Minnið brást vitnum í Stím-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 15:00 Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru á meðal vitna í Stím-málinu. vísir/valli/gva Mikill fjöldi vitna er kallaður til í Stím-málinu en aðalmeðferð þess fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Á meðal þeirra sem hafa gefið skýrslu í dag eru Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Jón Ásgeir Jóhannesson sem var stjórnarformaður FL Group, stærsta eiganda Glitnis. Í málinu er fyrrverandi forstjóri Glitnis, Lárus Welding, ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna láns bankans til Stím en peningurinn var notaður til að kaupa hlutabréf af Glitni í bankanum sjálfum og FL Group. Lánið var veitt í nóvember 2007. Auk Lárusar eru þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir vegna kaupa og sölu á skuldabréfi sem útgefið var af Stím í ágúst 2008.Ekki boðið að vera kjölfestufjárfestirBæði Þorsteinn og Jón Ásgeir gáfu símaskýrslu. Þorsteinn var spurður út í það hvort að Samherja hafi verið boðið að taka þátt í stofnun Stím og vera svokallaður kjölfestufjárfestir. Þorsteinn sagði orðið „kjölfestufjárfestir“ vera rangt en það væri hins vegar ljóst að Samherja hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í þessari fjárfestingunni. Þorsteinn mundi hins vegar ekki hver það var sem hafði samband við hann vegna málsins og skömmu síðar sagði hann spurningar saksóknara „fráleitar“ þar sem hann væri að spyrja um hluti sem hefðu gerst fyrir átta til níu árum síðan. Hann gat þó svarað þeirri spurningu frá verjanda að ekki hefðu verið aðrar forsendur en viðskiptalegar að baki því tilboði sem Samherji fékk á sínum tíma varðandi þátttöku í Stím. Man ekki hvort hann var stjórnarformaður FL GroupJón Ásgeir gaf svo skýrslu og var fyrst spurður að því hvort að hann hafi verið stjórnarformaður í FL Group í nóvember 2007. Kvaðst Jón Ásgeir ekki muna það en sagði vissulega rétt að á þessum tíma hafi FL Group verið stærsti eigandi Glitnis. Þess má þó geta í þessu samhengi að Jón Ásgeir var stjórnarformaður FL Group frá júní 2007 og þar til í júní 2008. Aðspurður sagðist Jón Ásgeir ekki hafa haft neina aðkomu að Stím-viðskiptunum og kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið í því að finna hluthafa inn í Stím. Þá var Jón Ásgeir spurður að því hvort hann hafi verið í samskiptum við Lárus Welding á þessum tíma og svaraði:„Ekki man ég eftir því, nei.“ Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings Dómari í Stím-málinu tilkynnti þetta í Héraðsdómi Reykjavíkur. 18. nóvember 2015 14:04 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Mikill fjöldi vitna er kallaður til í Stím-málinu en aðalmeðferð þess fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Á meðal þeirra sem hafa gefið skýrslu í dag eru Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Jón Ásgeir Jóhannesson sem var stjórnarformaður FL Group, stærsta eiganda Glitnis. Í málinu er fyrrverandi forstjóri Glitnis, Lárus Welding, ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna láns bankans til Stím en peningurinn var notaður til að kaupa hlutabréf af Glitni í bankanum sjálfum og FL Group. Lánið var veitt í nóvember 2007. Auk Lárusar eru þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir vegna kaupa og sölu á skuldabréfi sem útgefið var af Stím í ágúst 2008.Ekki boðið að vera kjölfestufjárfestirBæði Þorsteinn og Jón Ásgeir gáfu símaskýrslu. Þorsteinn var spurður út í það hvort að Samherja hafi verið boðið að taka þátt í stofnun Stím og vera svokallaður kjölfestufjárfestir. Þorsteinn sagði orðið „kjölfestufjárfestir“ vera rangt en það væri hins vegar ljóst að Samherja hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í þessari fjárfestingunni. Þorsteinn mundi hins vegar ekki hver það var sem hafði samband við hann vegna málsins og skömmu síðar sagði hann spurningar saksóknara „fráleitar“ þar sem hann væri að spyrja um hluti sem hefðu gerst fyrir átta til níu árum síðan. Hann gat þó svarað þeirri spurningu frá verjanda að ekki hefðu verið aðrar forsendur en viðskiptalegar að baki því tilboði sem Samherji fékk á sínum tíma varðandi þátttöku í Stím. Man ekki hvort hann var stjórnarformaður FL GroupJón Ásgeir gaf svo skýrslu og var fyrst spurður að því hvort að hann hafi verið stjórnarformaður í FL Group í nóvember 2007. Kvaðst Jón Ásgeir ekki muna það en sagði vissulega rétt að á þessum tíma hafi FL Group verið stærsti eigandi Glitnis. Þess má þó geta í þessu samhengi að Jón Ásgeir var stjórnarformaður FL Group frá júní 2007 og þar til í júní 2008. Aðspurður sagðist Jón Ásgeir ekki hafa haft neina aðkomu að Stím-viðskiptunum og kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið í því að finna hluthafa inn í Stím. Þá var Jón Ásgeir spurður að því hvort hann hafi verið í samskiptum við Lárus Welding á þessum tíma og svaraði:„Ekki man ég eftir því, nei.“
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings Dómari í Stím-málinu tilkynnti þetta í Héraðsdómi Reykjavíkur. 18. nóvember 2015 14:04 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59
„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00
Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings Dómari í Stím-málinu tilkynnti þetta í Héraðsdómi Reykjavíkur. 18. nóvember 2015 14:04
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20