Sex eftirminnilegustu landsleikir Margrétar Láru Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 07:30 Margrét Lára hefur skorað 72 mörk í landsleikjunum 100. vísir/eol Í tilefni þess að Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd á þriðjudaginn fékk Fréttablaðið markadrottninguna frá Vestmanna Eyjum til að velja sex eftirminnilegustu landsleikina á ferlinum.Fyrsti leikurinn 14.06.2003 Ísland - Ungverjaland 4-1 Margrét Lára kemur inn af bekknum og skorar Maður gleymir aldrei fyrsta landsleiknum. Ég kom inn á og skoraði með fyrstu snertingu og það með skalla sem ég er ekki vön að gera. Ég fylgdi eftir sláarskoti ef ég man rétt. Svona týpískt fyrsta mark. Þarna var ég bara 16 ára að spila með ÍBV og í fyrsta skipti í landsliðshópnum.Margrét fagnar sigurmarkinu gegn Frökkum.vísir/daníelSnjóboltinn byrjar að rúlla 16.06.2007 Ísland - Frakkland 1-0 Margrét Lára skorar sigurmarkið Þessi sigur gaf okkur trú að við gætum farið á EM. Ég skoraði mark með skalla, eitt ljótasta mark sem ég hef skorað, en líka eitt það mikilvægasta. Þarna fór snjóboltinn að rúlla hjá okkur. Mér finnst þetta vera ákveðinn vendipunktur hjá landsliðinu. Þessi sigur gaf okkur mikið og þjóðin fór að fylgjast með. Allir áttuðu sig á að þarna var lið sem gæti farið í lokakeppni. Þetta breytti hugarfarinu hjá okkur öllum.Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn með sigri á Írlandi á svellhálum Laugardalsvelli.vísir/stefánFyrsta sinn á EM 30.10.2008 Ísland - Írland 3-0 Margrét Lára skorar annað markið Þessi leikur er mér auðvitað fastur í minni þar sem við komumst þarna í fyrsta sinn á EM. Það var geggjuð stemning í stúkunni – algjörlega ógleymanleg stund. Völlurinn var auðvitað eftirminnilegur. Hann var eins og skautasvell. Hann væri aldrei samþykktur í dag eins og hann var þá því kröfurnar eru meiri núna. Leikurinn færi ekki fram á svona hálum velli í dag. Þetta var svolítið furðulegt en stemningin mikil og gleðin.Margrét Lára kemur Ísland yfir gegn Úkraínu 2012.vísir/stefánAftur á EM 25.10.2012 Ísland - Úkraína 3-2 Margrét Lára skorar fyrsta markið Þótt við værum að komast á EM í annað sinn var þessi leikur virkilega skemmtilegur og eftirminnilegur. Úkraína, eins og Írland, var alveg í séns eftir úrslitin í fyrri leiknum sem við unnum, 3-2. Þarna var áhorfendametið (6.647) sett og Jói vallarstjóri þurfti að opna hina stúkuna.Leikurinn gegn Hollandi er einn sá stærsti í sögu kvennalandsliðsins.vísir/epaÍ átta liða liða úrslit á EM 17.07.2013 Holland - Ísland 0-1 Jöfnunarmark Margrétar Láru gegn Noregi í fyrsta leik kom Íslandi í stöðu að með sigri gegn Hollandi kæmist liðið upp úr riðli Þetta var geggjaður leikur enda ekkert smá afrek fyrir íslenskt landslið í hópíþrótt að komast í átta liða úrslit á stórmóti. Dagný Brynjars skoraði með skalla eftir sendingu frá Hallberu. Þetta var bara teiknað á æfingu og farið með inn í leikinn. Að launum fengum við leik gegn heimastelpum frá Svíþjóð sem var stórkostleg stund nema hvað við vorum lélegar. Það var æðislegt að spila á móti þeim fyrir fullu húsi en leikurinn var búinn eftir sjö mínútur.Margrét Lára var heiðruð eftir 100. landsleikinn.vísir/vilhelmHundrað leikja klúbburinn 22.09.2015 Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 Margrét Lára er fyrirliði í 100. landsleiknum Athyglin var full mikil á mér fyrir minn smekk. Ég var bara hálf feimin og hálf klökk. Það var samt gaman að sjá hvað margir voru tilbúnir að koma þrátt fyrir skítabrælu. Það var stór stund að spila minn 100. landsleik og fá svona mætingu. Ég er fólkinu sem mætti virkilega þakklát fyrir þetta og öllum í kringum liðið. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aldrei viljað gefast upp Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði 100. landsleikinn á þriðjudaginn. Meiðsli voru nálægt því að fá hana til að hætta í fótbolta en þess í stað er hún komin aftur á fulla ferð og orðin fyrirliði. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Sjá meira
