Þrjár konur til viðbótar saka Cosby um kynferðisofbeldi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. október 2015 08:30 Bill Cosby var vinsæll grínleikari hér á árum áður. Þrjár konur til viðbótar stigu fram í dag og ásökuðu Bill Cosby um kynferðislegt áreiti. Konurnar höfðu þagað yfir áreitninni í fjölda ára en ákváðu að stíga fram eftir að þær lásu sögur hinna kvennanna sem þegar hafa ásakað grínleikarann um að hafa misnotað sér aðstöðu sína og brotið á konunum. Ein kvennanna þriggja sem stigu fram í dag var þjónustustúlka á jassklúbbi á Redondo strönd í Kaliforníu á áttunda áratugnum. Hún hefur sakað Cosby um að hafa stolið nærbuxum sínum eftir að hafa byrlað henni lyf og brotið á henni í bílnum hennar þegar hún var meðvitundarlaus. Önnur kvennanna þriggja er fyrrum fyrirsæta og leikkona sem lék aukahlutverk í „The Cosby Show“. Hún segir Cosby hafa sagt við hana að hún skyldi sofa hjá honum ellegar ætti hún aldrei færi á því að koma sér á framfæri í skemmtanabransanum. „Eftir að hafa lifað með þessum skammarlegu minningum í þögn í 35 ár fann ég loksins styrk í öllum hinum konunum sem hafa nýlega sagt sögur sínar,“ sagði Sharon Van Ert, fyrrum þjónustustúlkan á jassklúbbinum. Yfir fjörtíu konur hafa stigið fram og sakað Cosby um að hafa brotið á sér kynferðislega á síðastliðnum fjörtíu árum. Hann hefur þó aldrei verið kærður formlega og hefur alfarið neitað ásökununum. CNN greinir frá. Mál Bill Cosby Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Cosby viðurkenndi brot fyrir áratug Bill Cosby viðurkenndi í lokuðum vitnisburði hjá lögreglu að hafa greitt konum sem hann átti kynlíf með til að greina ekki frá því. 19. júlí 2015 09:57 Disney fjarlægir styttu af Cosby Meint fórnarlamb Cosby fer fram á að allur vitnisburður hans verði gerður opinber. 9. júlí 2015 10:42 Dickinson ætlar að falla frá stefnunni ef Cosby biðst afsökunar Vill að hann viðurkenni verknaðinn. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
Þrjár konur til viðbótar stigu fram í dag og ásökuðu Bill Cosby um kynferðislegt áreiti. Konurnar höfðu þagað yfir áreitninni í fjölda ára en ákváðu að stíga fram eftir að þær lásu sögur hinna kvennanna sem þegar hafa ásakað grínleikarann um að hafa misnotað sér aðstöðu sína og brotið á konunum. Ein kvennanna þriggja sem stigu fram í dag var þjónustustúlka á jassklúbbi á Redondo strönd í Kaliforníu á áttunda áratugnum. Hún hefur sakað Cosby um að hafa stolið nærbuxum sínum eftir að hafa byrlað henni lyf og brotið á henni í bílnum hennar þegar hún var meðvitundarlaus. Önnur kvennanna þriggja er fyrrum fyrirsæta og leikkona sem lék aukahlutverk í „The Cosby Show“. Hún segir Cosby hafa sagt við hana að hún skyldi sofa hjá honum ellegar ætti hún aldrei færi á því að koma sér á framfæri í skemmtanabransanum. „Eftir að hafa lifað með þessum skammarlegu minningum í þögn í 35 ár fann ég loksins styrk í öllum hinum konunum sem hafa nýlega sagt sögur sínar,“ sagði Sharon Van Ert, fyrrum þjónustustúlkan á jassklúbbinum. Yfir fjörtíu konur hafa stigið fram og sakað Cosby um að hafa brotið á sér kynferðislega á síðastliðnum fjörtíu árum. Hann hefur þó aldrei verið kærður formlega og hefur alfarið neitað ásökununum. CNN greinir frá.
Mál Bill Cosby Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Cosby viðurkenndi brot fyrir áratug Bill Cosby viðurkenndi í lokuðum vitnisburði hjá lögreglu að hafa greitt konum sem hann átti kynlíf með til að greina ekki frá því. 19. júlí 2015 09:57 Disney fjarlægir styttu af Cosby Meint fórnarlamb Cosby fer fram á að allur vitnisburður hans verði gerður opinber. 9. júlí 2015 10:42 Dickinson ætlar að falla frá stefnunni ef Cosby biðst afsökunar Vill að hann viðurkenni verknaðinn. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
Cosby viðurkenndi brot fyrir áratug Bill Cosby viðurkenndi í lokuðum vitnisburði hjá lögreglu að hafa greitt konum sem hann átti kynlíf með til að greina ekki frá því. 19. júlí 2015 09:57
Disney fjarlægir styttu af Cosby Meint fórnarlamb Cosby fer fram á að allur vitnisburður hans verði gerður opinber. 9. júlí 2015 10:42
Dickinson ætlar að falla frá stefnunni ef Cosby biðst afsökunar Vill að hann viðurkenni verknaðinn. 9. júlí 2015 10:30