Hræsni stuðningsmanna Ísraels Yousef Tamimi skrifar 24. september 2015 08:00 Frá því að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu um að sniðganga vörur framleiddar í Ísrael hafa komið fram ofsafengin viðbrögð af hálfu stuðningsmanna Ísraels. Búast mátti við þessum viðbrögðum enda er stór hluti þeirra sem styðja Ísrael algjörlega glórulaus um hvað á sér stað á svæðinu og virðist styðja stefnu Ísraels í málefnum Palestínu sama hvað. Margir virðast heldur ekki skilja af hverju Ísrael ætti að vera sniðgengið en ekki önnur ríki. Það gleymir því þó að Ísland stendur í viðskiptaþvingunum við 29 önnur ríki en Ísrael er ekki eitt af þeim. Það sem er ótrúlegast við það er að Ísrael hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna heldur en nokkurt annað land í heiminum, meira en Íran og Írak til samans! Neitunarvald Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Vilji allra gyðinga?Staðreyndin er sú að í Ísrael fer fram kerfisbundin og stofnanavædd kynþáttamismunun. Ísrael framkvæmir þjóðernishreinsanir sem það kallar „íbúaflutning“ og framfylgir einnig stefnum sem falla undir alþjóðlega skilgreiningu á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) til að sölsa undir sig meira land. Stjórnvöld í Ísrael halda því fram að stefna þeirra sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdómi heldur pólitískri hugsjón síonisma og hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða í flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Síonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunverulegur and-semítismi er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirrar félagshyggju og samhygðar sem gyðingdómur boðar. Viljandi viðhaldið atvinnuleysiÞeir Ísraelar sem virkilega eru á móti hernáminu eru líklegir til að styðja sniðgönguhreyfinguna og fjöldi Ísraela gerir það nú þegar. Aftur á móti, því miður, hefur einungis óverulegur fjöldi Ísraela sýnt að þeir séu á móti hernáminu eða árásum á palestínsk yfirráðasvæði af alvöru. Það virðist frekar vera svo að í ísraelsku samfélagi sé viljinn til þess að taka nauðsynleg skref, sem gætu leitt til friðsamlegrar lausnar á deilunni, að minnka. Á þeim áratugum sem alþjóðasamfélagið hefur veigrað sér við að beita Ísrael þrýstingi hefur varanleg lausn á deilunni aðeins orðið fjarlægari, landræningjabyggðir hafa stækkað og ástandið í Palestínu almennt versnað. Margir spyrja sig hvort með sniðgöngu sé verið að skaða Palestínumenn sem starfa í Ísrael á landræningjabyggðum. Sömu rök voru notuð gegn sniðgöngustefnunni í Suður-Afríku. Að lesa yfir þeim sem eru kúgaðir um hvað er best fyrir þá er lítillækkandi og í besta falli vanhugsað. Hvaða kúgaða samfélag sem er getur tekið ákvörðun sjálft um hversu miklu það er til í að fórna til þess að öðlast frelsi, réttlæti og jafnrétti. Suður-Afríkubúar héldu því margoft fram að það að missa starf sitt væri minniháttar fórn fyrir frelsið. Palestínumenn segja hið sama. Ísrael hefur viljandi viðhaldið atvinnuleysi Palestínumanna með því að koma í veg fyrir allar tilraunir til að byggja upp og viðhalda innviðum samfélagsins ásamt því að fyrirbyggja efnahagslega uppbyggingu. Að neyða Ísrael til að breyta stefnu sinni mun án efa gagnast Palestínumönnum til lengri tíma litið. Þeir sem notast helst við þessi rök eru oft óforskammaðir stuðningsmenn Ísraelsríkis sem henda fram þessari staðhæfingu til að reyna að afvegaleiða umræðuna og koma fókusnum yfir á önnur svið. Ef þeim er virkilega svo annt um velferð Palestínumanna, myndu þeir ekki á sama tíma vera tilbúnir til að fordæma á ótvíræðan hátt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels? Hernámið og aðskilnaðarstefnan er án efa aðalorsök þjáninga Palestínumanna og ætti því baráttan að beinast að því að binda enda á þessar stefnur og ætti enginn að eiga í erfiðleikum með að fordæma þessi brot á alþjóðalögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Frá því að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu um að sniðganga vörur framleiddar í Ísrael hafa komið fram ofsafengin viðbrögð af hálfu stuðningsmanna Ísraels. Búast mátti við þessum viðbrögðum enda er stór hluti þeirra sem styðja Ísrael algjörlega glórulaus um hvað á sér stað á svæðinu og virðist styðja stefnu Ísraels í málefnum Palestínu sama hvað. Margir virðast heldur ekki skilja af hverju Ísrael ætti að vera sniðgengið en ekki önnur ríki. Það gleymir því þó að Ísland stendur í viðskiptaþvingunum við 29 önnur ríki en Ísrael er ekki eitt af þeim. Það sem er ótrúlegast við það er að Ísrael hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna heldur en nokkurt annað land í heiminum, meira en Íran og Írak til samans! Neitunarvald Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Vilji allra gyðinga?Staðreyndin er sú að í Ísrael fer fram kerfisbundin og stofnanavædd kynþáttamismunun. Ísrael framkvæmir þjóðernishreinsanir sem það kallar „íbúaflutning“ og framfylgir einnig stefnum sem falla undir alþjóðlega skilgreiningu á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) til að sölsa undir sig meira land. Stjórnvöld í Ísrael halda því fram að stefna þeirra sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdómi heldur pólitískri hugsjón síonisma og hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða í flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Síonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunverulegur and-semítismi er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirrar félagshyggju og samhygðar sem gyðingdómur boðar. Viljandi viðhaldið atvinnuleysiÞeir Ísraelar sem virkilega eru á móti hernáminu eru líklegir til að styðja sniðgönguhreyfinguna og fjöldi Ísraela gerir það nú þegar. Aftur á móti, því miður, hefur einungis óverulegur fjöldi Ísraela sýnt að þeir séu á móti hernáminu eða árásum á palestínsk yfirráðasvæði af alvöru. Það virðist frekar vera svo að í ísraelsku samfélagi sé viljinn til þess að taka nauðsynleg skref, sem gætu leitt til friðsamlegrar lausnar á deilunni, að minnka. Á þeim áratugum sem alþjóðasamfélagið hefur veigrað sér við að beita Ísrael þrýstingi hefur varanleg lausn á deilunni aðeins orðið fjarlægari, landræningjabyggðir hafa stækkað og ástandið í Palestínu almennt versnað. Margir spyrja sig hvort með sniðgöngu sé verið að skaða Palestínumenn sem starfa í Ísrael á landræningjabyggðum. Sömu rök voru notuð gegn sniðgöngustefnunni í Suður-Afríku. Að lesa yfir þeim sem eru kúgaðir um hvað er best fyrir þá er lítillækkandi og í besta falli vanhugsað. Hvaða kúgaða samfélag sem er getur tekið ákvörðun sjálft um hversu miklu það er til í að fórna til þess að öðlast frelsi, réttlæti og jafnrétti. Suður-Afríkubúar héldu því margoft fram að það að missa starf sitt væri minniháttar fórn fyrir frelsið. Palestínumenn segja hið sama. Ísrael hefur viljandi viðhaldið atvinnuleysi Palestínumanna með því að koma í veg fyrir allar tilraunir til að byggja upp og viðhalda innviðum samfélagsins ásamt því að fyrirbyggja efnahagslega uppbyggingu. Að neyða Ísrael til að breyta stefnu sinni mun án efa gagnast Palestínumönnum til lengri tíma litið. Þeir sem notast helst við þessi rök eru oft óforskammaðir stuðningsmenn Ísraelsríkis sem henda fram þessari staðhæfingu til að reyna að afvegaleiða umræðuna og koma fókusnum yfir á önnur svið. Ef þeim er virkilega svo annt um velferð Palestínumanna, myndu þeir ekki á sama tíma vera tilbúnir til að fordæma á ótvíræðan hátt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels? Hernámið og aðskilnaðarstefnan er án efa aðalorsök þjáninga Palestínumanna og ætti því baráttan að beinast að því að binda enda á þessar stefnur og ætti enginn að eiga í erfiðleikum með að fordæma þessi brot á alþjóðalögum.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun