Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. september 2015 14:37 Höskuldur Þórhallsson vísir/daníel Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að samþykkt borgarráðs um að hætta viðskiptum við Ísrael hafi skaðað þingsályktun þar sem Alþingi viðurkenndi sjálfstæði Palestínu. Þetta kom fram í ræðu Höskuldar undir liðnum störf þingsins á þingfundi sem hófst skömmu eftir hádegi. Þingmaðurinn sagði að ekki þyrfti að fjölyrða um hve ótrúlega slæm og vanhugsuð tillagan hefði verið. Hún ynni í raun í allar áttir. Hann benti á það að bankastjóri Arion banka, nafni hans Ólafsson, hafi sagt að viðskiptabannið hefði áhrif á sautján milljarða fjárfestingar. „Nú hefur komið fram að tillagan hafi verið undirbúin í meira en ár í samstarfi við lögfræðinga og innkaupadeild borgarstjóra. Ég vil beina þeirri spurningu til háttvirts þingmanns og formanns Samfylkingarinnar, Árna Páls Árnasonar, hver afstaða hans gangvart tillögunni er,“ sagði Höskuldur. „Telur hann að með því að draga samþykktina til baka sé hægt að verja þá hagsmuni sem þegar hafa skaðast?“ „Fyrst verð ég að segja að mér þykir það rökrétt af borgarstjóra að draga þetta til baka þegar í ljóst er af allri opinberri umræðu að hana þurfi að vinna betur,“ sagði Árni Páll í svari sínu. „Þannig gera alvöru stjórnendur. Þeir moka ekki dýpra heldur reyna að bæta fyrir þann skaða sem orðinn var.“ Formaðurinn sagði að það sem hafi vakað fyrir borgarstjórn hafi verið að grípa til sértækra aðgerða og þær hafi til að mynda verið í fullu samræmi við það sem formenn jafnaðarflokka Norðurlandanna skrifuðum undir 2014 vegna ástandsins. Þar hafi meðal annars verið lagt til að vörur framleiddar á svæðum sem Ísraelsher hefur hernumið skuli sérmerktar í verslunum. „Ég held að þingmaður sem styður viðskiptabann Íslands á hendur Rússum þurfi aðeins að átta sig á því hverju afstaða hans er byggð. Það sé í lagi en það sé ekki hægt að grípa til aðgerða varðandi ofbeldi Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum,“ sagði Árni Páll. Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06 Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að samþykkt borgarráðs um að hætta viðskiptum við Ísrael hafi skaðað þingsályktun þar sem Alþingi viðurkenndi sjálfstæði Palestínu. Þetta kom fram í ræðu Höskuldar undir liðnum störf þingsins á þingfundi sem hófst skömmu eftir hádegi. Þingmaðurinn sagði að ekki þyrfti að fjölyrða um hve ótrúlega slæm og vanhugsuð tillagan hefði verið. Hún ynni í raun í allar áttir. Hann benti á það að bankastjóri Arion banka, nafni hans Ólafsson, hafi sagt að viðskiptabannið hefði áhrif á sautján milljarða fjárfestingar. „Nú hefur komið fram að tillagan hafi verið undirbúin í meira en ár í samstarfi við lögfræðinga og innkaupadeild borgarstjóra. Ég vil beina þeirri spurningu til háttvirts þingmanns og formanns Samfylkingarinnar, Árna Páls Árnasonar, hver afstaða hans gangvart tillögunni er,“ sagði Höskuldur. „Telur hann að með því að draga samþykktina til baka sé hægt að verja þá hagsmuni sem þegar hafa skaðast?“ „Fyrst verð ég að segja að mér þykir það rökrétt af borgarstjóra að draga þetta til baka þegar í ljóst er af allri opinberri umræðu að hana þurfi að vinna betur,“ sagði Árni Páll í svari sínu. „Þannig gera alvöru stjórnendur. Þeir moka ekki dýpra heldur reyna að bæta fyrir þann skaða sem orðinn var.“ Formaðurinn sagði að það sem hafi vakað fyrir borgarstjórn hafi verið að grípa til sértækra aðgerða og þær hafi til að mynda verið í fullu samræmi við það sem formenn jafnaðarflokka Norðurlandanna skrifuðum undir 2014 vegna ástandsins. Þar hafi meðal annars verið lagt til að vörur framleiddar á svæðum sem Ísraelsher hefur hernumið skuli sérmerktar í verslunum. „Ég held að þingmaður sem styður viðskiptabann Íslands á hendur Rússum þurfi aðeins að átta sig á því hverju afstaða hans er byggð. Það sé í lagi en það sé ekki hægt að grípa til aðgerða varðandi ofbeldi Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum,“ sagði Árni Páll.
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06 Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06
Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30
Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30
Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00
Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09