Uppnám á Star Wars-sýningu í Egilshöll: „Ótrúlegt að þetta þurfi að gerast á stærstu stundinni í okkar löngu sögu“ Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2015 09:02 Frá miðnætursýningu Star Wars: The Force Awakens í Egilshöll í nótt. Vísir/Jóhanna Andrésdóttir „Það er er ótrúlegt að þetta þurfi að gerast akkúrat þarna, á stærstu stundinni í okkar löngu sögu,“ segir Björn Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri hjá Sambíóunum, um bilun sem kom upp á miðnætursýningu Sambíóanna í Egilshöll á nýju Star Wars myndinni í nótt. Undir lok myndarinnar fraus myndin ítrekað – hátt í tíu sinnum og í fjölmargar sekúndur í hvert skipti – og létu margir bíógestir óánægju sína í ljós í fullum salnum, enda spennan skiljanlega í hámarki á lokamínútum myndarinnar. Þannig á einn að hafa hrópað: „Eruð þið að „downloada“ myndinni?“Eins og smurð vélBjörn segir að myndin hafi verið keyrð í gegn fyrr um daginn þar sem allt hafi gengið eins og smurð vél. „Við erum með mjög fullkomnar græjur sem keyra þetta áfram og við vitum ekki alveg hvað gerðist. Fyrirtækið sem sér um uppsetningu og sinnir viðhaldi á þessum vélum í Bretlandi er að skrá sig inn í kerfið núna til að kanna hvað gerðist.“ Björn segir að svona lagað hafi ekki gerst hjá fyrirtækinu í marga mánuði og að nýverið hafi maður yfirfarið allar vélar. Björn segir að einhverjir viðskiptavinir hafi haft samband og lýst yfir óánægju með bilunina. „Skiljanlega var fólk pirrað sem hafði beðið eftir myndinni í áraraðir.“Geta séð myndina aftur gegn framvísun miðaEinungis var þessi eina miðnætursýning í Egilshöll í nótt og vonast Björn til að sýningarvélin verði örugglega komin í lag fyrir næstu sýningu klukkan 11:30. Björn segir að þeir sem geti sýnt að þeir hafi verið með miða á þessa sýningu geti haft samband við Sambíóin og fengið að sjá myndina aftur ef þeir svo vilja. „Við erum náttúrulega í rusli að þetta hafi gerst. Þetta er stærsta stund í okkar sögu og þetta þurfti náttúrulega endilega að gerast þá.“ Bíó og sjónvarp Star Wars Tengdar fréttir Leikararnir sungu Star Wars lögin hjá Jimmy Fallon Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon og hljómsveitin The Roots tóku Star Wars lög í þættinum The Tonight Show í gærkvöld en um þessar mundir er verið að frumsýna nýjustu Star Wars myndina um allan heim. 16. desember 2015 10:45 Steindi leikur í sinni eigin Star Wars mynd: Mamman með leiksigur „Ég er mikill Star Wars aðdáandi og hef alltaf verið,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en hann leikur í sinni eigin útgáfu af Star Wars fyrir verslunina iStore og fer einfaldlega á kostum. 16. desember 2015 15:42 Sjöunda Stjörnustríðsmyndin fær glimrandi viðtökur eftir forsýninguna Stjörnurnar skinu skært á rauða dreglinum. 15. desember 2015 10:43 Tekjur af Star Wars svipaðar tekjum íslenska ríkisins Það kemur ef til vill sumum á óvart að 46 prósent af tekjum af Star Wars koma úr leikfangasölu. 16. desember 2015 09:18 Útlit fyrir að Star Wars slái met um helgina Gagnrýnendur halda vart vatni yfir sjöundu Stjörnustríðs-myndinni, The Force Awakens. 16. desember 2015 21:37 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Það er er ótrúlegt að þetta þurfi að gerast akkúrat þarna, á stærstu stundinni í okkar löngu sögu,“ segir Björn Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri hjá Sambíóunum, um bilun sem kom upp á miðnætursýningu Sambíóanna í Egilshöll á nýju Star Wars myndinni í nótt. Undir lok myndarinnar fraus myndin ítrekað – hátt í tíu sinnum og í fjölmargar sekúndur í hvert skipti – og létu margir bíógestir óánægju sína í ljós í fullum salnum, enda spennan skiljanlega í hámarki á lokamínútum myndarinnar. Þannig á einn að hafa hrópað: „Eruð þið að „downloada“ myndinni?“Eins og smurð vélBjörn segir að myndin hafi verið keyrð í gegn fyrr um daginn þar sem allt hafi gengið eins og smurð vél. „Við erum með mjög fullkomnar græjur sem keyra þetta áfram og við vitum ekki alveg hvað gerðist. Fyrirtækið sem sér um uppsetningu og sinnir viðhaldi á þessum vélum í Bretlandi er að skrá sig inn í kerfið núna til að kanna hvað gerðist.“ Björn segir að svona lagað hafi ekki gerst hjá fyrirtækinu í marga mánuði og að nýverið hafi maður yfirfarið allar vélar. Björn segir að einhverjir viðskiptavinir hafi haft samband og lýst yfir óánægju með bilunina. „Skiljanlega var fólk pirrað sem hafði beðið eftir myndinni í áraraðir.“Geta séð myndina aftur gegn framvísun miðaEinungis var þessi eina miðnætursýning í Egilshöll í nótt og vonast Björn til að sýningarvélin verði örugglega komin í lag fyrir næstu sýningu klukkan 11:30. Björn segir að þeir sem geti sýnt að þeir hafi verið með miða á þessa sýningu geti haft samband við Sambíóin og fengið að sjá myndina aftur ef þeir svo vilja. „Við erum náttúrulega í rusli að þetta hafi gerst. Þetta er stærsta stund í okkar sögu og þetta þurfti náttúrulega endilega að gerast þá.“
Bíó og sjónvarp Star Wars Tengdar fréttir Leikararnir sungu Star Wars lögin hjá Jimmy Fallon Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon og hljómsveitin The Roots tóku Star Wars lög í þættinum The Tonight Show í gærkvöld en um þessar mundir er verið að frumsýna nýjustu Star Wars myndina um allan heim. 16. desember 2015 10:45 Steindi leikur í sinni eigin Star Wars mynd: Mamman með leiksigur „Ég er mikill Star Wars aðdáandi og hef alltaf verið,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en hann leikur í sinni eigin útgáfu af Star Wars fyrir verslunina iStore og fer einfaldlega á kostum. 16. desember 2015 15:42 Sjöunda Stjörnustríðsmyndin fær glimrandi viðtökur eftir forsýninguna Stjörnurnar skinu skært á rauða dreglinum. 15. desember 2015 10:43 Tekjur af Star Wars svipaðar tekjum íslenska ríkisins Það kemur ef til vill sumum á óvart að 46 prósent af tekjum af Star Wars koma úr leikfangasölu. 16. desember 2015 09:18 Útlit fyrir að Star Wars slái met um helgina Gagnrýnendur halda vart vatni yfir sjöundu Stjörnustríðs-myndinni, The Force Awakens. 16. desember 2015 21:37 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Leikararnir sungu Star Wars lögin hjá Jimmy Fallon Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon og hljómsveitin The Roots tóku Star Wars lög í þættinum The Tonight Show í gærkvöld en um þessar mundir er verið að frumsýna nýjustu Star Wars myndina um allan heim. 16. desember 2015 10:45
Steindi leikur í sinni eigin Star Wars mynd: Mamman með leiksigur „Ég er mikill Star Wars aðdáandi og hef alltaf verið,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en hann leikur í sinni eigin útgáfu af Star Wars fyrir verslunina iStore og fer einfaldlega á kostum. 16. desember 2015 15:42
Sjöunda Stjörnustríðsmyndin fær glimrandi viðtökur eftir forsýninguna Stjörnurnar skinu skært á rauða dreglinum. 15. desember 2015 10:43
Tekjur af Star Wars svipaðar tekjum íslenska ríkisins Það kemur ef til vill sumum á óvart að 46 prósent af tekjum af Star Wars koma úr leikfangasölu. 16. desember 2015 09:18
Útlit fyrir að Star Wars slái met um helgina Gagnrýnendur halda vart vatni yfir sjöundu Stjörnustríðs-myndinni, The Force Awakens. 16. desember 2015 21:37