Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. desember 2015 20:07 Lögregla er á staðnum vísir/epa Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. Í frétt BBC um málið er talað um tuttugu fórnarlömb og í sjónvarpsútsendingu CNN er sagt frá því að árásarmennirnir séu líklega fleiri en einn. Lögregla og slökkvilið vinna nú hörðum höndum að því að girða svæðið af og koma fólki í öruggt skjól. Mennirnir eru vel vígbúnir en óstaðfestar heimildir herma að þeir séu brynvarðir.Þessi frétt verður uppfærð um leið og frekari upplýsingar berast.Uppfært 23.25: Lögreglan hefur fellt einn árásarmannanna og króað hina tvo af. Uppfært 21.55: Blaðamannafundur fór fram fyrir utan Inland Regional Center í San Bernardino fyrir skemmstu. Þar kom fram að minnst fjórtán væru látnir og allavega fjórtán lægu sárir á sjúkrahúsi. Að sögn barst fyrsta tilkynning um árásina skömmu fyrir klukkan ellefu að staðartíma. Mennirnir mættu þá inn í bygginguna og hófu að skjóta á fólk. Rúmlega fimmhundruð voru þá í byggingunni. Þeir sem komust ósærðir úr árásinni hafa verið færðir í öruggt skjól og er nú verið að yfirheyra þá. Uppfært 21.15: Talið er að minnst einn árásarmannanna hafi náð að flýja vettvang og stendur leit að honum nú yfir. Ekki er vitað hvort að fleiri hafi komist undan. Tölur af mannfalli eru enn á reiki. Skotárásin í dag er 355. skotárásin í Bandaríkjunum þar sem fjórir eða fleiri láta lífið. 2. desember er 336. dagur ársins þannig það gerir rúmlega eina árás á dag. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem færri en fjórir láta lífið. Sérsveitarmenn sendu sprengjuvélmenni inn í Indland Regional Center þar sem dularfullur böggull fannst. Ekki hefur fengist staðfest hvort þar var á ferðinni sprengja eður ei.Uppfært 20.30: Árásin átti sér stað á Inland Regional Center sem er þjónustumiðstöð fyrir fólk með ýmisskonar þroskaskerðingu. Heimildir ABC herma að tólf séu látnir en sú tala hefur ekki fengist staðfest.Casualty triage near the scene of a mass shooting in #SanBernardino, California. https://t.co/L7lfeaIIlT— Haidar Sumeri (@IraqiSecurity) December 2, 2015 SBFD units responding to reports of 20 victim shooting incident in 1300 block of S. Waterman. SBPD is working to clear the scene.— San Bernardino Fire (@SBCityFire) December 2, 2015 ACTIVE SHOOTER:Area of Orange Show Rd/ Waterman Ave near Park Center, & surrounding area remains VERY ACTIVE. AVOID! pic.twitter.com/5vG0aYW6IL— SB County Sheriff (@sbcountysheriff) December 2, 2015 Myndin sýnir staðsetningu San Bernardinomynd/google maps Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. Í frétt BBC um málið er talað um tuttugu fórnarlömb og í sjónvarpsútsendingu CNN er sagt frá því að árásarmennirnir séu líklega fleiri en einn. Lögregla og slökkvilið vinna nú hörðum höndum að því að girða svæðið af og koma fólki í öruggt skjól. Mennirnir eru vel vígbúnir en óstaðfestar heimildir herma að þeir séu brynvarðir.Þessi frétt verður uppfærð um leið og frekari upplýsingar berast.Uppfært 23.25: Lögreglan hefur fellt einn árásarmannanna og króað hina tvo af. Uppfært 21.55: Blaðamannafundur fór fram fyrir utan Inland Regional Center í San Bernardino fyrir skemmstu. Þar kom fram að minnst fjórtán væru látnir og allavega fjórtán lægu sárir á sjúkrahúsi. Að sögn barst fyrsta tilkynning um árásina skömmu fyrir klukkan ellefu að staðartíma. Mennirnir mættu þá inn í bygginguna og hófu að skjóta á fólk. Rúmlega fimmhundruð voru þá í byggingunni. Þeir sem komust ósærðir úr árásinni hafa verið færðir í öruggt skjól og er nú verið að yfirheyra þá. Uppfært 21.15: Talið er að minnst einn árásarmannanna hafi náð að flýja vettvang og stendur leit að honum nú yfir. Ekki er vitað hvort að fleiri hafi komist undan. Tölur af mannfalli eru enn á reiki. Skotárásin í dag er 355. skotárásin í Bandaríkjunum þar sem fjórir eða fleiri láta lífið. 2. desember er 336. dagur ársins þannig það gerir rúmlega eina árás á dag. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem færri en fjórir láta lífið. Sérsveitarmenn sendu sprengjuvélmenni inn í Indland Regional Center þar sem dularfullur böggull fannst. Ekki hefur fengist staðfest hvort þar var á ferðinni sprengja eður ei.Uppfært 20.30: Árásin átti sér stað á Inland Regional Center sem er þjónustumiðstöð fyrir fólk með ýmisskonar þroskaskerðingu. Heimildir ABC herma að tólf séu látnir en sú tala hefur ekki fengist staðfest.Casualty triage near the scene of a mass shooting in #SanBernardino, California. https://t.co/L7lfeaIIlT— Haidar Sumeri (@IraqiSecurity) December 2, 2015 SBFD units responding to reports of 20 victim shooting incident in 1300 block of S. Waterman. SBPD is working to clear the scene.— San Bernardino Fire (@SBCityFire) December 2, 2015 ACTIVE SHOOTER:Area of Orange Show Rd/ Waterman Ave near Park Center, & surrounding area remains VERY ACTIVE. AVOID! pic.twitter.com/5vG0aYW6IL— SB County Sheriff (@sbcountysheriff) December 2, 2015 Myndin sýnir staðsetningu San Bernardinomynd/google maps
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira