Bæjarar fóru illa með menn Wenger í kvöld | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 21:30 David Alaba fagnar frábæru markim sínu. Vísir/Getty Bayern München fór langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar um leið og að koma Arsenal í enn verri stöðu þegar þýsku meistararnir unnu 5-1 sigur á lærisveinum Arsene Wenger í München í kvöld. Bayern München var með mikla yfirburði í leiknum og sýndu það og sönnuðu að tapið á móti Arsenal í síðasta leik var slys. Bayern München hefur nú níu stig af tólf mögulegum og er með fimm stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Það bætti ekki kvöldið fyrir Arsenal að Olympiakos vann 2-1 sigur á Dinamo Zagreb á sama tíma og Arsenal því sex stigum frá sextán liða úrslitunum þegar aðeins tveir leikur eru eftir. Það var ljóst strax frá byrjun í hvað stefndi í þessum leik á Allianz Arene en Bæjarar voru í miklu stuði og spiluðu frábæran fótbolta. Robert Lewandowski var búinn að koma Bayern München í 1-0 strax á 10. mínútu leiksins þegar hann skallaði inn sendingu frá Thiago. Arsenal-menn heimtuðu rangstöðu en endursýningarnar sönnuðu annað. Arsenal kom boltanum í mark Bæjara aðeins tveimur mínútum eftir að Bayern komst yfir en mark Mesut Özil var dæmt af þar sem hann virtist nota höndina til þess að skora. Aðstoðardómararnir létu það ekki fara framhjá sér og markið var dæmt af. Thomas Müller kom Bayern í 2-0 á 29. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir að Kingsley Coman lagði fyrirgjöf Philipp Lahm fyrir Müller. David Alaba skoraði þriðja markið með frábæru langskoti rétt fyrir hálfleik og staðan var því 3-0 í hálfleik. Arjen Robben kom inná sem varamaður á 54. mínútu og aðeins mínútu síðar var hann búinn að koma Bayern-liðinu í 4-0 eftir sendingu frá David Alaba. Olivier Giroud minnkaði muninn í 4-1 á 69. mínútu en það var langt frá því að vera nóg. Thomas Müller skoraði sitt annað marki í leiknum og fimmta mark Bæjara í leiknum á 89. mínútu og stórsigur Bæjarar var í höfn.Lewandowski kemur Bayern yfir á móti Arsenal Mesut Özil skorar en markið dæmt af Müller eykur forkost Bæjara í 2-0 Frábært mark hjá David Alaba Robben varla kominn inná þegar hann skoraði Giroud minnkar muninn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Sjá meira
Bayern München fór langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar um leið og að koma Arsenal í enn verri stöðu þegar þýsku meistararnir unnu 5-1 sigur á lærisveinum Arsene Wenger í München í kvöld. Bayern München var með mikla yfirburði í leiknum og sýndu það og sönnuðu að tapið á móti Arsenal í síðasta leik var slys. Bayern München hefur nú níu stig af tólf mögulegum og er með fimm stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Það bætti ekki kvöldið fyrir Arsenal að Olympiakos vann 2-1 sigur á Dinamo Zagreb á sama tíma og Arsenal því sex stigum frá sextán liða úrslitunum þegar aðeins tveir leikur eru eftir. Það var ljóst strax frá byrjun í hvað stefndi í þessum leik á Allianz Arene en Bæjarar voru í miklu stuði og spiluðu frábæran fótbolta. Robert Lewandowski var búinn að koma Bayern München í 1-0 strax á 10. mínútu leiksins þegar hann skallaði inn sendingu frá Thiago. Arsenal-menn heimtuðu rangstöðu en endursýningarnar sönnuðu annað. Arsenal kom boltanum í mark Bæjara aðeins tveimur mínútum eftir að Bayern komst yfir en mark Mesut Özil var dæmt af þar sem hann virtist nota höndina til þess að skora. Aðstoðardómararnir létu það ekki fara framhjá sér og markið var dæmt af. Thomas Müller kom Bayern í 2-0 á 29. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir að Kingsley Coman lagði fyrirgjöf Philipp Lahm fyrir Müller. David Alaba skoraði þriðja markið með frábæru langskoti rétt fyrir hálfleik og staðan var því 3-0 í hálfleik. Arjen Robben kom inná sem varamaður á 54. mínútu og aðeins mínútu síðar var hann búinn að koma Bayern-liðinu í 4-0 eftir sendingu frá David Alaba. Olivier Giroud minnkaði muninn í 4-1 á 69. mínútu en það var langt frá því að vera nóg. Thomas Müller skoraði sitt annað marki í leiknum og fimmta mark Bæjara í leiknum á 89. mínútu og stórsigur Bæjarar var í höfn.Lewandowski kemur Bayern yfir á móti Arsenal Mesut Özil skorar en markið dæmt af Müller eykur forkost Bæjara í 2-0 Frábært mark hjá David Alaba Robben varla kominn inná þegar hann skoraði Giroud minnkar muninn
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Sjá meira