Í tilefni þess að Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd á þriðjudaginn fékk Fréttablaðið markadrottninguna frá Vestmanna Eyjum til að velja sex eftirminnilegustu landsleikina á ferlinum.Fyrsti leikurinn 14.06.2003 Ísland - Ungverjaland 4-1 Margrét Lára kemur inn af bekknum og skorar Maður gleymir aldrei fyrsta landsleiknum. Ég kom inn á og skoraði með fyrstu snertingu og það með skalla sem ég er ekki vön að gera. Ég fylgdi eftir sláarskoti ef ég man rétt. Svona týpískt fyrsta mark. Þarna var ég bara 16 ára að spila með ÍBV og í fyrsta skipti í landsliðshópnum.Margrét fagnar sigurmarkinu gegn Frökkum.vísir/daníelSnjóboltinn byrjar að rúlla 16.06.2007 Ísland - Frakkland 1-0 Margrét Lára skorar sigurmarkið Þessi sigur gaf okkur trú að við gætum farið á EM. Ég skoraði mark með skalla, eitt ljótasta mark sem ég hef skorað, en líka eitt það mikilvægasta. Þarna fór snjóboltinn að rúlla hjá okkur. Mér finnst þetta vera ákveðinn vendipunktur hjá landsliðinu. Þessi sigur gaf okkur mikið og þjóðin fór að fylgjast með. Allir áttuðu sig á að þarna var lið sem gæti farið í lokakeppni. Þetta breytti hugarfarinu hjá okkur öllum.Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn með sigri á Írlandi á svellhálum Laugardalsvelli.vísir/stefánFyrsta sinn á EM 30.10.2008 Ísland - Írland 3-0 Margrét Lára skorar annað markið Þessi leikur er mér auðvitað fastur í minni þar sem við komumst þarna í fyrsta sinn á EM. Það var geggjuð stemning í stúkunni – algjörlega ógleymanleg stund. Völlurinn var auðvitað eftirminnilegur. Hann var eins og skautasvell. Hann væri aldrei samþykktur í dag eins og hann var þá því kröfurnar eru meiri núna. Leikurinn færi ekki fram á svona hálum velli í dag. Þetta var svolítið furðulegt en stemningin mikil og gleðin.Margrét Lára kemur Ísland yfir gegn Úkraínu 2012.vísir/stefánAftur á EM 25.10.2012 Ísland - Úkraína 3-2 Margrét Lára skorar fyrsta markið Þótt við værum að komast á EM í annað sinn var þessi leikur virkilega skemmtilegur og eftirminnilegur. Úkraína, eins og Írland, var alveg í séns eftir úrslitin í fyrri leiknum sem við unnum, 3-2. Þarna var áhorfendametið (6.647) sett og Jói vallarstjóri þurfti að opna hina stúkuna.Leikurinn gegn Hollandi er einn sá stærsti í sögu kvennalandsliðsins.vísir/epaÍ átta liða liða úrslit á EM 17.07.2013 Holland - Ísland 0-1 Jöfnunarmark Margrétar Láru gegn Noregi í fyrsta leik kom Íslandi í stöðu að með sigri gegn Hollandi kæmist liðið upp úr riðli Þetta var geggjaður leikur enda ekkert smá afrek fyrir íslenskt landslið í hópíþrótt að komast í átta liða úrslit á stórmóti. Dagný Brynjars skoraði með skalla eftir sendingu frá Hallberu. Þetta var bara teiknað á æfingu og farið með inn í leikinn. Að launum fengum við leik gegn heimastelpum frá Svíþjóð sem var stórkostleg stund nema hvað við vorum lélegar. Það var æðislegt að spila á móti þeim fyrir fullu húsi en leikurinn var búinn eftir sjö mínútur.Margrét Lára var heiðruð eftir 100. landsleikinn.vísir/vilhelmHundrað leikja klúbburinn 22.09.2015 Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 Margrét Lára er fyrirliði í 100. landsleiknum Athyglin var full mikil á mér fyrir minn smekk. Ég var bara hálf feimin og hálf klökk. Það var samt gaman að sjá hvað margir voru tilbúnir að koma þrátt fyrir skítabrælu. Það var stór stund að spila minn 100. landsleik og fá svona mætingu. Ég er fólkinu sem mætti virkilega þakklát fyrir þetta og öllum í kringum liðið.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aldrei viljað gefast upp Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði 100. landsleikinn á þriðjudaginn. Meiðsli voru nálægt því að fá hana til að hætta í fótbolta en þess í stað er hún komin aftur á fulla ferð og orðin fyrirliði. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Sjá meira
Aldrei viljað gefast upp Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði 100. landsleikinn á þriðjudaginn. Meiðsli voru nálægt því að fá hana til að hætta í fótbolta en þess í stað er hún komin aftur á fulla ferð og orðin fyrirliði. 24. september 2015 07:00