Bayern München sýndi styrk sinn þegar Alfreð Finnbogason og félagar í gríska meistaraliðinu Olympiacos komu í heimsókn í F-riðli Meistaradeildarinanr í kvöld.
Douglas Costa kom Bayern yfir á 8. mínútu og Robert Lewandowski og bætti við öðru marki átta mínútum síðar.
Bayern gekk svo frá leiknum áður en 20 mínútur voru búnar, en þá skoraði Thomas Müller þriðja markið, 3-0.
Holger Badstuber, miðvörður Bayern sem hefur verið mikið meiddur, fékk tækifæri til að byrja í kvöld en þurfti að fara af velli með rautt spjald á 53. mínútu.
Manni færri bætti Bayern bara við marki þegar Kingsley Coeman skoraði á 70. mínútu, 4-0, og það urðu lokatölur.
Olympiacos er í öðru sæti riðilsins með þriggja stiga forskot á Arsenal og nægir jafntefli eða eins marks tap svo fremi að Skytturnar skori bara tvö mörk þegar liðin mætast í úrslitaleik um annað sætið eftir tvær vikur.
Alfreð og félagar fengu skell í München
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti

Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn