Samþykkir Alþingi kjarakröfur aldraðra? Björgvin Guðmundsson skrifar 22. september 2015 07:00 Alþingi kom saman 8. september. Ekkert gerðist þar strax í málefnum aldraðra og öryrkja. Engin samþykkt var gerð um málið í upphafi þings. Formsatriðin höfðu forgang: Messa í Dómkirkjunni, þingsetningarræða forseta Íslands, ávarp forseta þingsins og ræða forsætisráðherra að kvöldi þingsetningardags. Á meðan á þessum formsatriðum stendur er ekki von að þingið megi vera að því að hugsa um eldri borgara og öryrkja! Ekkert breytist á Alþingi. Þar er allt fast í forminu. Kerfið er sterkt. Það er alveg sama hvað þörfin er brýn í þjóðfélaginu. Þó hópur eldri borgara eigi ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins hreyfir Alþingi sig ekki! Þó álit almennings á Alþingi sé í lágmarki gerir Alþingi ekkert til þess að breyta um starfsaðferðir og bregðast við óskum þjóðarinnar. Ef til vill hreyfa þingmenn sig, þegar fylgi gömlu flokkanna er komið niður í 0! Þeir telja greinilega ekki komið hættuástand enn! Ríkisstjórnin vill láta rúmar 10 þúsund krónur næsta árHvað er til ráða? Hvað er unnt að gera til þess að bæta kjör aldraða og öryrkja? Getur Alþingi gert eitthvað? Ég vil enn trúa því, að svo sé. Alþingi hefur nú tekið frumvarp til fjárlaga til umræðu. Samkvæmt því ætlar ríkisstjórnin að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 9,4% en ekki fyrr en á næsta ári! Af þessu er ljóst, að ráðamenn þjóðarinnar skilja ekki vanda og kjör lífeyrisþega. Þeir gera sér það ekki ljóst, að hópur þeirra hefur ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir vita ekki eða vilja ekki vita það, að hópur aldraðra og öryrkja á ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Landssamband eldri borgara og kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík óskar eftir því, að lífeyrir hækki jafnmikið og lágmarkslaun, þ.e. í 300 þúsund á mánuði á 3 árum. Lífeyrir á að hækka um 31 þúsund krónur á mánuði frá 1. maí sl. eins og lágmarkslaun verkafólks hækkuðu. Það er 14,5% hækkun. 9,4% hækkun á mánuði frá næstu áramótum er ekki inni í myndinni að okkar mati. Sú hækkun er alltof lítil og óásættanleg. Og kemur alltof seint til framkvæmda. Auk þess fer helmingur af þessari hungurlús í skatt svo aðeins rúmar 10 þúsund kr. verða eftir. Ráðherrar og þingmenn vilja ekki skilja vanda eldri borgara. Þeir telja alltaf að lífeyrisþegar geti beðið. Þeim liggi ekkert á! Annað er í forgangi hjá þingmönnum. Brot á stjórnarskránniVandamál aldraðra eru margvísleg. Erfiðust er staðan hjá þeim, sem búa einir, hafa einungis tekjur TR eða einnig lítinn lífeyrissjóð. Þeir hafa innan við 200 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Ef þeir eiga ekki skuldlaust eða skuldlítið húsnæði komast þeir tæplega af. Margar ekkjur á efri árum eru í þessari stöðu. Margir ekklar eiga það einnig erfitt. Þetta eldra fólk verður ef til vill að endurnýja einhver tæki hjá sér og á mjög erfitt með það, getur ekki endurnýjað bíl og tæpast rekið bíl. Erfitt getur verið að leysa út lyf og að leita læknis. Ég tel, að það sé brot á 76. grein stjórnarskrárinnar að veita þessu fólki svo slæm kjör en samkvæmt þessari grein á ríkið að veita ellilífeyrisþegum aðstoð ef þarf. Hér þarf svo sannarlega aðstoð. Annað er mannréttindabrot. Samfylkingin vill 300 þúsund á mánuði fyrir aldraðaSamfylkingin hefur lagt fram frumvarp um að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í 300 þúsund á mánuði á næstu 3 árum? Það er jákvætt. Það er líka jákvætt, að frumvarpið gerir ráð fyrir, að lífeyrir hækki strax með gildistöku 1. maí sl. En hins vegar flaskar Samfylkingin á prósentunni sem lífeyrir á að hækka um. Samfylkingin virðist taka upp prósentuna frá fjármálaráðuneytinu.Hún leggur til að lífeyrir hækki um 8,9%. En lágmarkslaun ( lágmarkstekjutrygging) verkafólks hækkar um 31.000 kr. eða um 14,5% á mánuði? Aldraðir og öryrkjar eiga að fá nákvæmlega sömu hækkun og launþegar. Það er mín skoðun og það er skoðun þings Landssambands eldri borgara og kjaranefndar FEB. Þetta er algert lágmark fyrir lífeyrisþega. Alþingi og við öll verðum að hafa manndóm til þess að búa öldruðum góð kjör og meta það, sem eldri kynslóðin hefur gert fyrir þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Alþingi kom saman 8. september. Ekkert gerðist þar strax í málefnum aldraðra og öryrkja. Engin samþykkt var gerð um málið í upphafi þings. Formsatriðin höfðu forgang: Messa í Dómkirkjunni, þingsetningarræða forseta Íslands, ávarp forseta þingsins og ræða forsætisráðherra að kvöldi þingsetningardags. Á meðan á þessum formsatriðum stendur er ekki von að þingið megi vera að því að hugsa um eldri borgara og öryrkja! Ekkert breytist á Alþingi. Þar er allt fast í forminu. Kerfið er sterkt. Það er alveg sama hvað þörfin er brýn í þjóðfélaginu. Þó hópur eldri borgara eigi ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins hreyfir Alþingi sig ekki! Þó álit almennings á Alþingi sé í lágmarki gerir Alþingi ekkert til þess að breyta um starfsaðferðir og bregðast við óskum þjóðarinnar. Ef til vill hreyfa þingmenn sig, þegar fylgi gömlu flokkanna er komið niður í 0! Þeir telja greinilega ekki komið hættuástand enn! Ríkisstjórnin vill láta rúmar 10 þúsund krónur næsta árHvað er til ráða? Hvað er unnt að gera til þess að bæta kjör aldraða og öryrkja? Getur Alþingi gert eitthvað? Ég vil enn trúa því, að svo sé. Alþingi hefur nú tekið frumvarp til fjárlaga til umræðu. Samkvæmt því ætlar ríkisstjórnin að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 9,4% en ekki fyrr en á næsta ári! Af þessu er ljóst, að ráðamenn þjóðarinnar skilja ekki vanda og kjör lífeyrisþega. Þeir gera sér það ekki ljóst, að hópur þeirra hefur ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir vita ekki eða vilja ekki vita það, að hópur aldraðra og öryrkja á ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Landssamband eldri borgara og kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík óskar eftir því, að lífeyrir hækki jafnmikið og lágmarkslaun, þ.e. í 300 þúsund á mánuði á 3 árum. Lífeyrir á að hækka um 31 þúsund krónur á mánuði frá 1. maí sl. eins og lágmarkslaun verkafólks hækkuðu. Það er 14,5% hækkun. 9,4% hækkun á mánuði frá næstu áramótum er ekki inni í myndinni að okkar mati. Sú hækkun er alltof lítil og óásættanleg. Og kemur alltof seint til framkvæmda. Auk þess fer helmingur af þessari hungurlús í skatt svo aðeins rúmar 10 þúsund kr. verða eftir. Ráðherrar og þingmenn vilja ekki skilja vanda eldri borgara. Þeir telja alltaf að lífeyrisþegar geti beðið. Þeim liggi ekkert á! Annað er í forgangi hjá þingmönnum. Brot á stjórnarskránniVandamál aldraðra eru margvísleg. Erfiðust er staðan hjá þeim, sem búa einir, hafa einungis tekjur TR eða einnig lítinn lífeyrissjóð. Þeir hafa innan við 200 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Ef þeir eiga ekki skuldlaust eða skuldlítið húsnæði komast þeir tæplega af. Margar ekkjur á efri árum eru í þessari stöðu. Margir ekklar eiga það einnig erfitt. Þetta eldra fólk verður ef til vill að endurnýja einhver tæki hjá sér og á mjög erfitt með það, getur ekki endurnýjað bíl og tæpast rekið bíl. Erfitt getur verið að leysa út lyf og að leita læknis. Ég tel, að það sé brot á 76. grein stjórnarskrárinnar að veita þessu fólki svo slæm kjör en samkvæmt þessari grein á ríkið að veita ellilífeyrisþegum aðstoð ef þarf. Hér þarf svo sannarlega aðstoð. Annað er mannréttindabrot. Samfylkingin vill 300 þúsund á mánuði fyrir aldraðaSamfylkingin hefur lagt fram frumvarp um að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í 300 þúsund á mánuði á næstu 3 árum? Það er jákvætt. Það er líka jákvætt, að frumvarpið gerir ráð fyrir, að lífeyrir hækki strax með gildistöku 1. maí sl. En hins vegar flaskar Samfylkingin á prósentunni sem lífeyrir á að hækka um. Samfylkingin virðist taka upp prósentuna frá fjármálaráðuneytinu.Hún leggur til að lífeyrir hækki um 8,9%. En lágmarkslaun ( lágmarkstekjutrygging) verkafólks hækkar um 31.000 kr. eða um 14,5% á mánuði? Aldraðir og öryrkjar eiga að fá nákvæmlega sömu hækkun og launþegar. Það er mín skoðun og það er skoðun þings Landssambands eldri borgara og kjaranefndar FEB. Þetta er algert lágmark fyrir lífeyrisþega. Alþingi og við öll verðum að hafa manndóm til þess að búa öldruðum góð kjör og meta það, sem eldri kynslóðin hefur gert fyrir þjóðina.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun