Sérþekking í tómarúmi stjórnarmaðurinn skrifar 28. október 2015 07:00 Hlutafjárútboð Símans hefur verið umdeilt. Einkum hefur verið einblínt á þá staðreynd að útboðið fór fram í þremur þrepum, þar sem hópur kringum forstjóra félagsins annars vegar, og vildarviðskiptavinir Arion banka hins vegar, fengu að kaupa á sérkjörum. Ljóst er að fyrrnefndi hópurinn sérstaklega hefur hagnast verulega vegna viðskiptanna. Hópurinn keypti á 2,5 krónur á hlut en gengið í almennu útboði var 3,3 krónur. Gengi Símans stendur þegar þetta er ritað í 3,63 krónum og því ljóst að hópurinn kringum Orra Hauksson hefur þegar hagnast um vel yfir 500 milljónir króna. Í aðsendri grein svarar Halldór Bjarkar Lúðvígsson, hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion, gagnrýnendum útboðsins. Halldór leggur áherslu á þann mikla feng sem það hafi verið fyrir Símann að fá að félaginu hóp alþjóðlegra fjárfesta með reynslu af fjárfestingum og fjarskiptum í fjölda landa. Hópurinn „kæmi því ekki aðeins með fjármagn í félagið heldur einnig dýrmæta reynslu á sviði fjarskipta sem vonandi mun nýtast félaginu og hluthöfum þess til framtíðar“. Þarna er a.m.k. tvennt sem orkar tvímælis. Í fyrsta lagi er það ekki rétt að fjárfestarnir hafi komið með „fjármagn í félagið“. Ekkert fé rann til Símans í þessum viðskiptum, heldur var um kaup á fimm prósenta hlut Arion í félaginu að ræða. Það eru því hluthafar Arion sem tapa á viðskiptunum, frekar en hluthafar Símans. Í öðru lagi er það sú fullyrðing að hópurinn komi með dýrmæta reynslu af fjarskiptum sem nýtast muni félaginu til framtíðar. Arion banki hefur nú upplýst hverjir þessir alþjóðlegu fjárfestar eru sem tóku þátt í að kaupa fimm prósenta hlutinn. Við þá upptalningu kom þó í ljós að stærsta rullu spiluðu alíslenskir fjárfestar sem hingað til hafa fremur getið sér orð í smásölu en fjarskiptum. Þar voru þó nokkur erlend nöfn sem virðast hafa nokkuð víðtæka reynslu af alþjóðlegum fjarskiptageira og þjónustu við slík fyrirtæki. Sérþekking þeirra verður ekki dregin í efa. Arion banki hefur hins vegar ekki upplýst um hversu mikið fé þessir aðilar lögðu til kaupanna, og það sem mikilvægara er, hver aðkoma þeirra að rekstri Símans á nákvæmlega að vera. Það liggur a.m.k. fyrir að enginn þessara manna hefur tekið sæti í stjórn félagsins. Er því ekki eðlilegt að Arion banki og Síminn upplýsi á hvaða vettvangi Síminn fær að njóta sérþekkingar þessara ágætu manna?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Hlutafjárútboð Símans hefur verið umdeilt. Einkum hefur verið einblínt á þá staðreynd að útboðið fór fram í þremur þrepum, þar sem hópur kringum forstjóra félagsins annars vegar, og vildarviðskiptavinir Arion banka hins vegar, fengu að kaupa á sérkjörum. Ljóst er að fyrrnefndi hópurinn sérstaklega hefur hagnast verulega vegna viðskiptanna. Hópurinn keypti á 2,5 krónur á hlut en gengið í almennu útboði var 3,3 krónur. Gengi Símans stendur þegar þetta er ritað í 3,63 krónum og því ljóst að hópurinn kringum Orra Hauksson hefur þegar hagnast um vel yfir 500 milljónir króna. Í aðsendri grein svarar Halldór Bjarkar Lúðvígsson, hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion, gagnrýnendum útboðsins. Halldór leggur áherslu á þann mikla feng sem það hafi verið fyrir Símann að fá að félaginu hóp alþjóðlegra fjárfesta með reynslu af fjárfestingum og fjarskiptum í fjölda landa. Hópurinn „kæmi því ekki aðeins með fjármagn í félagið heldur einnig dýrmæta reynslu á sviði fjarskipta sem vonandi mun nýtast félaginu og hluthöfum þess til framtíðar“. Þarna er a.m.k. tvennt sem orkar tvímælis. Í fyrsta lagi er það ekki rétt að fjárfestarnir hafi komið með „fjármagn í félagið“. Ekkert fé rann til Símans í þessum viðskiptum, heldur var um kaup á fimm prósenta hlut Arion í félaginu að ræða. Það eru því hluthafar Arion sem tapa á viðskiptunum, frekar en hluthafar Símans. Í öðru lagi er það sú fullyrðing að hópurinn komi með dýrmæta reynslu af fjarskiptum sem nýtast muni félaginu til framtíðar. Arion banki hefur nú upplýst hverjir þessir alþjóðlegu fjárfestar eru sem tóku þátt í að kaupa fimm prósenta hlutinn. Við þá upptalningu kom þó í ljós að stærsta rullu spiluðu alíslenskir fjárfestar sem hingað til hafa fremur getið sér orð í smásölu en fjarskiptum. Þar voru þó nokkur erlend nöfn sem virðast hafa nokkuð víðtæka reynslu af alþjóðlegum fjarskiptageira og þjónustu við slík fyrirtæki. Sérþekking þeirra verður ekki dregin í efa. Arion banki hefur hins vegar ekki upplýst um hversu mikið fé þessir aðilar lögðu til kaupanna, og það sem mikilvægara er, hver aðkoma þeirra að rekstri Símans á nákvæmlega að vera. Það liggur a.m.k. fyrir að enginn þessara manna hefur tekið sæti í stjórn félagsins. Er því ekki eðlilegt að Arion banki og Síminn upplýsi á hvaða vettvangi Síminn fær að njóta sérþekkingar þessara ágætu manna?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira