Ef okkur er ekki sama um framtíð barnanna?… Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 1. desember 2015 09:00 Þá drepum við á bílvélinni þegar bíllinn er kyrrstæður, því það er óþarfi að brenna meira jarðefnaeldsneyti en þörf krefur. Þá hjólum við, göngum og notum almenningssamgöngur eins og kostur er. Þá minnkum við neyslu, því af flest allri framleiðslu og flutningi hlýst mengun. Þá kaupum við vörur sem eru framleiddar nálægt heimabyggð okkar og hafa ekki ferðast um langan veg, því það sparar eldsneyti. Þá endurnotum við, endurnýtum og flokkum allt sorp, því það er betra að nýta hráefni aftur og aftur í stað þess að taka nýtt úr auðlindum jarðar. Þá hugsum við til barnanna okkar í öllum gjörðum okkar, því framtíðin er þeirra. Ein helsta ógn barnanna okkar eru loftslagsbreytingar og meginorsakavaldur þeirra er brennsla á jarðefnaeldsneyti, svo sem olíu. Ef ekki verða tafarlausar breytingar munu börnin okkar og börn framtíðarinnar þurfa að kljást við eitt stærsta verkefni sem nokkur kynslóð hefur þurft að kljást við; alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Börn, ekki síst á hinum fátækari svæðum heims, munu missa heimili sín vegna hækkunar sjávarborðs, börn þurfa að kljást við auknar sveiflur í veðurfari og aukinn hita, íslensk börn þurfa jafnvel að standa frammi fyrir þeim veruleika með fjölskyldum sínum að Ísland verði ekki byggilegt sökum áhrifa loftlagsbreytinga á hafstrauma og fiskimið. Réttindi barnanna Börnin okkar eiga rétt á því að við hugsum um þeirra hag og látum af eigingirni neysluhyggjunnar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök, sem vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem leiðarljós í öllu starfi. Samtökin vilja að tryggt sé að öll heimsins börn í nútíð og framtíð njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum. Mikilvægt er að stuðla að jafnrétti milli heimshluta og einnig milli kynslóða til að komandi kynslóðir geti notið réttinda sinna, búið við öryggi og vernd og uppfyllt þarfir sínar, ekki síður en núlifandi kynslóðir. Til að jörðin verði áfram byggileg, þarf að nýta auðlindir með sjálfbærum hætti, minnka sóun, vinna gegn loftslagsbreytingum, vernda vistkerfi, vinna að jöfnuði í heiminum, gæta jafnræðis og uppræta fátækt. Jafnframt þarf að stunda lýðræðisleg vinnubrögð, efla þátttöku barna og ungmenna í samfélagsmálum og taka mið af fjölbreytileika samfélaga. Við höfum stuttan tíma, því miður. Barnaheill vilja hvetja stjórnvöld og almenning allan til að vinna gegn loftslagsbreytingum og tryggja þannig börnum heimsins viðunandi framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þá drepum við á bílvélinni þegar bíllinn er kyrrstæður, því það er óþarfi að brenna meira jarðefnaeldsneyti en þörf krefur. Þá hjólum við, göngum og notum almenningssamgöngur eins og kostur er. Þá minnkum við neyslu, því af flest allri framleiðslu og flutningi hlýst mengun. Þá kaupum við vörur sem eru framleiddar nálægt heimabyggð okkar og hafa ekki ferðast um langan veg, því það sparar eldsneyti. Þá endurnotum við, endurnýtum og flokkum allt sorp, því það er betra að nýta hráefni aftur og aftur í stað þess að taka nýtt úr auðlindum jarðar. Þá hugsum við til barnanna okkar í öllum gjörðum okkar, því framtíðin er þeirra. Ein helsta ógn barnanna okkar eru loftslagsbreytingar og meginorsakavaldur þeirra er brennsla á jarðefnaeldsneyti, svo sem olíu. Ef ekki verða tafarlausar breytingar munu börnin okkar og börn framtíðarinnar þurfa að kljást við eitt stærsta verkefni sem nokkur kynslóð hefur þurft að kljást við; alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Börn, ekki síst á hinum fátækari svæðum heims, munu missa heimili sín vegna hækkunar sjávarborðs, börn þurfa að kljást við auknar sveiflur í veðurfari og aukinn hita, íslensk börn þurfa jafnvel að standa frammi fyrir þeim veruleika með fjölskyldum sínum að Ísland verði ekki byggilegt sökum áhrifa loftlagsbreytinga á hafstrauma og fiskimið. Réttindi barnanna Börnin okkar eiga rétt á því að við hugsum um þeirra hag og látum af eigingirni neysluhyggjunnar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök, sem vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem leiðarljós í öllu starfi. Samtökin vilja að tryggt sé að öll heimsins börn í nútíð og framtíð njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum. Mikilvægt er að stuðla að jafnrétti milli heimshluta og einnig milli kynslóða til að komandi kynslóðir geti notið réttinda sinna, búið við öryggi og vernd og uppfyllt þarfir sínar, ekki síður en núlifandi kynslóðir. Til að jörðin verði áfram byggileg, þarf að nýta auðlindir með sjálfbærum hætti, minnka sóun, vinna gegn loftslagsbreytingum, vernda vistkerfi, vinna að jöfnuði í heiminum, gæta jafnræðis og uppræta fátækt. Jafnframt þarf að stunda lýðræðisleg vinnubrögð, efla þátttöku barna og ungmenna í samfélagsmálum og taka mið af fjölbreytileika samfélaga. Við höfum stuttan tíma, því miður. Barnaheill vilja hvetja stjórnvöld og almenning allan til að vinna gegn loftslagsbreytingum og tryggja þannig börnum heimsins viðunandi framtíð.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar