Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands.
Lögreglulmenn og landamæraverðir sinna eftirlitinu til helminga, en landamæraverðir eru í verkfalli. Tafir í gær voru frá hálftíma upp í klukkustund og verða að líkindum lengri í dag, en flugvélarnar bíða eftir fólki, sem komið er í biðraðirnar.
Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð
Gissur Sigurðsson skrifar
