Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2015 08:30 John Kavanagh hefur þjálfað Gunnar Nelson lengi. vísir/getty Gunnar Nelson sat fyrir svörum á opnum fundi í Dyflinni á Írlandi með góðvini sínum Conor McGregor og þjálfara þeirra, John Kavanagh. Þar ræddu þeir félagarnir um upprisu sína innan UFC, en báðir eru orðnir stjörnur í bardagaheiminum. Conor þó töluvert stærri. Gunnar sagði sögu af Kavanagh frá því hann kom fyrst til Íslands. Sögu sem írski bardagaþjálfarinn varð rauður í framan við að heyra. „Þegar hann kom fyrst til Íslands glímdum við aðeins og þá hélt hann mér bókstaflega niðri og kitlaði mig. Hann hélt mér niðri með annarri hendi og kitlaði mig með hinni,“ sagði Gunnar og allt varð vitlaust í salnum. Aðspurður hvort þetta væri satt hló Kavanagh og sagði: „Þetta eru lygar. Nú heldur hann mér niðri og kitlar mig.“ Þegar Kavanagh var svo spurður hvað hann hefði séð í Gunnari var öskrað úr salnum: „Lögsókn.“ Þá ætlaði allt um koll að keyra. „Írski húmorinn þarf alltaf að fara í þessa átt,“ sagði Gunnar þá við mikla hrifningu Íranna sem hlógu sig máttlausa. Conor og Gunnar undirbúa sig þessa dagana af kappi fyrir bardaga sína á UFC 194-bardagakvöldinu í Las Vegas sem fram fer 12. desember. Þar mætir Conor Brasilíumanninum Jose Aldo í baráttunni um heimsmeistaratitilinn og Gunnar á fyrir höndum sinn stærsta bardaga á ferlinum gegn reynsluboltanum Demian Maia. MMA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Sjá meira
Gunnar Nelson sat fyrir svörum á opnum fundi í Dyflinni á Írlandi með góðvini sínum Conor McGregor og þjálfara þeirra, John Kavanagh. Þar ræddu þeir félagarnir um upprisu sína innan UFC, en báðir eru orðnir stjörnur í bardagaheiminum. Conor þó töluvert stærri. Gunnar sagði sögu af Kavanagh frá því hann kom fyrst til Íslands. Sögu sem írski bardagaþjálfarinn varð rauður í framan við að heyra. „Þegar hann kom fyrst til Íslands glímdum við aðeins og þá hélt hann mér bókstaflega niðri og kitlaði mig. Hann hélt mér niðri með annarri hendi og kitlaði mig með hinni,“ sagði Gunnar og allt varð vitlaust í salnum. Aðspurður hvort þetta væri satt hló Kavanagh og sagði: „Þetta eru lygar. Nú heldur hann mér niðri og kitlar mig.“ Þegar Kavanagh var svo spurður hvað hann hefði séð í Gunnari var öskrað úr salnum: „Lögsókn.“ Þá ætlaði allt um koll að keyra. „Írski húmorinn þarf alltaf að fara í þessa átt,“ sagði Gunnar þá við mikla hrifningu Íranna sem hlógu sig máttlausa. Conor og Gunnar undirbúa sig þessa dagana af kappi fyrir bardaga sína á UFC 194-bardagakvöldinu í Las Vegas sem fram fer 12. desember. Þar mætir Conor Brasilíumanninum Jose Aldo í baráttunni um heimsmeistaratitilinn og Gunnar á fyrir höndum sinn stærsta bardaga á ferlinum gegn reynsluboltanum Demian Maia.
MMA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Sjá meira