Á hálum ís Stjórnarmaðurinn skrifar 21. október 2015 10:30 Áhugavert var að horfa á viðtöl við lögmennina Kristínu Edwald og Brynjar Níelsson á Stöð 2. Þau ræddu dómsniðurstöður Hæstaréttar í svokölluðum hrunmálum, nú síðast í Ímonmálinu. Þar voru þrír fyrrum stjórnendur Landsbankans dæmdir til langrar fangelsisvistar, þrátt fyrir að héraðsdómur hefði áður sýknað. Lögmennirnir voru sammála um að vinnubrögð Hæstaréttar í hrunmálum væru gagnrýniverð. Svo virtist sem minni sönnunarkröfur væru gerðar til ákæruvaldsins í þeim málum en öðrum, engu líkara en að sönnunarbyrðinni hefði verið snúið frá því aldagamla viðmiði að sakaðir menn teldust saklausir uns sekt er sönnuð. Kristín nefndi Ímonmálið. Þar hefðu stjórnendur farið að lánareglum bankans en þó verið sakfelldir á grundvelli „óskráðra reglna“. Þar væri rétturinn að brjóta gegn öðru lögmáli, að þessu sinni um skýrleika refsiheimilda, en í því felst að fólk eigi kost á að kynna sér þær reglur sem gilda hverju sinni. Brynjar nefndi Al-Thani málið, en þar bjó Hæstiréttur til nýjan dóm, og byggði niðurstöðu sína í engu á héraðsdómi í sama máli. Það hefði orðið til þess að sakborningur hefðu í raun ekki hlotið áheyrn á tveimur dómsstigum eins og reglur um áfrýjun eigi að tryggja. Bæði voru sammála um að Hæstiréttur væri á hættulegri braut, og litlar líkur væru á að dómsúrlausnir sem þessar stæðust tímans tönn. Létu þau að liggja að það væri viðleitni réttarins til að sefa reiði almennings sem réði för frekar en gildandi lög. Þau ræddu skipun Hæstaréttardómara. Bæði lýstu þau ánægju með skipan Karls Axelssonar, einkum vegna reynslu hans úr lögmennsku og af viðskiptalífinu, en slíkri þekkingu hefði hingað til verið áfátt. Stutt skoðun á bakgrunni dómara á vefsíðu réttarins bendir til að þarna hitti þau naglann á höfuðið. Í Hæstarétti situr einsleitt fólk með samskonar bakgrunn (og af sama kyni). Þar virðist vera bæði skortur á alþjóðlegri reynslu og praktískri reynslu úr viðskiptalífinu. Er nema von að furðulegar úrlausnir geri vart við sig þegar viðfangsefnið er jafn framandi og viðskiptalífið virðist hæstaréttardómurunum? Nema náttúrulega að tilgangurinn sé að sefa reiði almennings?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Áhugavert var að horfa á viðtöl við lögmennina Kristínu Edwald og Brynjar Níelsson á Stöð 2. Þau ræddu dómsniðurstöður Hæstaréttar í svokölluðum hrunmálum, nú síðast í Ímonmálinu. Þar voru þrír fyrrum stjórnendur Landsbankans dæmdir til langrar fangelsisvistar, þrátt fyrir að héraðsdómur hefði áður sýknað. Lögmennirnir voru sammála um að vinnubrögð Hæstaréttar í hrunmálum væru gagnrýniverð. Svo virtist sem minni sönnunarkröfur væru gerðar til ákæruvaldsins í þeim málum en öðrum, engu líkara en að sönnunarbyrðinni hefði verið snúið frá því aldagamla viðmiði að sakaðir menn teldust saklausir uns sekt er sönnuð. Kristín nefndi Ímonmálið. Þar hefðu stjórnendur farið að lánareglum bankans en þó verið sakfelldir á grundvelli „óskráðra reglna“. Þar væri rétturinn að brjóta gegn öðru lögmáli, að þessu sinni um skýrleika refsiheimilda, en í því felst að fólk eigi kost á að kynna sér þær reglur sem gilda hverju sinni. Brynjar nefndi Al-Thani málið, en þar bjó Hæstiréttur til nýjan dóm, og byggði niðurstöðu sína í engu á héraðsdómi í sama máli. Það hefði orðið til þess að sakborningur hefðu í raun ekki hlotið áheyrn á tveimur dómsstigum eins og reglur um áfrýjun eigi að tryggja. Bæði voru sammála um að Hæstiréttur væri á hættulegri braut, og litlar líkur væru á að dómsúrlausnir sem þessar stæðust tímans tönn. Létu þau að liggja að það væri viðleitni réttarins til að sefa reiði almennings sem réði för frekar en gildandi lög. Þau ræddu skipun Hæstaréttardómara. Bæði lýstu þau ánægju með skipan Karls Axelssonar, einkum vegna reynslu hans úr lögmennsku og af viðskiptalífinu, en slíkri þekkingu hefði hingað til verið áfátt. Stutt skoðun á bakgrunni dómara á vefsíðu réttarins bendir til að þarna hitti þau naglann á höfuðið. Í Hæstarétti situr einsleitt fólk með samskonar bakgrunn (og af sama kyni). Þar virðist vera bæði skortur á alþjóðlegri reynslu og praktískri reynslu úr viðskiptalífinu. Er nema von að furðulegar úrlausnir geri vart við sig þegar viðfangsefnið er jafn framandi og viðskiptalífið virðist hæstaréttardómurunum? Nema náttúrulega að tilgangurinn sé að sefa reiði almennings?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira