Hætta þjálfun sýrlenskra uppreisnarmanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2015 13:30 Uppreisnarhópar eins og Free Syrian Army hafa fengið vopn sem þessi frá Bandaríkjunum. Um er að ræða skeyti sem sérhönnuð eru til að granda skriðdrekum og víggyrtum byrgjum. Vísir Stjórnvöld Í Bandaríkjunum hafa bundið endi á þjálfunarverkefni í Sýrlandi. Verkefnið gekk út á að þjálfa upp „hófsama uppreisnarmenn“ og gefa þeim vopn til að berjast gegn Íslamska ríkinu. Hingað til hefur verkefnið kostað um hálfan milljarð dala, um 62 milljarða króna, og hefur skilað litlum sem engum árangri. Einungis 80 menn luku þjálfun í nágrannaríkjum Sýrlands og flestir þeirra voru handsamaðir, felldir eða þeir flúðu, mjög fljótlega eftir komuna til Sýrlands.AP fréttaveitan hefur eftir Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, að til standi að koma þeim mönnum sem enn eru í þjálfun fyrir innan annarra vopnaðra hópa eins og Kúrda eða uppreisnarmanna. Hann sagði að samstarf Bandaríkjanna og Kúrda hefði reynst farsælt og þannig samstarf vildu þeir eiga með öðrum hópum innan Sýrlands.Þjálfaðir í Tyrklandi Menn yrðu þjálfaðir til að veita upplýsingar um möguleg skotmörk og kalla eftir loftárásum. Samkvæmt upplýsingum New York Times, yrðu þeir menn þjálfaðir í Tyrklandi. Auk þess að þjálfa hóp Sýrlendinga til að berjast við ISIS hafa Bandaríkin stutt við ákveðna uppreisnarhópa í Sýrlandi í baráttu þeirra gegn stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þeir hópar hafa fengið vopn og frekari búnað í gegnum CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna. Um er að ræða tvo mismunandi hópa, en eitt skilyrði fyrir þjálfun Bandaríkjanna var að þeir sem hlytu hana, mættu ekki berjast gegn Assad, einungis Íslamska ríkinu. Carter segir að Bandaríkin vilji starfa frekar með þeim hópum sem hafa verið studdir gegnum CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, en Rússar hafa undanfarna daga stutt stjórnarher Sýrlands gegn þeim hópum. Mið-Austurlönd Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira
Stjórnvöld Í Bandaríkjunum hafa bundið endi á þjálfunarverkefni í Sýrlandi. Verkefnið gekk út á að þjálfa upp „hófsama uppreisnarmenn“ og gefa þeim vopn til að berjast gegn Íslamska ríkinu. Hingað til hefur verkefnið kostað um hálfan milljarð dala, um 62 milljarða króna, og hefur skilað litlum sem engum árangri. Einungis 80 menn luku þjálfun í nágrannaríkjum Sýrlands og flestir þeirra voru handsamaðir, felldir eða þeir flúðu, mjög fljótlega eftir komuna til Sýrlands.AP fréttaveitan hefur eftir Ash Carter, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, að til standi að koma þeim mönnum sem enn eru í þjálfun fyrir innan annarra vopnaðra hópa eins og Kúrda eða uppreisnarmanna. Hann sagði að samstarf Bandaríkjanna og Kúrda hefði reynst farsælt og þannig samstarf vildu þeir eiga með öðrum hópum innan Sýrlands.Þjálfaðir í Tyrklandi Menn yrðu þjálfaðir til að veita upplýsingar um möguleg skotmörk og kalla eftir loftárásum. Samkvæmt upplýsingum New York Times, yrðu þeir menn þjálfaðir í Tyrklandi. Auk þess að þjálfa hóp Sýrlendinga til að berjast við ISIS hafa Bandaríkin stutt við ákveðna uppreisnarhópa í Sýrlandi í baráttu þeirra gegn stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þeir hópar hafa fengið vopn og frekari búnað í gegnum CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna. Um er að ræða tvo mismunandi hópa, en eitt skilyrði fyrir þjálfun Bandaríkjanna var að þeir sem hlytu hana, mættu ekki berjast gegn Assad, einungis Íslamska ríkinu. Carter segir að Bandaríkin vilji starfa frekar með þeim hópum sem hafa verið studdir gegnum CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, en Rússar hafa undanfarna daga stutt stjórnarher Sýrlands gegn þeim hópum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira