Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Lögregla á leitarstað í miðborg Saint Denis nærri París í gær. vísir/EPA Franska lögreglan gerði snemma í gærmorgun áhlaup á íbúð í norðanverðri París, þar sem talið var að belgíski hryðjuverkamaðurinn Abdelhamid Abaaoud hefði dvalist. Sjö manns voru handteknir í áhlaupinu, einn féll fyrir byssuskotum og handsprengju frá lögreglunni og ein kona, sem var gyrt sprengjubelti, sprengdi sjálfa sig í loft upp. Hún er talin hafa verið frænka Abaaouds. Þá var þriðji maðurinn einnig sagður hafa fallið í áhlaupinu. Abaaoud er talinn hafa verið höfuðpaurinn á bak við hryðjuverkin í París síðastliðið föstudagskvöld, sem kostuðu að minnsta kosti 129 manns lífið. Ekki var þó ljóst í gær hvort Abaaoud var staddur í íbúðinni þegar árásin var gerð en franski saksóknarinn Francois Molins greindi frá því að hann hefði ekki verið meðal hinna handteknu. Molins sagði að þó ætti eftir að bera kennsl á lík þeirra sem létust í áhlaupinu og gæti Abaaoud verið á meðal þeirra. Þrír hinna handteknu náðust inni í íbúðinni, tveir í næsta nágrenni og tvö að auki voru í felum í sprengjurústum. Meðal hinna handteknu er eigandi íbúðarinnar. Reuters-fréttastofan fullyrti, og hafði eftir manni sem þekkir til rannsóknar lögreglunnar, að fólkið í íbúðinni hefði verið að skipuleggja ný hryðjuverk í viðskiptahverfinu La Défense í vestanverðri París. Franska lögreglan hefur gert hundruð áhlaupa víðs vegar í Frakklandi í leit sinni að Abaaoud og félaga hans, Salah Abdeslam, sem tókst að komast undan eftir að hafa tekið þátt í árásunum í París á föstudag. Mikill viðbúnaður er víða í löndum Evrópu vegna hryðjuverkahættu og yfirvöld eru fljót að bregðast við hættumerkjum. Þá var Kastrupflugvöllur í Kaupmannahöfn rýmdur í gær eftir að heyrðist til tveggja manna ræða um að þeir væru með sprengjur í fórum sínum en í ljós kom að um dýrkeypt spaug var að ræða. Í fyrrakvöld var einnig hætt við íþróttaleik í Hannover í Þýskalandi, þegar grunsamleg taska fannst í nágrenni leikvallarins. Vellinum var lokað meðan verið var að leita af sér allan grun. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Franska lögreglan gerði snemma í gærmorgun áhlaup á íbúð í norðanverðri París, þar sem talið var að belgíski hryðjuverkamaðurinn Abdelhamid Abaaoud hefði dvalist. Sjö manns voru handteknir í áhlaupinu, einn féll fyrir byssuskotum og handsprengju frá lögreglunni og ein kona, sem var gyrt sprengjubelti, sprengdi sjálfa sig í loft upp. Hún er talin hafa verið frænka Abaaouds. Þá var þriðji maðurinn einnig sagður hafa fallið í áhlaupinu. Abaaoud er talinn hafa verið höfuðpaurinn á bak við hryðjuverkin í París síðastliðið föstudagskvöld, sem kostuðu að minnsta kosti 129 manns lífið. Ekki var þó ljóst í gær hvort Abaaoud var staddur í íbúðinni þegar árásin var gerð en franski saksóknarinn Francois Molins greindi frá því að hann hefði ekki verið meðal hinna handteknu. Molins sagði að þó ætti eftir að bera kennsl á lík þeirra sem létust í áhlaupinu og gæti Abaaoud verið á meðal þeirra. Þrír hinna handteknu náðust inni í íbúðinni, tveir í næsta nágrenni og tvö að auki voru í felum í sprengjurústum. Meðal hinna handteknu er eigandi íbúðarinnar. Reuters-fréttastofan fullyrti, og hafði eftir manni sem þekkir til rannsóknar lögreglunnar, að fólkið í íbúðinni hefði verið að skipuleggja ný hryðjuverk í viðskiptahverfinu La Défense í vestanverðri París. Franska lögreglan hefur gert hundruð áhlaupa víðs vegar í Frakklandi í leit sinni að Abaaoud og félaga hans, Salah Abdeslam, sem tókst að komast undan eftir að hafa tekið þátt í árásunum í París á föstudag. Mikill viðbúnaður er víða í löndum Evrópu vegna hryðjuverkahættu og yfirvöld eru fljót að bregðast við hættumerkjum. Þá var Kastrupflugvöllur í Kaupmannahöfn rýmdur í gær eftir að heyrðist til tveggja manna ræða um að þeir væru með sprengjur í fórum sínum en í ljós kom að um dýrkeypt spaug var að ræða. Í fyrrakvöld var einnig hætt við íþróttaleik í Hannover í Þýskalandi, þegar grunsamleg taska fannst í nágrenni leikvallarins. Vellinum var lokað meðan verið var að leita af sér allan grun.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent