Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2015 13:11 Frá söngleik um Latabæ sem sýndur var í fyrra. Vísir/Andri Latibær hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna sem besta barnaefnið fyrir börn á leikskólaaldri. Áður hafa þættirnir verið tilnefndir til verðlauna fyrir leik, leikstjórn og tónlist, en ekki unnið. Þættirnir unnu þó BAFTA verðlaun árið 2006. Magnús Scheving segir frábært að fá viðurkenningu sem þessa. Verðlaunin verða afhent þann fimmta apríl á næsta ári. „Það sýnir að við getum keppt meðal þeirra bestu. Þetta er risastórt, eins og óskarinn í kvikmyndum,“ segir Magnús í samtali við Vísi.. „Það er ekki oft sem maður fær Emmy tilnefningu. Þetta gerist ekki stærra, nema við vinnum. Fyrir hönd allra þeirra sem vinna að Latabæ, brosi ég út að eyrum.“ Tilnefningarnar voru tilkynntar í morgun, en hægt að skoða þær nánar hér á vef Emmy verðlaunahátíðarinnar. Þættirnir hafa nú verið í sýningu í rúm tuttugu ár og eru sýndir í 172 löndum og þýddir á rúmlega 30 tungumálum. Magnús segir þetta til marks um það að nýjar og nýjar kynslóðir fylgist með Latabæ. „Nýjasta serían, sem er tekin upp á Íslandi, er það flottasta sem við höfum gert. Við erum rosalega ánægð með þetta.“ Latibær er nú í eigu Turner Broadcasting System, sem rekur stórar sjónvarpsstöðvar eins og CNN og Cartoon Network. Magnús segir að í ljós hafi komið að Latibær væri með mestu aðsóknina á netveitu þeirra. Þeir báðu Magnús um að koma til Bandaríkjanna og aðstoða þá við framleiðsluna, sem hann segir að hafi komið á óvart. „Þessi tilnefning er fyrst og fremst heiður fyrir alla sem unnu að þessu. Þetta er gríðarleg viðurkenning og ég gæti ekki verið ánægðari með þetta.“ Bíó og sjónvarp Emmy Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Latibær hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna sem besta barnaefnið fyrir börn á leikskólaaldri. Áður hafa þættirnir verið tilnefndir til verðlauna fyrir leik, leikstjórn og tónlist, en ekki unnið. Þættirnir unnu þó BAFTA verðlaun árið 2006. Magnús Scheving segir frábært að fá viðurkenningu sem þessa. Verðlaunin verða afhent þann fimmta apríl á næsta ári. „Það sýnir að við getum keppt meðal þeirra bestu. Þetta er risastórt, eins og óskarinn í kvikmyndum,“ segir Magnús í samtali við Vísi.. „Það er ekki oft sem maður fær Emmy tilnefningu. Þetta gerist ekki stærra, nema við vinnum. Fyrir hönd allra þeirra sem vinna að Latabæ, brosi ég út að eyrum.“ Tilnefningarnar voru tilkynntar í morgun, en hægt að skoða þær nánar hér á vef Emmy verðlaunahátíðarinnar. Þættirnir hafa nú verið í sýningu í rúm tuttugu ár og eru sýndir í 172 löndum og þýddir á rúmlega 30 tungumálum. Magnús segir þetta til marks um það að nýjar og nýjar kynslóðir fylgist með Latabæ. „Nýjasta serían, sem er tekin upp á Íslandi, er það flottasta sem við höfum gert. Við erum rosalega ánægð með þetta.“ Latibær er nú í eigu Turner Broadcasting System, sem rekur stórar sjónvarpsstöðvar eins og CNN og Cartoon Network. Magnús segir að í ljós hafi komið að Latibær væri með mestu aðsóknina á netveitu þeirra. Þeir báðu Magnús um að koma til Bandaríkjanna og aðstoða þá við framleiðsluna, sem hann segir að hafi komið á óvart. „Þessi tilnefning er fyrst og fremst heiður fyrir alla sem unnu að þessu. Þetta er gríðarleg viðurkenning og ég gæti ekki verið ánægðari með þetta.“
Bíó og sjónvarp Emmy Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira