Notaði Guardiola leikkerfið 2-3-5 í gær? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 16:00 Pep Guardiola. Vísir/Getty Pep Guardiola stýrði Bayern München til sigurs á Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni í gær en liðið hefur unnið tólf af þrettán bikarleikjum undir stjórn Spánverjans. Pep Guardiola gerði frábæra hluti sem þjálfari Barcelona og þá var hann oft óhræddur við að prófa nýjungar eins og að spila með svokallaða "falska" níu (Lionel Messi) og færa miðjumanninn Javier Mascherano niður í vörnina til að stýra spilinu. Báðar þessar breytingar heppnuðust vel hjá Barcelona og Guardiola er ekkert hættur að breyta hinum klassísku uppskriftum af leikskipulagi til að ná sem mestu út úr sínum leikmannahópi. Knattspyrnufræðingar líta margir svo á að hann hafi þannig stillt upp í leikkerfið 2-3-5 í upphafi leiks í gær og með því komið leikmönnum VfL Wolfsburg í opna skjöldu. Bæjarar skoruðu allaveg þrjú mörk á fyrstu 34 mínútum leiksins, Thomas Müller skoraði tvö þeirra eftir undirbúning David Alaba og hinn stórskemmtilegri Douglas Costa kom Bayern-liðinu á bragðið. Leikkerfið var sett fram sem 4-1-4-1 með Robert Lewandowski sem einan frammi en sumir sáu þetta þannig að Lewandowski hafi verið í raun einn af fimm framlínumönnum liðsins ásamt þeim Douglas Costa, Kingsley Coman, David Alaba og Thomas Müller. Javi Martínez og Jérome Boateng voru eini í öftustu línu og fyrir framan þá á miðjunni voru síðan þeir Thiago, Xabi Alonso og fyrirliðinn Philipp Lahm. Auðvitað er líka hægt að líta svo á að hér hafi verið leikkerfið 2-5-3 en það er ekki eins skemmtileg pæling. Bayern München hefur unnið fyrstu tíu leiki sína í þýsku deildinni og virðist vera með algjört yfirburðarlið. Það er því ekkert skrýtið að Pep Guardiola reyni eitthvað nýtt og skemmtilegt til að halda smá spennu í þessu.Guardiola's 2-3-5 tactics against Wolfsburg #Pep pic.twitter.com/10CSUVBVh8— The Pep (@GuardiolaTweets) October 28, 2015 bayern - porto : jeu de position Bayern from Premiere Touche on Vimeo. Feel free to call it 2-3-5. #Pep #Style #BackToTheBeginnings pic.twitter.com/5SixNrU0Pn— István Beregi (@szteveo) October 3, 2014 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Pep Guardiola stýrði Bayern München til sigurs á Wolfsburg í þýsku bikarkeppninni í gær en liðið hefur unnið tólf af þrettán bikarleikjum undir stjórn Spánverjans. Pep Guardiola gerði frábæra hluti sem þjálfari Barcelona og þá var hann oft óhræddur við að prófa nýjungar eins og að spila með svokallaða "falska" níu (Lionel Messi) og færa miðjumanninn Javier Mascherano niður í vörnina til að stýra spilinu. Báðar þessar breytingar heppnuðust vel hjá Barcelona og Guardiola er ekkert hættur að breyta hinum klassísku uppskriftum af leikskipulagi til að ná sem mestu út úr sínum leikmannahópi. Knattspyrnufræðingar líta margir svo á að hann hafi þannig stillt upp í leikkerfið 2-3-5 í upphafi leiks í gær og með því komið leikmönnum VfL Wolfsburg í opna skjöldu. Bæjarar skoruðu allaveg þrjú mörk á fyrstu 34 mínútum leiksins, Thomas Müller skoraði tvö þeirra eftir undirbúning David Alaba og hinn stórskemmtilegri Douglas Costa kom Bayern-liðinu á bragðið. Leikkerfið var sett fram sem 4-1-4-1 með Robert Lewandowski sem einan frammi en sumir sáu þetta þannig að Lewandowski hafi verið í raun einn af fimm framlínumönnum liðsins ásamt þeim Douglas Costa, Kingsley Coman, David Alaba og Thomas Müller. Javi Martínez og Jérome Boateng voru eini í öftustu línu og fyrir framan þá á miðjunni voru síðan þeir Thiago, Xabi Alonso og fyrirliðinn Philipp Lahm. Auðvitað er líka hægt að líta svo á að hér hafi verið leikkerfið 2-5-3 en það er ekki eins skemmtileg pæling. Bayern München hefur unnið fyrstu tíu leiki sína í þýsku deildinni og virðist vera með algjört yfirburðarlið. Það er því ekkert skrýtið að Pep Guardiola reyni eitthvað nýtt og skemmtilegt til að halda smá spennu í þessu.Guardiola's 2-3-5 tactics against Wolfsburg #Pep pic.twitter.com/10CSUVBVh8— The Pep (@GuardiolaTweets) October 28, 2015 bayern - porto : jeu de position Bayern from Premiere Touche on Vimeo. Feel free to call it 2-3-5. #Pep #Style #BackToTheBeginnings pic.twitter.com/5SixNrU0Pn— István Beregi (@szteveo) October 3, 2014
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira