Steindauður blaðamannafundur hjá UFC Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 9. desember 2015 23:30 Aldo og McGregor eftir fundinn í kvöld. Vísir/Getty Það var talsvert mikil spenna fyrir blaðamannafundi UFC í kvöld þegar fjórar stærstu stjörnurnar á UFC 194 mættu og svöruðu blaðamönnum. Meira að segja vélbyssukjafturinn Conor McGregor var rólegur. Blaðamannafundurinn var haldinn í MGM Grand Garden Arena þar sem bardagakvöldið mun fara fram. Pláss fyrir allt að 10 þúsund manns og UFC var vongott um að mætingin yrði frábær. Skemmst er frá því að segja að hún var mjög léleg þó svo frítt hafi verið inn. Aðeins örfáir Írar eru komnir til Las Vegas og þeir létu í sér heyra. Það var þó aðeins hjóm miðað við stemninguna síðasta sumar. Í raun var stemningin vandræðalega léleg. McGregor er búinn að eyða heilu ári í að urða yfir Jose Aldo og æsa hann upp. Í dag sat hann silkislakur í stól sínum og sleppti öllum persónulegum svívirðingum. Talaði aðeins um hvernig hann myndi vinna bardagann og eftir það yrði hann orðinn besti bardagakappinn í UFC. Aldo var einnig mjög rólegur eins og venjulega. Conor virtist vera kominn inn í hausinn á honum síðasta sumar en það virðist vera búið. Conor nær ekkert að róa Aldo lengur sem virkar afar einbeittur og meira en til í að lúskra á Íranum kjaftfora. McGregor setti sig í smá stellingar er þeir mættust í lok fundar og var það hápunkturinn á afar óeftirminnilegum blaðamannafundi. Á því átti engin von miðað við það sem á undan er gengið. MMA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Sjá meira
Það var talsvert mikil spenna fyrir blaðamannafundi UFC í kvöld þegar fjórar stærstu stjörnurnar á UFC 194 mættu og svöruðu blaðamönnum. Meira að segja vélbyssukjafturinn Conor McGregor var rólegur. Blaðamannafundurinn var haldinn í MGM Grand Garden Arena þar sem bardagakvöldið mun fara fram. Pláss fyrir allt að 10 þúsund manns og UFC var vongott um að mætingin yrði frábær. Skemmst er frá því að segja að hún var mjög léleg þó svo frítt hafi verið inn. Aðeins örfáir Írar eru komnir til Las Vegas og þeir létu í sér heyra. Það var þó aðeins hjóm miðað við stemninguna síðasta sumar. Í raun var stemningin vandræðalega léleg. McGregor er búinn að eyða heilu ári í að urða yfir Jose Aldo og æsa hann upp. Í dag sat hann silkislakur í stól sínum og sleppti öllum persónulegum svívirðingum. Talaði aðeins um hvernig hann myndi vinna bardagann og eftir það yrði hann orðinn besti bardagakappinn í UFC. Aldo var einnig mjög rólegur eins og venjulega. Conor virtist vera kominn inn í hausinn á honum síðasta sumar en það virðist vera búið. Conor nær ekkert að róa Aldo lengur sem virkar afar einbeittur og meira en til í að lúskra á Íranum kjaftfora. McGregor setti sig í smá stellingar er þeir mættust í lok fundar og var það hápunkturinn á afar óeftirminnilegum blaðamannafundi. Á því átti engin von miðað við það sem á undan er gengið.
MMA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Sjá meira