Ríkisstjórnin heldur kjörum aldraðra niðri Björgvin Guðmundsson skrifar 8. október 2015 07:00 Ekkert bólar á því, að ríkisstjórnin ætli að bæta kjör aldraðra og öryrkja á þessu ári í kjölfar nýrra kjarasamninga 1. maí. Kjör láglaunafólks voru orðin svo bágborin, að verkalýðshreyfingin og meirihluti þjóðarinnar taldi nauðsynlegt að hækka lágmarkskaup myndarlega. Sömu rök gilda fyrir nauðsyn þess að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja verulega. Allur þorri almennings telur jafnmikla nauðsyn á að hækka lífeyri þeirra eldri borgara, sem verst eru staddir eins og að hækka lægstu laun. En ríkisstjórnin lætur sér sæma að halda lífeyri óbreyttum, þegar laun allra í þjóðfélaginu eru að hækka! Ríkisstjórnin heldur lífeyri aldraðra og öryrkja niðri í 8 mánuði. Ég veit ekki hvað á að kalla þetta atferli ríkisstjórnarinnar en það er líkast því sem það sé verið að níðast á lífeyrisþegum.Kjaragliðnun í ár álíka og á öllum krepputímanum! Þegar kaup allra launþega hækkar en ekki lífeyrir aldraðra og öryrkja verður kjaragliðnun. Lífeyrir aldraðra og öryrkja dregst aftur úr launum. Þetta gerðist á krepputímanum 2009-2013. T.d. hækkuðu laun um 16% árin 2009 og 2010 en lífeyrir aldraðra og öryrkja frá TR hækkaði ekki um eina krónu á sama tímabili. Nú endurtekur sagan sig. Lágmarkslaun hækkuðu um 31.000 kr 1. maí sl. en lífeyrir hækkaði ekki um eina krónu. Kjaragliðnunin í ár verður álíka og á öllum krepputímanum!Ráðherrunum finnst þetta í lagi! Og svo virðist sem ráðherrunum finnist þetta allt í lagi. Þeir kjafta bara um, að lífeyrir eigi að hækka einhver ósköp seinna, 8 mánuðum seinna en laun hækkuðu! Og forsætisráðherrann talar fjálglega um methækkun lífeyris, eitt metið enn! Hann talar um mestu hækkun í sögunni. Aldraðir og öryrkjar hafa hins vegar ekkert gagn af pappírshækkunum. Þeir taka ekkert mark á neinu tali um hækkanir fyrr en þeir finna þær í buddunni. Og það verður ekki í bráð! Síðan er það ekki rétt, að um einhverja „methækkun“ sé að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir hækkaði lífeyri aldraðra og öryrkja um tæp 20% um áramótin 2008/2009, þ.e. þeirra, sem voru verst staddir, og hún hækkaði hjá hinum um 9,6%. Og þetta gerði hún án þess að masa um það í marga mánuði áður en það kom til framkvæmda. Aldraðir krefjast þess að fá hækkun strax. Þeir geta ekki beðið. Það er ekki erfiðara að samþykkja strax hækkun til aldraðra og öryrkja en að samþykkja hátt framlag til móttöku flóttamanna. Afgreiðslan á flóttamannaframlaginu leiðir í ljós, að vilji er allt sem þarf.Aldraðir fái það sama og launamenn Láglaunafólk fékk 14,5% hækkun á launum sínum 1. maí og síðan var samið um, að laun verkafólks mundu hækka í 300 þúsund á mánuði á 3 árum. Aldraðir vilja fá nákvæmlega sömu hækkun og á sama tíma. Það var samþykkt á landsfundi LEB og í kjaranefnd FEB. Og þetta er sanngirnis- og réttlætismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ekkert bólar á því, að ríkisstjórnin ætli að bæta kjör aldraðra og öryrkja á þessu ári í kjölfar nýrra kjarasamninga 1. maí. Kjör láglaunafólks voru orðin svo bágborin, að verkalýðshreyfingin og meirihluti þjóðarinnar taldi nauðsynlegt að hækka lágmarkskaup myndarlega. Sömu rök gilda fyrir nauðsyn þess að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja verulega. Allur þorri almennings telur jafnmikla nauðsyn á að hækka lífeyri þeirra eldri borgara, sem verst eru staddir eins og að hækka lægstu laun. En ríkisstjórnin lætur sér sæma að halda lífeyri óbreyttum, þegar laun allra í þjóðfélaginu eru að hækka! Ríkisstjórnin heldur lífeyri aldraðra og öryrkja niðri í 8 mánuði. Ég veit ekki hvað á að kalla þetta atferli ríkisstjórnarinnar en það er líkast því sem það sé verið að níðast á lífeyrisþegum.Kjaragliðnun í ár álíka og á öllum krepputímanum! Þegar kaup allra launþega hækkar en ekki lífeyrir aldraðra og öryrkja verður kjaragliðnun. Lífeyrir aldraðra og öryrkja dregst aftur úr launum. Þetta gerðist á krepputímanum 2009-2013. T.d. hækkuðu laun um 16% árin 2009 og 2010 en lífeyrir aldraðra og öryrkja frá TR hækkaði ekki um eina krónu á sama tímabili. Nú endurtekur sagan sig. Lágmarkslaun hækkuðu um 31.000 kr 1. maí sl. en lífeyrir hækkaði ekki um eina krónu. Kjaragliðnunin í ár verður álíka og á öllum krepputímanum!Ráðherrunum finnst þetta í lagi! Og svo virðist sem ráðherrunum finnist þetta allt í lagi. Þeir kjafta bara um, að lífeyrir eigi að hækka einhver ósköp seinna, 8 mánuðum seinna en laun hækkuðu! Og forsætisráðherrann talar fjálglega um methækkun lífeyris, eitt metið enn! Hann talar um mestu hækkun í sögunni. Aldraðir og öryrkjar hafa hins vegar ekkert gagn af pappírshækkunum. Þeir taka ekkert mark á neinu tali um hækkanir fyrr en þeir finna þær í buddunni. Og það verður ekki í bráð! Síðan er það ekki rétt, að um einhverja „methækkun“ sé að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir hækkaði lífeyri aldraðra og öryrkja um tæp 20% um áramótin 2008/2009, þ.e. þeirra, sem voru verst staddir, og hún hækkaði hjá hinum um 9,6%. Og þetta gerði hún án þess að masa um það í marga mánuði áður en það kom til framkvæmda. Aldraðir krefjast þess að fá hækkun strax. Þeir geta ekki beðið. Það er ekki erfiðara að samþykkja strax hækkun til aldraðra og öryrkja en að samþykkja hátt framlag til móttöku flóttamanna. Afgreiðslan á flóttamannaframlaginu leiðir í ljós, að vilji er allt sem þarf.Aldraðir fái það sama og launamenn Láglaunafólk fékk 14,5% hækkun á launum sínum 1. maí og síðan var samið um, að laun verkafólks mundu hækka í 300 þúsund á mánuði á 3 árum. Aldraðir vilja fá nákvæmlega sömu hækkun og á sama tíma. Það var samþykkt á landsfundi LEB og í kjaranefnd FEB. Og þetta er sanngirnis- og réttlætismál.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun