Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2025 11:02 Jóhann Hjalti er þungt hugsi yfir nýrri samgönguáætlun sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti í gær. Vísir Jóhann Hjalti Þorsteinsson, varamaður í sveitastjórn Múlaþings og íbúi á Egilsstöðum, segir tíma til kominn að hætta að velta lokunardögum á Fjarðarheiði fyrir sér. Banaslys á heiðinni í gær hafi orðið á degi þar sem heiðin var opin. Tilefni skrifa Jóhanns Hjalta er nýkynnt samgönguáætlun þar sem Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sett á ís og Fljótagöng milli Fljóta og Siglufjarðar komin í fyrsta forgang. Óhætt er að segja að sjóði á Seyðfirðingum sem telja sig svikna. Fjarðargöng, tvenn göng á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar eru komin ofar á listann. Sveitarstjóri Múlaþings lýsti yfir miklum vonbrigðum með áætlunina í gær. Forseti sveitarstjórnar sagði um augljóst kjördæmapot að ræða þar sem þrjú af fjórum göngum í forgangi væru í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra. Jóhann Hjalti segir ljóst að loforð stjórnmálamanna séu ekki lengur pappírsins virði. Fjarðarheiðargöng höfðu undanfarin ár verið efst á lista samgönguáætlunar. Innviðaráðherra tilkynnti í gær að þau væru ekki arðbær, öryggismál væru helsti útgangspunktur og forsætisráðherra sagði ekki verið að hygla neinum með breytingum heldur væri málið unnið faglega. „Allt tal um hringtengingu á Austurlandi án gangna milli Héraðs og Fjarða er innantómt þvaður. Það er ástæða fyrir því að margir veigra sér við því að fara um Fjarðarheiði og Fagradal um vetur. Slys eins og það sem varð í dag er það sem fólk óttast. Margir sleppa því að fara yfir ef það er ekki nauðsynlegt og ef færðin er minna en fullkomin,“ segir Jóhann Hjalti í færslu á Facebook. Reglulega er horft til lokunardaga á heiðinni í umræðu um nauðsyn ganga. Hann bendir á að ekki hafi verið ófært um Fjarðarheiði í gær. „Ég vil að hætt sé að horfa eingöngu á lokunardaga, sú tölfræði segir ekki alla söguna. Lokanir eru slæmar en þæfingur og skafrenningur eða hálka eru líka tóm leiðindi og skapa hættu fyrir fólk með litla reynslu af vetrarfærð.“ Falleg heiði en hættuleg Það sé vissulega fallegt á Fjarðarheiði í fallegu veðri en þar geti líka snjóað þannig að vegur lokist í öllum mánuðum ársins. Fólk sem geri lítið úr hættunni á Fjarðarheiði þurfi ekki að treysta á að ferðast þar um. Mynd úr safni frá snjómokstri á Fjarðarheiði. „Þrjár ungar konur sem eru sveitarstjórnarfulltrúar og búsettar á Seyðisfirði eignuðust allar börn á kjörtímabilinu. Ein varð veðurteppt í heimabyggð þannig að ræsa þurfti út ljósmóður sem sest var í helgan stein og önnur var flutt með sjúkrabíl yfir heiðina en komst ekki lengra en inn í bílskýli HSA á Egilsstöðum þar sem barnið kom í heiminn. Við getum ekki treyst á spítalann í Norðfirði þar sem of fáir vinna þar. Stundum er ekki svæfingarlæknir eða skurðlæknir á staðnum,“ segir Jóhann Hjalti. Seyðfirðingar sæki ekki þjónustu í Fjarðabyggð. Þeir fari upp í Fljótsdalshérað eða út fyrir fjórðunginn. Hugurinn hjá aðstandendum hins látna „Sem íbúi á Héraði þá veit ég vel hvað Seyðisfjörður hefur upp á að bjóða en ég hef oft þurft að sleppa því vegna færðar á heiðinni,“ segir Jóhann Hjalti. Hann nefnir banaslysið sem varð á heiðinni í gær þar sem tveir bílar skullu saman. Íslendingar voru í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum. Einn lést. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og skoðunar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Hugur minn er með aðstandendum hins látna, þeim sem lentu í þessu slysi, komu að því og viðbragðsaðilum sem komu á staðinn. Hugur minn er með Seyðfirðingum öllum. Þeir hafa þurft að þola nóg.“ Múlaþing Samgönguslys Samgöngur Samgönguáætlun Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Tilefni skrifa Jóhanns Hjalta er nýkynnt samgönguáætlun þar sem Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sett á ís og Fljótagöng milli Fljóta og Siglufjarðar komin í fyrsta forgang. Óhætt er að segja að sjóði á Seyðfirðingum sem telja sig svikna. Fjarðargöng, tvenn göng á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar eru komin ofar á listann. Sveitarstjóri Múlaþings lýsti yfir miklum vonbrigðum með áætlunina í gær. Forseti sveitarstjórnar sagði um augljóst kjördæmapot að ræða þar sem þrjú af fjórum göngum í forgangi væru í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra. Jóhann Hjalti segir ljóst að loforð stjórnmálamanna séu ekki lengur pappírsins virði. Fjarðarheiðargöng höfðu undanfarin ár verið efst á lista samgönguáætlunar. Innviðaráðherra tilkynnti í gær að þau væru ekki arðbær, öryggismál væru helsti útgangspunktur og forsætisráðherra sagði ekki verið að hygla neinum með breytingum heldur væri málið unnið faglega. „Allt tal um hringtengingu á Austurlandi án gangna milli Héraðs og Fjarða er innantómt þvaður. Það er ástæða fyrir því að margir veigra sér við því að fara um Fjarðarheiði og Fagradal um vetur. Slys eins og það sem varð í dag er það sem fólk óttast. Margir sleppa því að fara yfir ef það er ekki nauðsynlegt og ef færðin er minna en fullkomin,“ segir Jóhann Hjalti í færslu á Facebook. Reglulega er horft til lokunardaga á heiðinni í umræðu um nauðsyn ganga. Hann bendir á að ekki hafi verið ófært um Fjarðarheiði í gær. „Ég vil að hætt sé að horfa eingöngu á lokunardaga, sú tölfræði segir ekki alla söguna. Lokanir eru slæmar en þæfingur og skafrenningur eða hálka eru líka tóm leiðindi og skapa hættu fyrir fólk með litla reynslu af vetrarfærð.“ Falleg heiði en hættuleg Það sé vissulega fallegt á Fjarðarheiði í fallegu veðri en þar geti líka snjóað þannig að vegur lokist í öllum mánuðum ársins. Fólk sem geri lítið úr hættunni á Fjarðarheiði þurfi ekki að treysta á að ferðast þar um. Mynd úr safni frá snjómokstri á Fjarðarheiði. „Þrjár ungar konur sem eru sveitarstjórnarfulltrúar og búsettar á Seyðisfirði eignuðust allar börn á kjörtímabilinu. Ein varð veðurteppt í heimabyggð þannig að ræsa þurfti út ljósmóður sem sest var í helgan stein og önnur var flutt með sjúkrabíl yfir heiðina en komst ekki lengra en inn í bílskýli HSA á Egilsstöðum þar sem barnið kom í heiminn. Við getum ekki treyst á spítalann í Norðfirði þar sem of fáir vinna þar. Stundum er ekki svæfingarlæknir eða skurðlæknir á staðnum,“ segir Jóhann Hjalti. Seyðfirðingar sæki ekki þjónustu í Fjarðabyggð. Þeir fari upp í Fljótsdalshérað eða út fyrir fjórðunginn. Hugurinn hjá aðstandendum hins látna „Sem íbúi á Héraði þá veit ég vel hvað Seyðisfjörður hefur upp á að bjóða en ég hef oft þurft að sleppa því vegna færðar á heiðinni,“ segir Jóhann Hjalti. Hann nefnir banaslysið sem varð á heiðinni í gær þar sem tveir bílar skullu saman. Íslendingar voru í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum. Einn lést. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og skoðunar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Hugur minn er með aðstandendum hins látna, þeim sem lentu í þessu slysi, komu að því og viðbragðsaðilum sem komu á staðinn. Hugur minn er með Seyðfirðingum öllum. Þeir hafa þurft að þola nóg.“
Múlaþing Samgönguslys Samgöngur Samgönguáætlun Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira