Ronaldo ætlar ekki að "deyja" í Bandaríkjunum, Katar eða Dúbæ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2015 09:00 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Margir velta fyrir sér hvað Cristiano Ronaldo ætli að gera í framtíðinni og flesta stuðningsmenn Manchester United dreymir um að sjá kappann snúa aftur á Old Trafford. Ronaldo er mikið spurður út í framtíð sína þessa dagana og hann hefur margoft tjáð ást sína á Manchester United þar sem hann breyttist úr lítt þekktum leikmanni í þann besta í heimi. Manchester United seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid fyrir þá metfé sumarið 2009, 80 milljónir pund, og síðan hefur kappinn farið á kostum með Real Madrid liðinu. „Ég er mikill stuðningsmaður Manchester United og hef sagt það mörgum sinnum. Mér líður samt mjög vel í Real Madrid núna og ég er ánægður," sagði Cristiano Ronaldo þar sem hann var gestur í spjallþætti Jonathan Ross á laugardagskvöldið. ESPN sagði frá. „Það vita orðið allir að ég elska Manchester United en það veit samt enginn sína framtíð. Eins og staðan er núna þá er ég ánægður hjá Real Madrid," sagði Ronaldo. Ronaldo hefur verið orðaður við United en einnig við franska liðið Paris Saint Germain og við lið í Bandaríkjunum og Miðausturlöndum. Ronaldo er hinsvegar harður á því að vilja klára ferilinn á toppnum. „Mín hugsun er sú að hætta sem leikmaður í toppdeild. Ég vil klára ferilinn með fullri virðingu og hjá toppklúbbi. Það þýðir ekki að ég telji að það sé slæmt að spila í Bandaríkjunum, Katar eða Dúbæ. Ég bara ekki sjálfan mig fara þangað," sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo gaf það einnig út að hann ætli ekki að fara út í þjálfun. Hans framtíð liggur í að halda merkjum hans á lofti og það er því viðskipta- og fyrirsætubransinn sem bíður Portúgalans eftir að hann hættir sem atvinnumaður í fótbolta. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Sjá meira
Margir velta fyrir sér hvað Cristiano Ronaldo ætli að gera í framtíðinni og flesta stuðningsmenn Manchester United dreymir um að sjá kappann snúa aftur á Old Trafford. Ronaldo er mikið spurður út í framtíð sína þessa dagana og hann hefur margoft tjáð ást sína á Manchester United þar sem hann breyttist úr lítt þekktum leikmanni í þann besta í heimi. Manchester United seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid fyrir þá metfé sumarið 2009, 80 milljónir pund, og síðan hefur kappinn farið á kostum með Real Madrid liðinu. „Ég er mikill stuðningsmaður Manchester United og hef sagt það mörgum sinnum. Mér líður samt mjög vel í Real Madrid núna og ég er ánægður," sagði Cristiano Ronaldo þar sem hann var gestur í spjallþætti Jonathan Ross á laugardagskvöldið. ESPN sagði frá. „Það vita orðið allir að ég elska Manchester United en það veit samt enginn sína framtíð. Eins og staðan er núna þá er ég ánægður hjá Real Madrid," sagði Ronaldo. Ronaldo hefur verið orðaður við United en einnig við franska liðið Paris Saint Germain og við lið í Bandaríkjunum og Miðausturlöndum. Ronaldo er hinsvegar harður á því að vilja klára ferilinn á toppnum. „Mín hugsun er sú að hætta sem leikmaður í toppdeild. Ég vil klára ferilinn með fullri virðingu og hjá toppklúbbi. Það þýðir ekki að ég telji að það sé slæmt að spila í Bandaríkjunum, Katar eða Dúbæ. Ég bara ekki sjálfan mig fara þangað," sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo gaf það einnig út að hann ætli ekki að fara út í þjálfun. Hans framtíð liggur í að halda merkjum hans á lofti og það er því viðskipta- og fyrirsætubransinn sem bíður Portúgalans eftir að hann hættir sem atvinnumaður í fótbolta.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Sjá meira