Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 11:20 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er einn þriggja sem ákærður er í Stím-málinu. vísir/stefán Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Saga Capital var hluthafi í Stím auk þess sem bankinn lánaði félaginu einn milljarð króna til hlutabréfakaupa í FL Group og Glitni í nóvember 2007. Þá kom framkvæmdastjóri félagsins, Þórleifur Stefán Björnsson, jafnframt frá Sögu Capital en fram kom í máli Helgu í dag að Saga Capital hefði í raun ekki stýrt Stím heldur hafi félagið verið á forræði Glitnis. Helga sagði að upphaflega átti Saga Capital að vera eini fjárfestingabankinn sem kæmi að Stím og því var ákveðið að félagið yrði vistað hjá bankanum. Strúktúr viðskiptanna breyttist hins vegar og fór það að lokum þannig að Glitnir varð stærsti hluthafi félagsins. Sagði Glitni hafa haft forræði yfir StímÞegar það hafi komið í ljós lögðu stjórnendur Sögu Capital áherslu á það að félagið yrði ekki lengur vistað hjá þeim heldur Glitni og að Þórleifi yrði að skipta út. Aðspurð hvort að Þórleifur hafi stýrt Stím svaraði Helga því neitandi. Hún var þá spurð hver hefði stýrt félaginu.„Öll fyrirmæli og ákvarðanataka varðandi Stím kom frá Glitni,“ en Helga gat ekki svarað því hver hjá Glitni hafi átt að fara með stjórn félagsins. Á meðal þeirra ákvarðana sem Helga nefndi að Saga Capital hafi ekki komið að og ekki frétt um fyrr en eftir á var þátttaka Stím í hlutafjárútboði FL Group í desember 2007 og lán Glitnis til Stím fyrir hlutabréfunum í janúar 2008. „Þá halda menn bara áfram að skíta upp á eigið bak“Í janúar 2008 ræddu Helga og Þórleifur þessi viðskipti í síma. Sagði Þórleifur að Glitnir hafi veitt Stím lánið með „hangandi haus.“„Með hangandi haus, já, já. Það er svona þegar maður er búinn að skíta á sig og á góða vini sem redda manni. Það er bara, þá halda menn bara áfram að skíta upp á eigið bak,“ sagði Helga í símtalinu um lán Glitnis til Stím. Saksóknari spurði Helgu hvað hún ætti við með þessum ummælum sínum og svaraði hún þá:„Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Verjandi Lárusar Welding, Óttar Pálsson, spurði svo Helgu hver það væri sem væri búinn að skíta á sig og sagði Helga að væntanlega hefði það verið Stím. Helga gat ekki svarað því hver hefði tekið ákvörðun um lán Glitnis til Stím en sagði að það hefðu komið gögn frá Glitni til Þórleifs um lántökuna. Sala skuldabréfsins takmarkaði óvissunaAð sögn Helgu kallaði hún ítrekað eftir upplýsingum um stöðu Stím frá Glitni en gekk illa að fá upplýsingar. Opinberar upplýsingar gáfu þó til kynna að staða félagsins hefði versnað en hún hafði fregnir af því að félagið væri í skuldastýirngu hjá Glitni sem hefði gengið mjög vel en stýringin fólst í því að taka stöðu á móti krónunni. Svo illa gekk hins vegar að fá upplýsingar staðfestar að Saga Capital óskaði eftir því að Glitnir myndi finna kaupanda að víkjandi skuldabréfi sem bankinn átti en Stím var útgefandi bréfsins. Bréfið var upphaflega lánssamningur milli Sögu og Stím upp á einn milljarð vegna láns bankans til félagsins í nóvember 2007. Aðspurð sagði Helga að salan á bréfinu hefði takmarkað algera óvissu sem ríkti vegna þess þar sem Saga Capital hafði ekki fullnægjandi upplýsingar um stöðu Stím. Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum vegna sölunnar á skuldabréfinu. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna bréfsins en einn fagfjárfestasjóða bankans keypti bréfið af Sögu. Þá er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, einnig ákærður í málinu vegna 20 milljarða króna lánveitingar bankans til Stím í nóvember 2007. Lánið var notað til að kaupa hlutabréf af bankanum sjálfum í Glitni og FL Group. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Saga Capital var hluthafi í Stím auk þess sem bankinn lánaði félaginu einn milljarð króna til hlutabréfakaupa í FL Group og Glitni í nóvember 2007. Þá kom framkvæmdastjóri félagsins, Þórleifur Stefán Björnsson, jafnframt frá Sögu Capital en fram kom í máli Helgu í dag að Saga Capital hefði í raun ekki stýrt Stím heldur hafi félagið verið á forræði Glitnis. Helga sagði að upphaflega átti Saga Capital að vera eini fjárfestingabankinn sem kæmi að Stím og því var ákveðið að félagið yrði vistað hjá bankanum. Strúktúr viðskiptanna breyttist hins vegar og fór það að lokum þannig að Glitnir varð stærsti hluthafi félagsins. Sagði Glitni hafa haft forræði yfir StímÞegar það hafi komið í ljós lögðu stjórnendur Sögu Capital áherslu á það að félagið yrði ekki lengur vistað hjá þeim heldur Glitni og að Þórleifi yrði að skipta út. Aðspurð hvort að Þórleifur hafi stýrt Stím svaraði Helga því neitandi. Hún var þá spurð hver hefði stýrt félaginu.„Öll fyrirmæli og ákvarðanataka varðandi Stím kom frá Glitni,“ en Helga gat ekki svarað því hver hjá Glitni hafi átt að fara með stjórn félagsins. Á meðal þeirra ákvarðana sem Helga nefndi að Saga Capital hafi ekki komið að og ekki frétt um fyrr en eftir á var þátttaka Stím í hlutafjárútboði FL Group í desember 2007 og lán Glitnis til Stím fyrir hlutabréfunum í janúar 2008. „Þá halda menn bara áfram að skíta upp á eigið bak“Í janúar 2008 ræddu Helga og Þórleifur þessi viðskipti í síma. Sagði Þórleifur að Glitnir hafi veitt Stím lánið með „hangandi haus.“„Með hangandi haus, já, já. Það er svona þegar maður er búinn að skíta á sig og á góða vini sem redda manni. Það er bara, þá halda menn bara áfram að skíta upp á eigið bak,“ sagði Helga í símtalinu um lán Glitnis til Stím. Saksóknari spurði Helgu hvað hún ætti við með þessum ummælum sínum og svaraði hún þá:„Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Verjandi Lárusar Welding, Óttar Pálsson, spurði svo Helgu hver það væri sem væri búinn að skíta á sig og sagði Helga að væntanlega hefði það verið Stím. Helga gat ekki svarað því hver hefði tekið ákvörðun um lán Glitnis til Stím en sagði að það hefðu komið gögn frá Glitni til Þórleifs um lántökuna. Sala skuldabréfsins takmarkaði óvissunaAð sögn Helgu kallaði hún ítrekað eftir upplýsingum um stöðu Stím frá Glitni en gekk illa að fá upplýsingar. Opinberar upplýsingar gáfu þó til kynna að staða félagsins hefði versnað en hún hafði fregnir af því að félagið væri í skuldastýirngu hjá Glitni sem hefði gengið mjög vel en stýringin fólst í því að taka stöðu á móti krónunni. Svo illa gekk hins vegar að fá upplýsingar staðfestar að Saga Capital óskaði eftir því að Glitnir myndi finna kaupanda að víkjandi skuldabréfi sem bankinn átti en Stím var útgefandi bréfsins. Bréfið var upphaflega lánssamningur milli Sögu og Stím upp á einn milljarð vegna láns bankans til félagsins í nóvember 2007. Aðspurð sagði Helga að salan á bréfinu hefði takmarkað algera óvissu sem ríkti vegna þess þar sem Saga Capital hafði ekki fullnægjandi upplýsingar um stöðu Stím. Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum vegna sölunnar á skuldabréfinu. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna bréfsins en einn fagfjárfestasjóða bankans keypti bréfið af Sögu. Þá er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, einnig ákærður í málinu vegna 20 milljarða króna lánveitingar bankans til Stím í nóvember 2007. Lánið var notað til að kaupa hlutabréf af bankanum sjálfum í Glitni og FL Group.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59
„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00
Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
„Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34