Pálmi Haraldsson með réttarstöðu sakbornings: „Þú segir mér fréttir“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. nóvember 2015 10:02 Pálmi Haraldsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Vísir/Daníel Aðalmeðferð í Stím-málinu var framhaldið í morgun og var kallaður til vitnaleiðslu fjárfestirinn Pálmi Haraldsson. Áður en vitnaleiðslurnar yfir Pálma hófust fór Símon Sigvaldason dómsformaður yfir réttindi Pálma í dómsal og tilkynnti honum um leið að samkvæmt upplýsingum sem hann byggi yfir væri Pálmi með réttarstöðu sakbornings í máli sem er til rannsóknar. Þessar upplýsingar komu Pálma í opna skjöldu sem svaraði á móti: „Þú segir mér fréttir.“ Málið er sótt af Hólmsteini Gauta Sigurðssyni fyrir embætti sérstaks saksóknara. Símon spurði Hólmstein hvort það væri rétt að Pálmi væri með réttarstöðu sakbornings og svaraði Hólmsteinn því að samkvæmt hans upplýsingum væri það rétt. Var þá Pálma tilkynnt að ef svör hans við spurningum saksóknara í Stím-málinu gætu mögulega varpað á hann sök í öðrum málum mætti hann neita að svara. Vísir hafði samband við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, sem sagðist engar upplýsingar geta veitt um málið. Svipuð atburðarás átti sér stað í í gær þegar vitnaleiðslur yfir Þorsteini Má Baldvinssyni fóru fram í Stím-málinu. Þá var Þorsteini Má tilkynnt að hann væri með réttarstöðu sakbornings í öðru máli tengt rannsókn embættis sérstaks saksóknara. Sjá hér. Í Stím-málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FLGroup. Mennirnir neita allir sök. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FLGroup í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í FLGroup. Stím málið Tengdar fréttir Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Vitnaleiðslur í Stím-málinu fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 17:36 Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Sagði Stím-kaupin vera óverjandi Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, segist hafa haft frumkvæði að því að hann nýtur friðhelgi í Stím-málinu hvað varðar saksókn. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 18. nóvember 2015 07:00 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Aðalmeðferð í Stím-málinu var framhaldið í morgun og var kallaður til vitnaleiðslu fjárfestirinn Pálmi Haraldsson. Áður en vitnaleiðslurnar yfir Pálma hófust fór Símon Sigvaldason dómsformaður yfir réttindi Pálma í dómsal og tilkynnti honum um leið að samkvæmt upplýsingum sem hann byggi yfir væri Pálmi með réttarstöðu sakbornings í máli sem er til rannsóknar. Þessar upplýsingar komu Pálma í opna skjöldu sem svaraði á móti: „Þú segir mér fréttir.“ Málið er sótt af Hólmsteini Gauta Sigurðssyni fyrir embætti sérstaks saksóknara. Símon spurði Hólmstein hvort það væri rétt að Pálmi væri með réttarstöðu sakbornings og svaraði Hólmsteinn því að samkvæmt hans upplýsingum væri það rétt. Var þá Pálma tilkynnt að ef svör hans við spurningum saksóknara í Stím-málinu gætu mögulega varpað á hann sök í öðrum málum mætti hann neita að svara. Vísir hafði samband við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, sem sagðist engar upplýsingar geta veitt um málið. Svipuð atburðarás átti sér stað í í gær þegar vitnaleiðslur yfir Þorsteini Má Baldvinssyni fóru fram í Stím-málinu. Þá var Þorsteini Má tilkynnt að hann væri með réttarstöðu sakbornings í öðru máli tengt rannsókn embættis sérstaks saksóknara. Sjá hér. Í Stím-málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FLGroup. Mennirnir neita allir sök. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FLGroup í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í FLGroup.
Stím málið Tengdar fréttir Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Vitnaleiðslur í Stím-málinu fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 17:36 Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Sagði Stím-kaupin vera óverjandi Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, segist hafa haft frumkvæði að því að hann nýtur friðhelgi í Stím-málinu hvað varðar saksókn. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 18. nóvember 2015 07:00 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Vitnaleiðslur í Stím-málinu fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 17:36
Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30
Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
Sagði Stím-kaupin vera óverjandi Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, segist hafa haft frumkvæði að því að hann nýtur friðhelgi í Stím-málinu hvað varðar saksókn. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 18. nóvember 2015 07:00
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20