Latibær tilnefndur til Emmy verðlauna Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2015 13:11 Frá söngleik um Latabæ sem sýndur var í fyrra. Vísir/Andri Latibær hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna sem besta barnaefnið fyrir börn á leikskólaaldri. Áður hafa þættirnir verið tilnefndir til verðlauna fyrir leik, leikstjórn og tónlist, en ekki unnið. Þættirnir unnu þó BAFTA verðlaun árið 2006. Magnús Scheving segir frábært að fá viðurkenningu sem þessa. Verðlaunin verða afhent þann fimmta apríl á næsta ári. „Það sýnir að við getum keppt meðal þeirra bestu. Þetta er risastórt, eins og óskarinn í kvikmyndum,“ segir Magnús í samtali við Vísi.. „Það er ekki oft sem maður fær Emmy tilnefningu. Þetta gerist ekki stærra, nema við vinnum. Fyrir hönd allra þeirra sem vinna að Latabæ, brosi ég út að eyrum.“ Tilnefningarnar voru tilkynntar í morgun, en hægt að skoða þær nánar hér á vef Emmy verðlaunahátíðarinnar. Þættirnir hafa nú verið í sýningu í rúm tuttugu ár og eru sýndir í 172 löndum og þýddir á rúmlega 30 tungumálum. Magnús segir þetta til marks um það að nýjar og nýjar kynslóðir fylgist með Latabæ. „Nýjasta serían, sem er tekin upp á Íslandi, er það flottasta sem við höfum gert. Við erum rosalega ánægð með þetta.“ Latibær er nú í eigu Turner Broadcasting System, sem rekur stórar sjónvarpsstöðvar eins og CNN og Cartoon Network. Magnús segir að í ljós hafi komið að Latibær væri með mestu aðsóknina á netveitu þeirra. Þeir báðu Magnús um að koma til Bandaríkjanna og aðstoða þá við framleiðsluna, sem hann segir að hafi komið á óvart. „Þessi tilnefning er fyrst og fremst heiður fyrir alla sem unnu að þessu. Þetta er gríðarleg viðurkenning og ég gæti ekki verið ánægðari með þetta.“ Bíó og sjónvarp Emmy Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Latibær hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna sem besta barnaefnið fyrir börn á leikskólaaldri. Áður hafa þættirnir verið tilnefndir til verðlauna fyrir leik, leikstjórn og tónlist, en ekki unnið. Þættirnir unnu þó BAFTA verðlaun árið 2006. Magnús Scheving segir frábært að fá viðurkenningu sem þessa. Verðlaunin verða afhent þann fimmta apríl á næsta ári. „Það sýnir að við getum keppt meðal þeirra bestu. Þetta er risastórt, eins og óskarinn í kvikmyndum,“ segir Magnús í samtali við Vísi.. „Það er ekki oft sem maður fær Emmy tilnefningu. Þetta gerist ekki stærra, nema við vinnum. Fyrir hönd allra þeirra sem vinna að Latabæ, brosi ég út að eyrum.“ Tilnefningarnar voru tilkynntar í morgun, en hægt að skoða þær nánar hér á vef Emmy verðlaunahátíðarinnar. Þættirnir hafa nú verið í sýningu í rúm tuttugu ár og eru sýndir í 172 löndum og þýddir á rúmlega 30 tungumálum. Magnús segir þetta til marks um það að nýjar og nýjar kynslóðir fylgist með Latabæ. „Nýjasta serían, sem er tekin upp á Íslandi, er það flottasta sem við höfum gert. Við erum rosalega ánægð með þetta.“ Latibær er nú í eigu Turner Broadcasting System, sem rekur stórar sjónvarpsstöðvar eins og CNN og Cartoon Network. Magnús segir að í ljós hafi komið að Latibær væri með mestu aðsóknina á netveitu þeirra. Þeir báðu Magnús um að koma til Bandaríkjanna og aðstoða þá við framleiðsluna, sem hann segir að hafi komið á óvart. „Þessi tilnefning er fyrst og fremst heiður fyrir alla sem unnu að þessu. Þetta er gríðarleg viðurkenning og ég gæti ekki verið ánægðari með þetta.“
Bíó og sjónvarp Emmy Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira