Hraunið erfitt yfirferðar svo ferja þarf búnað og menn á vettvang með þyrlu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 09:50 Frá aðgerðum á vettvangi í gær. vísir/ernir Aðgerðir eru að hefjast á vettvangi í hrauninu vestan Kleifarvatns skammt frá Hraunkotsstapa en flugvél brotlenti þar síðdegis í gær. Tveir menn létust í slysinu en báðir voru þeir kennarar við Flugskóla Íslands. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að menn á vegum Rannsóknarnefndar samgönguslysa og rannsóknardeildar lögreglunnar muni vinna á vettvangi í dag. „Aðstæður eru mjög erfiðar þar sem þarna er mosi, hraun og gjótur. Það er eiginlega þannig séð ófært að rölta þetta eða það tekur mjög langan tíma og því þarf að ferja búnað og menn með þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Margeir í samtali við Vísi. Aðspurður hvenær áætlað er að rannsókn á vettvangi ljúki segir Margeir ómögulegt að segja til um það. Þegar henni lýkur mun flakið verða flutt í skýli Rannsóknarnefndar samgönguslysa á Reykjavíkurflugvelli sem fer með rannsókn slyssins. Flugvélin sem fórst var af gerðinni Tecnam og var ein af fimm nýju vélum Flugskóla Íslands sem komu til landsins í upphafi mánaðarins. Samband við vélina rofnaði upp úr klukkan þrjú en lögreglu barst tilkynning um slysið um klukkan 15.10. Flak hennar fannst hálftíma síðar. Hinir látnu voru á þrítugs- og fertugsaldri, og eins og áður segir kennarar við Flugskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum sem send var út í gærkvöldi kemur fram að kennurum og nemendum í flugskólanum, sem og Tækniskólanum sem flugskólinn tilheyrir, hafi verið boðin áfallahjálp vegna slyssins. Allt skólastarf fellur niður í dag vegna þessa, bæði í Flugskóla Íslands og Tækniskólanum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46 Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15 Lítil kennsluflugvél fór niður á Reykjanesi Allt kapp var lagt á að ná að rannsaka aðstæður áður en myrkur skellur á samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. nóvember 2015 15:47 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Aðgerðir eru að hefjast á vettvangi í hrauninu vestan Kleifarvatns skammt frá Hraunkotsstapa en flugvél brotlenti þar síðdegis í gær. Tveir menn létust í slysinu en báðir voru þeir kennarar við Flugskóla Íslands. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að menn á vegum Rannsóknarnefndar samgönguslysa og rannsóknardeildar lögreglunnar muni vinna á vettvangi í dag. „Aðstæður eru mjög erfiðar þar sem þarna er mosi, hraun og gjótur. Það er eiginlega þannig séð ófært að rölta þetta eða það tekur mjög langan tíma og því þarf að ferja búnað og menn með þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Margeir í samtali við Vísi. Aðspurður hvenær áætlað er að rannsókn á vettvangi ljúki segir Margeir ómögulegt að segja til um það. Þegar henni lýkur mun flakið verða flutt í skýli Rannsóknarnefndar samgönguslysa á Reykjavíkurflugvelli sem fer með rannsókn slyssins. Flugvélin sem fórst var af gerðinni Tecnam og var ein af fimm nýju vélum Flugskóla Íslands sem komu til landsins í upphafi mánaðarins. Samband við vélina rofnaði upp úr klukkan þrjú en lögreglu barst tilkynning um slysið um klukkan 15.10. Flak hennar fannst hálftíma síðar. Hinir látnu voru á þrítugs- og fertugsaldri, og eins og áður segir kennarar við Flugskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum sem send var út í gærkvöldi kemur fram að kennurum og nemendum í flugskólanum, sem og Tækniskólanum sem flugskólinn tilheyrir, hafi verið boðin áfallahjálp vegna slyssins. Allt skólastarf fellur niður í dag vegna þessa, bæði í Flugskóla Íslands og Tækniskólanum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46 Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15 Lítil kennsluflugvél fór niður á Reykjanesi Allt kapp var lagt á að ná að rannsaka aðstæður áður en myrkur skellur á samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. nóvember 2015 15:47 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46
Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15
Lítil kennsluflugvél fór niður á Reykjanesi Allt kapp var lagt á að ná að rannsaka aðstæður áður en myrkur skellur á samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. nóvember 2015 15:47