Svarthvítt Ríkisútvarp Stjórnarmaðurinn skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Ef taka ætti mark á þeim sem hæst hafa í umræðunni um Ríkisútvarpið mætti halda að Ísland væri eina landið í heiminum þar sem styr stendur um starfsemi ríkisfjölmiðla. Þannig hafa margir beitt fyrir sig rökum á þá leið að til dæmis BBC í Bretlandi eða DR í Danmörku séu standandi dæmi um mikilvægi og tilverurétt almannafjölmiðla. Röksemdir sem þessar eru hins vegar mikil einföldun. Í fyrsta lagi bera þær þess vott að fólk geti einungis verið með eða á móti Ríkisútvarpinu. Annaðhvort verði RÚV lagt niður eða það starfi áfram í nokkurn veginn óbreyttri mynd. Skoðanir flestra falla væntanlega á milli. Stjórnarmaðurinn telur til dæmis að ríkisfjölmiðlar eigi rétt á sér, þeir eigi hins vegar að forðast samkeppni við einkaaðila. Þannig á Ríkisútvarpið ekki að bjóða þjónustu sem er nú þegar í boði annars staðar, það á ekki að keppa við einkaaðila um efniskaup og ekki að standa í auglýsingasölu. Í þessari skoðun felst vilji til að breyta Ríkisútvarpinu, ekki leggja það niður. Í öðru lagi þá vill oft brenna við að þegar gripið er í samanburð við erlenda ríkisfjölmiðla þá séu slíkir fjölmiðlar sveipaðir einhvers konar dýrðarljóma. Vitanlega er það ekki svo. Fyrir hvern þátt af David Attenborough á BBC, er fjöldi útsendinga af hæfileikakeppnum ýmiss konar, sem þó er ekki þverfótað fyrir á einkastöðvunum. BBC er líka illa rekin stofnun á flesta mælikvarða. Svo mjög að stofnuninni hefur verið gert að skera niður um 140 milljarða króna á næstu sjö árum. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þá átt. M.a. stendur til að skera stórlega niður framboð á íþróttaefni enda ofgnótt af slíku í boði hjá einkaaðilunum. Þannig hefur BBC nú þegar gefið eftir réttinn á opna breska meistaramótinu í golfi og til stendur að gera slíkt hið sama varðandi Formúlu 1 kappaksturinn. Samanburður leiðir líka í ljós mikla sóun. Á BBC eru t.d. 129 fjölmiðlafulltrúar á meðan hjá ITV starfa 35. ITV selur þó eigið efni um allan heim. Launakostnaður hjá félaginu er sömuleiðis gríðarlegur og jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Ljóst er að taka þarf til á ýmsum vígstöðvum eigi sparnaðaráform að standast. BBC er því ekki gallalaust frekar en önnur fyrirtæki. Engum dettur hins vegar í hug að þeir sem berjast fyrir umbótum í rekstri stofnunarinnar séu allir sérstakir óvinir almannaútvarps.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Ef taka ætti mark á þeim sem hæst hafa í umræðunni um Ríkisútvarpið mætti halda að Ísland væri eina landið í heiminum þar sem styr stendur um starfsemi ríkisfjölmiðla. Þannig hafa margir beitt fyrir sig rökum á þá leið að til dæmis BBC í Bretlandi eða DR í Danmörku séu standandi dæmi um mikilvægi og tilverurétt almannafjölmiðla. Röksemdir sem þessar eru hins vegar mikil einföldun. Í fyrsta lagi bera þær þess vott að fólk geti einungis verið með eða á móti Ríkisútvarpinu. Annaðhvort verði RÚV lagt niður eða það starfi áfram í nokkurn veginn óbreyttri mynd. Skoðanir flestra falla væntanlega á milli. Stjórnarmaðurinn telur til dæmis að ríkisfjölmiðlar eigi rétt á sér, þeir eigi hins vegar að forðast samkeppni við einkaaðila. Þannig á Ríkisútvarpið ekki að bjóða þjónustu sem er nú þegar í boði annars staðar, það á ekki að keppa við einkaaðila um efniskaup og ekki að standa í auglýsingasölu. Í þessari skoðun felst vilji til að breyta Ríkisútvarpinu, ekki leggja það niður. Í öðru lagi þá vill oft brenna við að þegar gripið er í samanburð við erlenda ríkisfjölmiðla þá séu slíkir fjölmiðlar sveipaðir einhvers konar dýrðarljóma. Vitanlega er það ekki svo. Fyrir hvern þátt af David Attenborough á BBC, er fjöldi útsendinga af hæfileikakeppnum ýmiss konar, sem þó er ekki þverfótað fyrir á einkastöðvunum. BBC er líka illa rekin stofnun á flesta mælikvarða. Svo mjög að stofnuninni hefur verið gert að skera niður um 140 milljarða króna á næstu sjö árum. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þá átt. M.a. stendur til að skera stórlega niður framboð á íþróttaefni enda ofgnótt af slíku í boði hjá einkaaðilunum. Þannig hefur BBC nú þegar gefið eftir réttinn á opna breska meistaramótinu í golfi og til stendur að gera slíkt hið sama varðandi Formúlu 1 kappaksturinn. Samanburður leiðir líka í ljós mikla sóun. Á BBC eru t.d. 129 fjölmiðlafulltrúar á meðan hjá ITV starfa 35. ITV selur þó eigið efni um allan heim. Launakostnaður hjá félaginu er sömuleiðis gríðarlegur og jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Ljóst er að taka þarf til á ýmsum vígstöðvum eigi sparnaðaráform að standast. BBC er því ekki gallalaust frekar en önnur fyrirtæki. Engum dettur hins vegar í hug að þeir sem berjast fyrir umbótum í rekstri stofnunarinnar séu allir sérstakir óvinir almannaútvarps.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira