Boða fleiri lokanir á Hellisheiði Óli Kr. Ármannsson skrifar 1. desember 2015 07:00 Vegkaflinn á Suðurlandsvegi fyrir ofan Draugahlíðarbrekku hjá Litlu-Kaffistofunni sem hér sést á vefmyndavél Vegagerðarinnar í hádeginu í gær er dæmi um tveir plús einn veg sem skilinn er að með vírvegriði. Mynd/Vegagerðin Öryggisráðstafanir sem ráðist hefur verið í samhliða breytingum á þjóðveginum um Hellisheiði kalla á að veginum verði oftar lokað vegna snjóa, eða þegar verður mjög blint. „Þetta er dálítil stefnubreyting að loka fremur oftar en sjaldnar og helst að vera á undan því að menn festi sig,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hann áréttar að mikilvægasta aðferðin til að bæta umferðaröryggi sé alltaf að skilja að akstursstefnur, því að hættulegustu umferðarslysin verði þegar bílar lenda beint framan á hver öðrum.G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi VegagerðarinnarVíravegrið hefur verið sett upp á Hellisheiði og víðar á Suðurlandsvegi til þess að skilja að akstursstefnur og auka öryggi, en auknu öryggi segir Pétur að fylgi líka kostnaður. Víravegriði fylgi samt minni snjósöfnun en annars konar vegriðum. En um leið sé þrengt að og dýrara verði að ryðja veginn. Þá minnkar rými ökumanna til að athafna sig og aka í kringum fasta bíla í vondum veðrum. Því er líklegra að einn bíll sem stoppar verði til þess að stöðva umferðina alveg. „Það er verklag á hverri einustu heiði um hvernig standa skuli að lokunum og við erum í samvinnu við björgunarsveitirnar, sem manna þá lokunarpóstana, og greiðum fyrir það,“ segir G. Pétur. En þótt verkalag sé til staðar þá sé það enn í þróun líka. Vegagerðin sé hins vegar mjög ánægð með viðbrögð fólks í könnunum hennar við lokunum, því fólk vilji fremur að vandræðum sé afstýrt með lokunum. „Og stefnan er einmitt að loka helst áður en veðrið kemur og bílar fara að festast.“ Með því verklagi sé líka auðveldara að opna fyrr, þegar ekki þarf að koma í burt bílum sem sitji fastir. Fólk megi hins vegar búast við því nú að veginum verði lokað oftar en áður. „Það er bara kostnaðurinn af því að bæta umferðaröryggið.“ Síðasti vetur segir G. Pétur að hafi verið óvenjulegur suðvestanlands vegna tíðra lokana út af veðri. Meira að segja hafi komið fyrir að loka hafi þurft Reykjanesbrautinni. Þarna spili saman veður, breytt verklag og breytt umferðarmenning. „Þá hefur líka áhrif fjölgun ferðamanna, þannig að við erum með fleiri óvana ökumenn á ferðinni, bæði innlenda og erlenda.“ Núna séu uppi aðrar aðstæður en fyrir 20 árum þó að þá hafi líka snjóað mikið. Veður Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Öryggisráðstafanir sem ráðist hefur verið í samhliða breytingum á þjóðveginum um Hellisheiði kalla á að veginum verði oftar lokað vegna snjóa, eða þegar verður mjög blint. „Þetta er dálítil stefnubreyting að loka fremur oftar en sjaldnar og helst að vera á undan því að menn festi sig,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hann áréttar að mikilvægasta aðferðin til að bæta umferðaröryggi sé alltaf að skilja að akstursstefnur, því að hættulegustu umferðarslysin verði þegar bílar lenda beint framan á hver öðrum.G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi VegagerðarinnarVíravegrið hefur verið sett upp á Hellisheiði og víðar á Suðurlandsvegi til þess að skilja að akstursstefnur og auka öryggi, en auknu öryggi segir Pétur að fylgi líka kostnaður. Víravegriði fylgi samt minni snjósöfnun en annars konar vegriðum. En um leið sé þrengt að og dýrara verði að ryðja veginn. Þá minnkar rými ökumanna til að athafna sig og aka í kringum fasta bíla í vondum veðrum. Því er líklegra að einn bíll sem stoppar verði til þess að stöðva umferðina alveg. „Það er verklag á hverri einustu heiði um hvernig standa skuli að lokunum og við erum í samvinnu við björgunarsveitirnar, sem manna þá lokunarpóstana, og greiðum fyrir það,“ segir G. Pétur. En þótt verkalag sé til staðar þá sé það enn í þróun líka. Vegagerðin sé hins vegar mjög ánægð með viðbrögð fólks í könnunum hennar við lokunum, því fólk vilji fremur að vandræðum sé afstýrt með lokunum. „Og stefnan er einmitt að loka helst áður en veðrið kemur og bílar fara að festast.“ Með því verklagi sé líka auðveldara að opna fyrr, þegar ekki þarf að koma í burt bílum sem sitji fastir. Fólk megi hins vegar búast við því nú að veginum verði lokað oftar en áður. „Það er bara kostnaðurinn af því að bæta umferðaröryggið.“ Síðasti vetur segir G. Pétur að hafi verið óvenjulegur suðvestanlands vegna tíðra lokana út af veðri. Meira að segja hafi komið fyrir að loka hafi þurft Reykjanesbrautinni. Þarna spili saman veður, breytt verklag og breytt umferðarmenning. „Þá hefur líka áhrif fjölgun ferðamanna, þannig að við erum með fleiri óvana ökumenn á ferðinni, bæði innlenda og erlenda.“ Núna séu uppi aðrar aðstæður en fyrir 20 árum þó að þá hafi líka snjóað mikið.
Veður Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira