Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 09:57 Ársæll hefur verið skólastjóri í Borgarholtsskóla frá árinu 2016. Vísir Fulltrúar úr fráfarandi skólanefnd Borgarholtskóla skora á mennta- og barnamálaráðherra að falla frá ákvörðun sinni um að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar skólameistara skólans. Fulltrúar sem setið hafa í skólanefndinni telja ákvörðun ráðherra órökstudda og án aðdraganda auk þess sem þau gruni að með ákvörðun sinni sé ráðherra að refsa Ársæli fyrir gagnrýni sem hann hafi haldið á lofti um áform stjórnvalda um málefni framhaldsskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum fulltrúum sem voru í skólanefnd Borgarholtsskóla. Yfirlýsingin er viðbragð við ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, um að auglýsa stöðu skólameistara í Borgó og framlengja ekki skipun Ársæls. „Undirrituð störfuðu með Ársæli Guðmundssyni skólameistara í skólanefnd Borgarholtsskóla síðastliðin fjögur ár. Það fer ekki fram hjá neinum að þar er á ferðinni mikill skólamaður og baráttumaður fyrir íslenskt menntakerfi. Ársæll hefur unnið á vettvangi menntamála í hartnær 40 ár og víða lagt hönd á plóg. Ákvörðun ráðherra kemur okkur í opna skjöldu, ákvörðun sem tekin er án aðdraganda og án þess að röksemdir fylgi ákvörðuninni. Ráðherra ætlar að auglýsa embættið og neitarþar með að framlengja starfssamning Ársæls, þvert á það sem hefur viðgengist á þessum vettvangi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Undir hana rita Fanný Gunnarsdóttir fv. formaður skólanefndar, Grétar Halldór Gunnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans eru þau fjögur af fimm fulltrúum í skólanefnd. Þau telji einnig að stjórnendur skólans hafi leyst vel úr fjölmörgum áskorunum sem þurft hafi að leysa, til að mynda við móttöku hóps nemenda með fjölþættan vanda þrátt fyrir skort á fjármögnun. Þá hafi verið sett á laggirnar ný deild í pípulögnum þrátt fyrir skort á húsnæði og stjórnendur almennt sinnt hlutverki sínu af prýði. „Því miður læðist að okkur sá grunur að skelegg afstaða Ársæls í haust þegar hann gagnrýndi opinberlega hugmyndir ráðherra sem boðaði verulegar breytingar á stjórnun og skipulagi framhaldsskólanna hafi haft áhrif eða ráðið þessari ákvörðun. Getur það verið að skólameistara sé refsað fyrir það að hafa aðra sýn en ráðherra, sýn sem byggir á áratugalangri reynslu af rekstri framhaldsskóla? Ef svo er – þá er það hættuleg þróun. Aðrir skólameistarar hljóta að staldra við og hugsa sinn gang,“ segir í yfirlýsingunni. „Að lokum hvetjum við ráðherra til að endurmeta ákvörðun sína, íslenskt menntakerfi hefur ekki efni á að missa af vettvangi skólamann eins og Ársæl Guðmundsson.“ Framhaldsskólar Stjórnsýsla Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Reykjavík Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum fulltrúum sem voru í skólanefnd Borgarholtsskóla. Yfirlýsingin er viðbragð við ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, um að auglýsa stöðu skólameistara í Borgó og framlengja ekki skipun Ársæls. „Undirrituð störfuðu með Ársæli Guðmundssyni skólameistara í skólanefnd Borgarholtsskóla síðastliðin fjögur ár. Það fer ekki fram hjá neinum að þar er á ferðinni mikill skólamaður og baráttumaður fyrir íslenskt menntakerfi. Ársæll hefur unnið á vettvangi menntamála í hartnær 40 ár og víða lagt hönd á plóg. Ákvörðun ráðherra kemur okkur í opna skjöldu, ákvörðun sem tekin er án aðdraganda og án þess að röksemdir fylgi ákvörðuninni. Ráðherra ætlar að auglýsa embættið og neitarþar með að framlengja starfssamning Ársæls, þvert á það sem hefur viðgengist á þessum vettvangi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Undir hana rita Fanný Gunnarsdóttir fv. formaður skólanefndar, Grétar Halldór Gunnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans eru þau fjögur af fimm fulltrúum í skólanefnd. Þau telji einnig að stjórnendur skólans hafi leyst vel úr fjölmörgum áskorunum sem þurft hafi að leysa, til að mynda við móttöku hóps nemenda með fjölþættan vanda þrátt fyrir skort á fjármögnun. Þá hafi verið sett á laggirnar ný deild í pípulögnum þrátt fyrir skort á húsnæði og stjórnendur almennt sinnt hlutverki sínu af prýði. „Því miður læðist að okkur sá grunur að skelegg afstaða Ársæls í haust þegar hann gagnrýndi opinberlega hugmyndir ráðherra sem boðaði verulegar breytingar á stjórnun og skipulagi framhaldsskólanna hafi haft áhrif eða ráðið þessari ákvörðun. Getur það verið að skólameistara sé refsað fyrir það að hafa aðra sýn en ráðherra, sýn sem byggir á áratugalangri reynslu af rekstri framhaldsskóla? Ef svo er – þá er það hættuleg þróun. Aðrir skólameistarar hljóta að staldra við og hugsa sinn gang,“ segir í yfirlýsingunni. „Að lokum hvetjum við ráðherra til að endurmeta ákvörðun sína, íslenskt menntakerfi hefur ekki efni á að missa af vettvangi skólamann eins og Ársæl Guðmundsson.“
Framhaldsskólar Stjórnsýsla Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Reykjavík Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira