Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Tindastóll 94-91 | Nýi þjálfari Stólanna byrjar illa Símon B. Hjaltalín skrifar 19. nóvember 2015 22:30 Vísir/Vilhelm Tindastóll mætti í Hólminn í kvöld með nýjan þjálfara og sá hefur verk að vinna því hans menn töpuðu gegn Snæfelli. Leikurinn endaði 94-91 eftir hörkuleik og æsispennandi lokamínútu. Snæfell skaust þar með upp fyrir Tindastól og Grindavík í 7. sæti deildarinnar en öll liðin eru með 6. stig í einum hnapp í 7.–9. Sæti. Það voru greinileg batamerki hjá Snæfelli frá síðasta leik og vel byggt ofan á síðasta heimaleik. Snæfellingar byrjuðu sterkt og voru komnir í 11-4 eftir tveggja mínútna leik en Joe Costa, nýr þjálfari Tindastóls, tók snemma leikhlé til að ræða við menn sína. Ekki rak mikið á fjörur Tindastóls þangað til þeir fóru að rótera varnarleik sínum og breyttu í þétta svæðisvörn sem riðlaði leik Snæfells nokkuð vel og Tindastóll jafnaði leikinn. Tindastólsmenn komust einu sinni yfir í leiknum, 33-31, og náðu ekki að gera sér betur mat úr áhlaupum sínum í leiknum. Snæfellingar stóðu vel í lappirnar og réru alltaf frá aftur og leiddu mest með 12 stigum. Staðan í hálfleik var 52-43 fyrir Snæfell sem náðu að eiga síðasta orðið í hverju leikhluta þrátt fyrir að Tindastóll saxaði á, á köflum. Liðin voru áþekk í tölfræðiþáttum leiksins þó Snæfell hefðu átt þriggja stiga skotin og Tindastóll átti frákastabaráttuna 43 gegn 30 og þar af 15 í sókn sem nýttist þeim ekki sem skildi þegar þeir fengu ný tækifæri í sóknarleik sínum. Snæfellingar voru yfir 89-83 þegar tvær mínútur voru eftir og hleyptu spennu í leikinn með smá klaufaskap sem hefði getað kostað sitt en síðustu andartök leiksins voru þeirra sem gaf þeim sigurinn í leiknum. Heildarframlag Snæfells var mjög gott en stigahæstir voru Sherrod Wright og Austin Bracey með 24 stig hvor og Sigurður Þorvaldsson með 17 stig. Stefán Karel var einkar sterkur með 13 stig og 8 fráköst. Jerome Hill var í sérflokki með 24 stig og 16 fráköst fyrir Tindastól og Darrell Flake var með 17 stig og sýndi að hann er algjör lykilmaður í liðinu þegar á reynir. Darrel Lewis var með 14 stig.Ingi Þór: Allir sigurleikir eru demantar „Þetta var alveg ótrúlega miklvægur sigur hjá okkur og ég er stoltur af liðinu mínu í dag og það sem maður vill sjá er að menn berjist," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. „Við vorum stundum svolitlir klaufar að klára ekki tvö víti þegar við fengum þau og að skilja þá svolítið meira eftir í leiknum þegar við áttum möguleika á því en baráttan var hérna til staðar. „Það var gríðalega mikið af hlutum sem ég var sáttur með í seinni hálfleik hvað varðar baráttu liðsins. Allir sigurleikir fyrir okkur eru demantar og það sást vel á því hvernig menn fögnuðu leikslokum og það hvernig menn lögðu í leikinn og fengu að uppskera er svo sætt. Þetta er líka svo dýrt fyrir okkur að fá þessi stig þar sem við hoppum eitthvað upp í töflunni og að ná okkar fyrsta heimasigri eftir tæpa leiki hérna í síðustu leikjum.“ Siggi Þorvalds: Margir hlutir á uppleið „Það var komin tími á heimaleikjasigur. Við komum vel undirbúnir og höfum fengið Óskar [Hjartarson] til baka þannig að við erum að ná fullum æfingarhóp aftur og mér finnast mjög margir hlutir á uppleið hjá okkur," sagði Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells. „Það var mjög gott að klára leikinn en mér fannst við ekki þurfa að missa þetta svona niður á köflum með klaufaskap oft á tíðum og koma þeim inn í leikinn en sigurinn skiptir máli þegar upp er staðið og við náðum að halda þeim einu skrefi fyrir aftan.“ Jou Costa: Verðum að laga varnarleikinn „Við þurfum að taka vörnina aðeins í gegn og vinna betur þar því við erum að fá á okkur meira en 50 stig í fyrri hálfleik og yfir 90 stig í leiknum. Að vinna leiki sem eru með þessum tölum er ekki auðvelt þannig að við vinnum betur í varnarleiknum okkar," sagði Spánverjinn Jou Costa en hann var að stýra liði Tindastóls í fyrsta skipti í kvöld. „Við vissum töluvert um heimaliðið [Snæfell] og hvernig þeir geta unnið leiki, hvernig þeir spila og skora og höfðum farið vel yfir það í vikunni. Svo klára þeir okkur. Það voru margir góðir hlutir í vörn og fráköstum en á mikilvægum augnablikum í leiknum fá lykilmenn þeirra galopin skot sem þeir klára og gerði þetta ómögulegt. „Við reyndum allt í varnartilbrigðum en höfðum ekki nema fjórar æfingar saman til að slípa fyrir þennan leik og það er ekki nægur tími til að stilla þetta af en við förum í mikla vinnu núna og sjáum til eftir tvær til þrjár vikur hver við verðum þá.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
Tindastóll mætti í Hólminn í kvöld með nýjan þjálfara og sá hefur verk að vinna því hans menn töpuðu gegn Snæfelli. Leikurinn endaði 94-91 eftir hörkuleik og æsispennandi lokamínútu. Snæfell skaust þar með upp fyrir Tindastól og Grindavík í 7. sæti deildarinnar en öll liðin eru með 6. stig í einum hnapp í 7.–9. Sæti. Það voru greinileg batamerki hjá Snæfelli frá síðasta leik og vel byggt ofan á síðasta heimaleik. Snæfellingar byrjuðu sterkt og voru komnir í 11-4 eftir tveggja mínútna leik en Joe Costa, nýr þjálfari Tindastóls, tók snemma leikhlé til að ræða við menn sína. Ekki rak mikið á fjörur Tindastóls þangað til þeir fóru að rótera varnarleik sínum og breyttu í þétta svæðisvörn sem riðlaði leik Snæfells nokkuð vel og Tindastóll jafnaði leikinn. Tindastólsmenn komust einu sinni yfir í leiknum, 33-31, og náðu ekki að gera sér betur mat úr áhlaupum sínum í leiknum. Snæfellingar stóðu vel í lappirnar og réru alltaf frá aftur og leiddu mest með 12 stigum. Staðan í hálfleik var 52-43 fyrir Snæfell sem náðu að eiga síðasta orðið í hverju leikhluta þrátt fyrir að Tindastóll saxaði á, á köflum. Liðin voru áþekk í tölfræðiþáttum leiksins þó Snæfell hefðu átt þriggja stiga skotin og Tindastóll átti frákastabaráttuna 43 gegn 30 og þar af 15 í sókn sem nýttist þeim ekki sem skildi þegar þeir fengu ný tækifæri í sóknarleik sínum. Snæfellingar voru yfir 89-83 þegar tvær mínútur voru eftir og hleyptu spennu í leikinn með smá klaufaskap sem hefði getað kostað sitt en síðustu andartök leiksins voru þeirra sem gaf þeim sigurinn í leiknum. Heildarframlag Snæfells var mjög gott en stigahæstir voru Sherrod Wright og Austin Bracey með 24 stig hvor og Sigurður Þorvaldsson með 17 stig. Stefán Karel var einkar sterkur með 13 stig og 8 fráköst. Jerome Hill var í sérflokki með 24 stig og 16 fráköst fyrir Tindastól og Darrell Flake var með 17 stig og sýndi að hann er algjör lykilmaður í liðinu þegar á reynir. Darrel Lewis var með 14 stig.Ingi Þór: Allir sigurleikir eru demantar „Þetta var alveg ótrúlega miklvægur sigur hjá okkur og ég er stoltur af liðinu mínu í dag og það sem maður vill sjá er að menn berjist," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. „Við vorum stundum svolitlir klaufar að klára ekki tvö víti þegar við fengum þau og að skilja þá svolítið meira eftir í leiknum þegar við áttum möguleika á því en baráttan var hérna til staðar. „Það var gríðalega mikið af hlutum sem ég var sáttur með í seinni hálfleik hvað varðar baráttu liðsins. Allir sigurleikir fyrir okkur eru demantar og það sást vel á því hvernig menn fögnuðu leikslokum og það hvernig menn lögðu í leikinn og fengu að uppskera er svo sætt. Þetta er líka svo dýrt fyrir okkur að fá þessi stig þar sem við hoppum eitthvað upp í töflunni og að ná okkar fyrsta heimasigri eftir tæpa leiki hérna í síðustu leikjum.“ Siggi Þorvalds: Margir hlutir á uppleið „Það var komin tími á heimaleikjasigur. Við komum vel undirbúnir og höfum fengið Óskar [Hjartarson] til baka þannig að við erum að ná fullum æfingarhóp aftur og mér finnast mjög margir hlutir á uppleið hjá okkur," sagði Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells. „Það var mjög gott að klára leikinn en mér fannst við ekki þurfa að missa þetta svona niður á köflum með klaufaskap oft á tíðum og koma þeim inn í leikinn en sigurinn skiptir máli þegar upp er staðið og við náðum að halda þeim einu skrefi fyrir aftan.“ Jou Costa: Verðum að laga varnarleikinn „Við þurfum að taka vörnina aðeins í gegn og vinna betur þar því við erum að fá á okkur meira en 50 stig í fyrri hálfleik og yfir 90 stig í leiknum. Að vinna leiki sem eru með þessum tölum er ekki auðvelt þannig að við vinnum betur í varnarleiknum okkar," sagði Spánverjinn Jou Costa en hann var að stýra liði Tindastóls í fyrsta skipti í kvöld. „Við vissum töluvert um heimaliðið [Snæfell] og hvernig þeir geta unnið leiki, hvernig þeir spila og skora og höfðum farið vel yfir það í vikunni. Svo klára þeir okkur. Það voru margir góðir hlutir í vörn og fráköstum en á mikilvægum augnablikum í leiknum fá lykilmenn þeirra galopin skot sem þeir klára og gerði þetta ómögulegt. „Við reyndum allt í varnartilbrigðum en höfðum ekki nema fjórar æfingar saman til að slípa fyrir þennan leik og það er ekki nægur tími til að stilla þetta af en við förum í mikla vinnu núna og sjáum til eftir tvær til þrjár vikur hver við verðum þá.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti