Haukur Helgi skrifaði undir hjá Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 15:00 Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Valtýr Björn Haukur Helgi Pálsson, einn besti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket í Berlín 2015 mun spila í Domino´s deild karla í vetur. Haukur Helgi skrifaði undir samning út tímabilið við Njarðvík á blaðamannafundi í Ljónagryfjunni í dag. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Friðrik Inga Rúnarsson og lærisveina hans í Njarðvík sem eru enn að glíma við áfallið að missa Bandaríkjamanninn Stefan Bonneau út með slitna hásin. Hann verður annar Eurobasket-leikmaður Njarðvíkurliðsins því fyrir er fyrirliðinn Logi Gunnarsson.Vísis sagði fyrst frá því að Haukur væri á leiðinni til Njarðvíkur á mánudagskvöldið en þjálfari Njarðvíkur staðfesti þá að félagið væri viðræðum við leikmanninn sem er nú genginn til liðs við liðið. Haukur átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu þar sem hann skoraði 12,8 stig í leik og var með fjórðu bestu þriggja stiga skotnýtinguna á mótinu (56 prósent). Haukur hefur spilað 40 landsleiki og skorað í þeim 457 stig eða 11,4 stig að meðaltali í leik. Haukur Helgi kemur til Njarðvíkur frá Mitteldeutscher BC í þýsku 1. deildinni þar sem hann fékk sex vikna samning eftir Evrópumótið. Haukur var með 7,4 stig og 2,8 fráköst að meðaltali á 19,3 mínútum í leik. Þessi öflugi framherji spilaði á síðustu leiktíð með LF Basket í Svíþjóð undir stjórn Peters Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfara, en hann hefur einnig spilað með hinum sterka Maryland-háskóla og á Spáni. Haukur spilaði á Spáni með Basquet Manresa í A-deildinni og með CB Breogan í B-deildinni auk þess að reyna fyrir sér síðast vor hjá A-deildarliðinu Laboral Kutxa. Haukur Helgi Pálsson er 23 ára framherji og uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi þar sem hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki tímabilið 2007-08 þá aðeins fimmtán ára gamall. Haukur hefur ekki spilað á Íslandi síðan að hann lék með Fjölni í 1. deildinni veturinn 2008-09 en hann hjálpaði Grafarvogsliðinu að vinna sér sæti á ný í deild þeirra bestu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, einn besti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket í Berlín 2015 mun spila í Domino´s deild karla í vetur. Haukur Helgi skrifaði undir samning út tímabilið við Njarðvík á blaðamannafundi í Ljónagryfjunni í dag. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Friðrik Inga Rúnarsson og lærisveina hans í Njarðvík sem eru enn að glíma við áfallið að missa Bandaríkjamanninn Stefan Bonneau út með slitna hásin. Hann verður annar Eurobasket-leikmaður Njarðvíkurliðsins því fyrir er fyrirliðinn Logi Gunnarsson.Vísis sagði fyrst frá því að Haukur væri á leiðinni til Njarðvíkur á mánudagskvöldið en þjálfari Njarðvíkur staðfesti þá að félagið væri viðræðum við leikmanninn sem er nú genginn til liðs við liðið. Haukur átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu þar sem hann skoraði 12,8 stig í leik og var með fjórðu bestu þriggja stiga skotnýtinguna á mótinu (56 prósent). Haukur hefur spilað 40 landsleiki og skorað í þeim 457 stig eða 11,4 stig að meðaltali í leik. Haukur Helgi kemur til Njarðvíkur frá Mitteldeutscher BC í þýsku 1. deildinni þar sem hann fékk sex vikna samning eftir Evrópumótið. Haukur var með 7,4 stig og 2,8 fráköst að meðaltali á 19,3 mínútum í leik. Þessi öflugi framherji spilaði á síðustu leiktíð með LF Basket í Svíþjóð undir stjórn Peters Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfara, en hann hefur einnig spilað með hinum sterka Maryland-háskóla og á Spáni. Haukur spilaði á Spáni með Basquet Manresa í A-deildinni og með CB Breogan í B-deildinni auk þess að reyna fyrir sér síðast vor hjá A-deildarliðinu Laboral Kutxa. Haukur Helgi Pálsson er 23 ára framherji og uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi þar sem hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki tímabilið 2007-08 þá aðeins fimmtán ára gamall. Haukur hefur ekki spilað á Íslandi síðan að hann lék með Fjölni í 1. deildinni veturinn 2008-09 en hann hjálpaði Grafarvogsliðinu að vinna sér sæti á ný í deild þeirra bestu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19
Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33