„Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 14:13 "Við gerum okkur ekki neinar væntingar fyrir fundinn í dag,“ segir Gylfi. vísir Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna hjá ÍSAL, segist gera sér litlar vonir. „Þetta er jákvætt á meðan menn eru að talast við,“ sagði hann í samtali við fréttastofu, skömmu fyrir fundinn.Aðaldeilumálið lagt til hliðar Fundi deiluaðila lauk seint í gærkvöld, án niðurstöðu. Takist ekki samningar hefst verkfall starfsmanna 2. desember. Það jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar. „Við erum sammála um að setja aðaldeilumálið til hliðar í bili, verktakamálið, og reyna að ræða önnur mál sem standa úti, launamál og annað slíkt,“ segir Gylfi. Þar vísar hann í kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningnum frá 1972, sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum. „Það hefur enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér í svona kjaradeilum, og það ætlum við ekki að gera. En ef aðilar fást til að semja við okkur á sömu nótum og samið hefur verið um á almennum markaði þá get ég ekki annað en verið bjartsýnn.“Áhrifa verkfallsins gæti víða í Hafnarfirði Kjaradeilan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála, og segir lokunina koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bænum. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirkst samfélag. Það er alveg ljóst,“ segir Rósa.Raforkusala upp á hundruð milljarða í húfiÞá ríkir óvissa um hvort hugsanleg lokun losi Rio Tinto undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörg hundruð milljarða króna næstu tuttugu ár er í húfi því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landsvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör hafa fengist frá ráðamönnum Landsvirkjunar, sem ætla ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna hjá ÍSAL, segist gera sér litlar vonir. „Þetta er jákvætt á meðan menn eru að talast við,“ sagði hann í samtali við fréttastofu, skömmu fyrir fundinn.Aðaldeilumálið lagt til hliðar Fundi deiluaðila lauk seint í gærkvöld, án niðurstöðu. Takist ekki samningar hefst verkfall starfsmanna 2. desember. Það jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar. „Við erum sammála um að setja aðaldeilumálið til hliðar í bili, verktakamálið, og reyna að ræða önnur mál sem standa úti, launamál og annað slíkt,“ segir Gylfi. Þar vísar hann í kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningnum frá 1972, sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum. „Það hefur enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér í svona kjaradeilum, og það ætlum við ekki að gera. En ef aðilar fást til að semja við okkur á sömu nótum og samið hefur verið um á almennum markaði þá get ég ekki annað en verið bjartsýnn.“Áhrifa verkfallsins gæti víða í Hafnarfirði Kjaradeilan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála, og segir lokunina koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bænum. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirkst samfélag. Það er alveg ljóst,“ segir Rósa.Raforkusala upp á hundruð milljarða í húfiÞá ríkir óvissa um hvort hugsanleg lokun losi Rio Tinto undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörg hundruð milljarða króna næstu tuttugu ár er í húfi því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landsvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör hafa fengist frá ráðamönnum Landsvirkjunar, sem ætla ekki að tjá sig um málið að svo stöddu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30