Alltaf verið í leiðtogahlutverki Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2015 06:30 Helena Sverrisdóttir er spilandi þjálfari Hauka. vísir/anton „Ég hafði á tilfinningunni allan tímann að við vorum með þetta,“ segir Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka í Dominos-deild kvenna í körfubolta, við Fréttablaðið um sigurinn á Keflavík, 70-47, í úrslitaleik Lengjubikarsins sem fram fór í Iðu á Selfossi um helgina. Þetta er fyrsti titilinn sem Helena vinnur eftir að hún kom heim úr átta ára háskóladvöl og atvinnumennsku og margir telja að hann verði ekki sá síðasti. Helena var best á vellinum eins og svo oft áður með 22 stig og 10 fráköst. „Við spiluðum jafnt og þétt yfir allan leikinn en mér finnst við eiga meira inni. Það er líka eins gott enda er bara október. Við erum með stóran og flottan hóp og það er mikil samkeppni á æfingum. Við erum á réttri leið. Við höfum ekki enn átt einhvern stjörnuleik þar sem við spilum 40 mínútum af góðum körfubolta,“ segir Helena sem bendir á að liðið sé tiltölulega nýtt að vissu leyti. „Ég vissi alltaf að það tæki okkur tím að spila okkur saman. Við erum að spila nýjan sóknarleik sem tekur tím að læra en við erum alltaf að bæta okkur með hverjum leiknum. Við fórum til Danmerkur á dögunum sem ég tel að gaf okkur mikið. Við erum eins og nýtt lið þó við þekkjumst allar frá því í gamla daga,“ segir Helena sem hefur áður þjálfað sumar af stelpunum í liðinu. „Ég þjálfaði þær þegar þær voru bara lillur. Ég var orðin aðstoðarþjálfari í yngri flokkum þegar ég var tólf ára og var að þjálfa þar til ég fór út. Þó Auður Rafns sé bara fjórum árum yngri en ég þjálfaði ég hana áður,“ segir Helena.Allt gott nema veðrið Þessi besta körfuboltakona þjóðarinnar sinnir nú nýju hlutverki, en samhliða því að spila er hún í þriggja manna þjálfarateymi liðsins. Það hefur ekki áhrif á spilamennsku hennar, segir Helena. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Í leikjunum stjórna Andri og Ingvar meira en ég sé kannski hluti inn á vellinum sem er erfiðara að sjá frá hliðarlínunni. En svo hef ég mjög gaman að því að skipuleggja æfingar. Ég hef líka alltaf verið í leiðtogahlutverki og talað mikið. Þetta mun bara hafa góð áhrif á mig,“ segir Helena sem fagnar því að mestu leyti að vera komin heim aftur. „Það er alveg æðislegt að vera heima. Ég finn fyrir því mest núna því síðustu tvær vikur hefðu vanalega verið fyrstu vikurnar úti. Fyrir utan veðrið er þetta alveg frábær en ég venst því alveg eins og áður en ég fór. Ég er bara alveg ótrúlega sátt,“ segir Helena Sverrisdóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
„Ég hafði á tilfinningunni allan tímann að við vorum með þetta,“ segir Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka í Dominos-deild kvenna í körfubolta, við Fréttablaðið um sigurinn á Keflavík, 70-47, í úrslitaleik Lengjubikarsins sem fram fór í Iðu á Selfossi um helgina. Þetta er fyrsti titilinn sem Helena vinnur eftir að hún kom heim úr átta ára háskóladvöl og atvinnumennsku og margir telja að hann verði ekki sá síðasti. Helena var best á vellinum eins og svo oft áður með 22 stig og 10 fráköst. „Við spiluðum jafnt og þétt yfir allan leikinn en mér finnst við eiga meira inni. Það er líka eins gott enda er bara október. Við erum með stóran og flottan hóp og það er mikil samkeppni á æfingum. Við erum á réttri leið. Við höfum ekki enn átt einhvern stjörnuleik þar sem við spilum 40 mínútum af góðum körfubolta,“ segir Helena sem bendir á að liðið sé tiltölulega nýtt að vissu leyti. „Ég vissi alltaf að það tæki okkur tím að spila okkur saman. Við erum að spila nýjan sóknarleik sem tekur tím að læra en við erum alltaf að bæta okkur með hverjum leiknum. Við fórum til Danmerkur á dögunum sem ég tel að gaf okkur mikið. Við erum eins og nýtt lið þó við þekkjumst allar frá því í gamla daga,“ segir Helena sem hefur áður þjálfað sumar af stelpunum í liðinu. „Ég þjálfaði þær þegar þær voru bara lillur. Ég var orðin aðstoðarþjálfari í yngri flokkum þegar ég var tólf ára og var að þjálfa þar til ég fór út. Þó Auður Rafns sé bara fjórum árum yngri en ég þjálfaði ég hana áður,“ segir Helena.Allt gott nema veðrið Þessi besta körfuboltakona þjóðarinnar sinnir nú nýju hlutverki, en samhliða því að spila er hún í þriggja manna þjálfarateymi liðsins. Það hefur ekki áhrif á spilamennsku hennar, segir Helena. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Í leikjunum stjórna Andri og Ingvar meira en ég sé kannski hluti inn á vellinum sem er erfiðara að sjá frá hliðarlínunni. En svo hef ég mjög gaman að því að skipuleggja æfingar. Ég hef líka alltaf verið í leiðtogahlutverki og talað mikið. Þetta mun bara hafa góð áhrif á mig,“ segir Helena sem fagnar því að mestu leyti að vera komin heim aftur. „Það er alveg æðislegt að vera heima. Ég finn fyrir því mest núna því síðustu tvær vikur hefðu vanalega verið fyrstu vikurnar úti. Fyrir utan veðrið er þetta alveg frábær en ég venst því alveg eins og áður en ég fór. Ég er bara alveg ótrúlega sátt,“ segir Helena Sverrisdóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira