milljón króna árlega. Ég hvatti kollega mína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga til að skoða þetta frekar því þarna eru miklir hagsmunir í húfi, ekki bara fyrir okkur heldur er þetta líka réttlætismál,“ segir Skúli. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Skipulögð rannsókn Hvalfjarðarsveitar á vefsíðum sem bjóða upp á gistingu í heima- eða sumarhúsum skilaði auknum skatttekjum fyrir sveitarfélagið. Fundust 19 sumarhús í sveitarfélaginu sem voru leigð út til gistingar og því hækkaði sveitarfélagið fasteignagjöld á þá bústaði. „Við sáum þetta sem eina ráðið. Við byrjuðum á að skoða þetta skipulega undir lok síðasta árs og lögðum aukin fasteignagjöld á 19 eignir í sveitarfélaginu,“ segir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.„Þessi gisting er í beinni samkeppni við hótel í ferðaþjónustu og því er það réttlætismál að allir sitji við sama borð þegar kemur að fasteignagjöldum. Sumarhús greiða 0,44 prósent af fasteignamati í gjöld en hótel greiða 1,65 prósent.“ Mikil umfjöllun hefur verið undanfarið um heimagistingar í ferðaþjónustu. Fjöldi einstaklinga leigir híbýli sín til ferðamanna. Hundruð eigna eru á skrá í höfuðborginni einni hjá síðum eins og Airbnb. „Sú umræða hefur verið í gangi hringinn í kringum landið að tekjur af ferðaþjónustu skili sér illa til sveitarfélaga. Ríkið hefur yfirumsjón með öllum veltusköttum og sveitarfélög eru óhress með að taka á sig allan kostnað við komu ferðamanna en fá litlar tekjur í staðinn,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga„Skráning húsnæðis verður að vera rétt og þetta gerist þegar skil eru óljós. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað er íbúðarhúsnæði og hvað er atvinnuhúsnæði. En eins og í þessu þá þarf nærsamfélagið að skoða þessa hluti og vera á varðbergi.“ Skúli segir líklegt að Hvalfjarðarsveit muni halda áfram eftirliti með heimagistingu sem þessari. Í sveitarfélaginu sé gríðarlegur fjöldi sumarbústaða einstaklinga sem margir gætu hugsað sér að leigja út til skemmri eða lengri tíma fyrir erlenda ferðamenn. „Ef við myndum fylgja þessu eftir allt árið 2016 þá myndu tekjur Hvalfjarðarsveitar aukast um á þriðju milljón króna árlega. Ég hvatti kollega mína á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga til að skoða þetta frekar því þarna eru miklir hagsmunir í húfi, ekki bara fyrir okkur heldur er þetta líka réttlætismál,“ segir Skúli.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira