Húsið sem fauk á Patreksfirði eins berskjaldað og mögulegt er Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2015 11:27 Grunnur hússins á Patreksfirði sem fauk í nótt. Húsið var mannlaust. Enginn varð vitni að því þegar mannlaust hús sem verið var að gera upp fauk svo gott sem í heild sinni í óveðrinu sem gekk yfir landið. Björgunarsveitarmaður hjá Blakki á Patreksfirði segir húsið standa á versta mögulega stað þegar blæs úr austri. Jónas Þrastarson var einn liðsmanna Blakks sem sinntu í kringum tíu útköllum í bænum frá miðnætti og til sjö í morgun. Brotnar rúður og klæðning og þakplötur að fjúka var rauði þráðurinn í verkefnum næturinnar. Líklega bara ein hviða Jónas segir engan hafa orðið vitni að því þegar húsið fauk. Þeir hafi komið að því seint í nótt og þá hafi allt verið fokið úr því sem fokið gat. „Ég held það hafi bara komið ein hviða,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um útskýringar á því hvað mögulega geti hafa gerst. Hann útskýrir að bærinn sé þannig uppbyggður að í austanátt geti myndast mikill vindstrengur niður Mikladal, um hundrað metra breiður. Í kringum 25 m/s vindhraði og 35 m/s hviður voru við veðurstöðina á Patreksfirði í nótt. Jónas segist trúa því að hviðurnar í strengnum fari eflaust upp í 50 m/s á sama tíma.Allir fastir á Patró „Það stendur einhverja 200 metra frá sjónum og brakið er búið að dreifast niður að sjó. Restin er væntanlega úti í sjónum,“ segir Jónas. Verið var að gera húsið upp og stóð það eitt uppi á hól. „Það var eins berskjaldað og það gat verið,“ segir Jónas en engin tré er að finna í kringum húsið. Jónas var eins og gefur að skilja þreyttur eftir atburði næturinnar og næst á dagskrá var að leggja sig. „Svo er framundan vinna hjá Orkubúi Vestfjarða um leið og þeir opna heiðarnar,“ segir Jónas sem kemst ekkert frá Patreksfirði þessa stundina frekar en aðrir íbúar í bænum. Veður Tengdar fréttir Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Enginn varð vitni að því þegar mannlaust hús sem verið var að gera upp fauk svo gott sem í heild sinni í óveðrinu sem gekk yfir landið. Björgunarsveitarmaður hjá Blakki á Patreksfirði segir húsið standa á versta mögulega stað þegar blæs úr austri. Jónas Þrastarson var einn liðsmanna Blakks sem sinntu í kringum tíu útköllum í bænum frá miðnætti og til sjö í morgun. Brotnar rúður og klæðning og þakplötur að fjúka var rauði þráðurinn í verkefnum næturinnar. Líklega bara ein hviða Jónas segir engan hafa orðið vitni að því þegar húsið fauk. Þeir hafi komið að því seint í nótt og þá hafi allt verið fokið úr því sem fokið gat. „Ég held það hafi bara komið ein hviða,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um útskýringar á því hvað mögulega geti hafa gerst. Hann útskýrir að bærinn sé þannig uppbyggður að í austanátt geti myndast mikill vindstrengur niður Mikladal, um hundrað metra breiður. Í kringum 25 m/s vindhraði og 35 m/s hviður voru við veðurstöðina á Patreksfirði í nótt. Jónas segist trúa því að hviðurnar í strengnum fari eflaust upp í 50 m/s á sama tíma.Allir fastir á Patró „Það stendur einhverja 200 metra frá sjónum og brakið er búið að dreifast niður að sjó. Restin er væntanlega úti í sjónum,“ segir Jónas. Verið var að gera húsið upp og stóð það eitt uppi á hól. „Það var eins berskjaldað og það gat verið,“ segir Jónas en engin tré er að finna í kringum húsið. Jónas var eins og gefur að skilja þreyttur eftir atburði næturinnar og næst á dagskrá var að leggja sig. „Svo er framundan vinna hjá Orkubúi Vestfjarða um leið og þeir opna heiðarnar,“ segir Jónas sem kemst ekkert frá Patreksfirði þessa stundina frekar en aðrir íbúar í bænum.
Veður Tengdar fréttir Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28
Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18