Putin segir Tyrki hafa ákveðið að „sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2015 14:01 Vladimir Putin, forseti Rússlands, á blaðamannafundinum í dag. Visir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að Rússar séu tilbúnir til að bæta samskipti sín við Bandaríkin og vinna með hverjum þeirra sem kosinn verður til forseta á næsta ári. Hann sagði viðræður sínar við John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni hafa sýnt fram á að yfirvöld í Washington séu einnig reiðubúin til samstarfs. Hann sagðist hins vegar ekki sjá að mögulegt væri að bæta samskipti Rússlands og Tyrklands, á meðan núverandi leiðtogar Tyrklands væru við völd. Putin virtist reiður þegar hann ræddi um það að Tyrkir hafi skotið niður rússneska sprengjuflugvél í síðasta mánuði og sagðist ekki skilja að Tyrkir hafi ekki strax haft samband við Moskvu og útskýrt atvikið. Þess í stað hafi þeir falið sig undir pilsfaldi NATO. „Tyrkir hafa ákváðu að sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað,“ sagði Putin.Viðurkenndi aðstoð Rússa við aðskilnaðarsinnaPutin þvertók fyrir að yfirvöld Rússlands hefðu nokkurn tímann neitað því að rússneskir hermenn væru meðal aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Hann viðurkenndi þó ekki að þar væru hefðbundnir hermenn að störfum en sagði að Rússar hefðu „framkvæmt einhver hernaðarleg verkefni“ þar. Yfirvöld Rússlands hafa margsinnis neitað því að hermenn þeirra hafi verið í Úkraínu. Sama gerðu þeir á Krímskaga, en viðurkenndu þó eftir á að hermenn hefðu verið sendir þangað. Hann sagði einnig að stjórnvöld hans væru tilbúin til að þrýsta á aðskilnaðarsinna til að reyna að finna málamiðlun svo hægt væri að stilla til friðar á svæðinu. Þá gerir hann ráð fyrir því að efnahagssamband Rússlands og Úkraínu muni versna, en að Rússar muni ekki beita Úkraínu þvingunum vegna fríverslunarsamnings þeirra við Evrópusambandið.Putin sagði að efnahagur Rússlands bæri þess merki að hann myndi rétta úr kútnum, þrátt fyrir lækkandi olíuverð. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er reiknað með því að efnahagur Rússlands muni hafa minnkað um 3,8 prósent í lok þessa árs. Þá hafa meðallaun lækkað í Rússlandi, í fyrsta sinn frá því að Putin var kosinn fyrst árið 2000.Trump fremstur meðal forsetaframbjóðendaForsetinn sagðist telja að Donald Trump vera fremstan meðal forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum og að hann væri einfaldlega hæfileikarík manneskja. Hann fagnaði því að Trump hefði sagst vilja bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. „Hann er án gáfaður og hæfileikaríkur. Hann er alger leiðtogi forsetaframbjóðendanna,“ sagði Putin. Þá sagði Putin einnig að Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, ætti að fá friðarverðlaun Nóbels. Blatter var vikið úr starfi vegna fjölmargra ásakana um spillingu. Putin sagði að Blatter hafði lagt mikið til mannréttinda um heim allan. Donald Trump Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að Rússar séu tilbúnir til að bæta samskipti sín við Bandaríkin og vinna með hverjum þeirra sem kosinn verður til forseta á næsta ári. Hann sagði viðræður sínar við John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni hafa sýnt fram á að yfirvöld í Washington séu einnig reiðubúin til samstarfs. Hann sagðist hins vegar ekki sjá að mögulegt væri að bæta samskipti Rússlands og Tyrklands, á meðan núverandi leiðtogar Tyrklands væru við völd. Putin virtist reiður þegar hann ræddi um það að Tyrkir hafi skotið niður rússneska sprengjuflugvél í síðasta mánuði og sagðist ekki skilja að Tyrkir hafi ekki strax haft samband við Moskvu og útskýrt atvikið. Þess í stað hafi þeir falið sig undir pilsfaldi NATO. „Tyrkir hafa ákváðu að sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað,“ sagði Putin.Viðurkenndi aðstoð Rússa við aðskilnaðarsinnaPutin þvertók fyrir að yfirvöld Rússlands hefðu nokkurn tímann neitað því að rússneskir hermenn væru meðal aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Hann viðurkenndi þó ekki að þar væru hefðbundnir hermenn að störfum en sagði að Rússar hefðu „framkvæmt einhver hernaðarleg verkefni“ þar. Yfirvöld Rússlands hafa margsinnis neitað því að hermenn þeirra hafi verið í Úkraínu. Sama gerðu þeir á Krímskaga, en viðurkenndu þó eftir á að hermenn hefðu verið sendir þangað. Hann sagði einnig að stjórnvöld hans væru tilbúin til að þrýsta á aðskilnaðarsinna til að reyna að finna málamiðlun svo hægt væri að stilla til friðar á svæðinu. Þá gerir hann ráð fyrir því að efnahagssamband Rússlands og Úkraínu muni versna, en að Rússar muni ekki beita Úkraínu þvingunum vegna fríverslunarsamnings þeirra við Evrópusambandið.Putin sagði að efnahagur Rússlands bæri þess merki að hann myndi rétta úr kútnum, þrátt fyrir lækkandi olíuverð. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er reiknað með því að efnahagur Rússlands muni hafa minnkað um 3,8 prósent í lok þessa árs. Þá hafa meðallaun lækkað í Rússlandi, í fyrsta sinn frá því að Putin var kosinn fyrst árið 2000.Trump fremstur meðal forsetaframbjóðendaForsetinn sagðist telja að Donald Trump vera fremstan meðal forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum og að hann væri einfaldlega hæfileikarík manneskja. Hann fagnaði því að Trump hefði sagst vilja bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. „Hann er án gáfaður og hæfileikaríkur. Hann er alger leiðtogi forsetaframbjóðendanna,“ sagði Putin. Þá sagði Putin einnig að Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, ætti að fá friðarverðlaun Nóbels. Blatter var vikið úr starfi vegna fjölmargra ásakana um spillingu. Putin sagði að Blatter hafði lagt mikið til mannréttinda um heim allan.
Donald Trump Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira