Gleðileg jól allra barna? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Jólin eru gjarnan nefnd hátíð barnanna, hátíð ljóss og friðar og hátíð samveru. Víða einkennir jólin mikil ofgnótt en annars staðar er skortur. Allir keppast við að gera vel við sig og sína, ekki síst við börnin sín og flestir reyna að hafa það að leiðarljósi sem er börnum fyrir bestu. Samvera fjölskyldu, nánd og kærleikur er flestum það sem skiptir mestu máli. Aðventan er einnig sá tími sem margir nýta til samveru með börnum sínum, til að sækja saman ýmsa viðburði og taka þátt í menningu og listum.Mismunandi aðstæður barna Ekki eru öll börn svo heppin að geta notið aðventu og jóla. Mörg börn búa við þannig aðstæður að jólin eru jafnvel tími kvíða og vanlíðunar. Sum börn búa við ofbeldi á heimili og óttast að jólin verði ekki friðsöm, önnur búa við alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma í fjölskyldum sínum og óttast að heimilið verði heltekið yfir jólin. Svo eru börn sem búa við fátækt og horfa eins og litla stúlkan með eldspýturnar á allsnægtir annarra án þess að geta notið þeirra sjálf. Þau finna jafnvel til skammar. Mörg börn eiga fleiri en eina fjölskyldu og geta því ekki dvalist öll jólin á heimilum beggja fjölskyldna. Þau finna jafnvel fyrir átökum foreldra vegna samveru við þau, eða að þau fá jafnvel ekki að umgangast annað foreldri sitt um jólin. Sum börn hafa aldrei fengið að dvelja með öðru foreldri sínu á aðfangadagskvöldi og hafa þar af leiðandi ekki fengið að upplifa þann hátíðisdag með því foreldri og fjölskyldu þess. Þessi börn búa mörg við aðstæður þar sem foreldrar þeirra taka sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni þeirra.Réttindi barna Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, nýta hæfileika sína, njóta öryggis og verndar gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Þau eiga rétt á að umgangast báða foreldra sína. Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum og ber að hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Börn sem búa við ofbeldi á heimili, alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma búa ekki við öryggi og vernd. Þau búa við vanrækslu. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn svo sem til að taka þátt í samfélagi lista og menningar og fá því jafnvel ekki að uppgötva eigin áhugasvið eða hæfileika. Börn sem ekki fá að rækta tengsl við fjölskyldur beggja foreldra sinna eru svipt þeim grunnréttindum sínum.Jól allra? Aðfangadagur jóla hefur til þessa verið talinn einn hátíðlegasti dagur ársins á Íslandi og sá dagur sem flestir vilja eyða með þeim sem standa hjarta þeirra næst. Því miður er það svo að vegna erfiðra aðstæðna er sá dagur sá erfiðasti og kvíðvænlegasti hjá mörgum börnum. Ekki halda öll börn á Íslandi upp á jólin. Þau eiga þó sama rétt og önnur börn. Þar að auki eiga þau rétt á að njóta eigin menningar og að iðka eigin trú. Ekki má mismuna börnum að þessu leyti, ekki frekar en hvað varðar önnur réttindi sem börn eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Bernskan líður hratt, en atburðir og aðstæður bernskunnar geta haft afgerandi áhrif á líf barna til framtíðar. Ágæti lesandi, ef þú þekkir barn sem býr við óviðunandi aðstæður einhverra hluta vegna, þá getur þú brugðist við og stutt barnið. Þú getur verið til staðar fyrir barnið, þú getur stutt fjölskyldur fátækra barna með því að færa þeim það sem þær skortir eða boðið þeim á einhverja viðburði sem göfga líf þeirra. Þú getur líka stutt hjálparsamtök og þú getur haft samband við yfirvöld sem eiga að tryggja réttindi og vernd barna. Munum að börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni og hafa yfirleitt ekkert val um hvaða stöðu þau eru í. Tryggjum öllum börnum þau réttindi sem þeim ber og stöndum vörð um velferð þeirra. Það þarf þjóð til að vernda og ala upp barn. Megi jólahátíðin færa öllum gleði, frið og góða samveru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jólin eru gjarnan nefnd hátíð barnanna, hátíð ljóss og friðar og hátíð samveru. Víða einkennir jólin mikil ofgnótt en annars staðar er skortur. Allir keppast við að gera vel við sig og sína, ekki síst við börnin sín og flestir reyna að hafa það að leiðarljósi sem er börnum fyrir bestu. Samvera fjölskyldu, nánd og kærleikur er flestum það sem skiptir mestu máli. Aðventan er einnig sá tími sem margir nýta til samveru með börnum sínum, til að sækja saman ýmsa viðburði og taka þátt í menningu og listum.Mismunandi aðstæður barna Ekki eru öll börn svo heppin að geta notið aðventu og jóla. Mörg börn búa við þannig aðstæður að jólin eru jafnvel tími kvíða og vanlíðunar. Sum börn búa við ofbeldi á heimili og óttast að jólin verði ekki friðsöm, önnur búa við alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma í fjölskyldum sínum og óttast að heimilið verði heltekið yfir jólin. Svo eru börn sem búa við fátækt og horfa eins og litla stúlkan með eldspýturnar á allsnægtir annarra án þess að geta notið þeirra sjálf. Þau finna jafnvel til skammar. Mörg börn eiga fleiri en eina fjölskyldu og geta því ekki dvalist öll jólin á heimilum beggja fjölskyldna. Þau finna jafnvel fyrir átökum foreldra vegna samveru við þau, eða að þau fá jafnvel ekki að umgangast annað foreldri sitt um jólin. Sum börn hafa aldrei fengið að dvelja með öðru foreldri sínu á aðfangadagskvöldi og hafa þar af leiðandi ekki fengið að upplifa þann hátíðisdag með því foreldri og fjölskyldu þess. Þessi börn búa mörg við aðstæður þar sem foreldrar þeirra taka sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni þeirra.Réttindi barna Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, nýta hæfileika sína, njóta öryggis og verndar gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Þau eiga rétt á að umgangast báða foreldra sína. Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum og ber að hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Börn sem búa við ofbeldi á heimili, alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma búa ekki við öryggi og vernd. Þau búa við vanrækslu. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn svo sem til að taka þátt í samfélagi lista og menningar og fá því jafnvel ekki að uppgötva eigin áhugasvið eða hæfileika. Börn sem ekki fá að rækta tengsl við fjölskyldur beggja foreldra sinna eru svipt þeim grunnréttindum sínum.Jól allra? Aðfangadagur jóla hefur til þessa verið talinn einn hátíðlegasti dagur ársins á Íslandi og sá dagur sem flestir vilja eyða með þeim sem standa hjarta þeirra næst. Því miður er það svo að vegna erfiðra aðstæðna er sá dagur sá erfiðasti og kvíðvænlegasti hjá mörgum börnum. Ekki halda öll börn á Íslandi upp á jólin. Þau eiga þó sama rétt og önnur börn. Þar að auki eiga þau rétt á að njóta eigin menningar og að iðka eigin trú. Ekki má mismuna börnum að þessu leyti, ekki frekar en hvað varðar önnur réttindi sem börn eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Bernskan líður hratt, en atburðir og aðstæður bernskunnar geta haft afgerandi áhrif á líf barna til framtíðar. Ágæti lesandi, ef þú þekkir barn sem býr við óviðunandi aðstæður einhverra hluta vegna, þá getur þú brugðist við og stutt barnið. Þú getur verið til staðar fyrir barnið, þú getur stutt fjölskyldur fátækra barna með því að færa þeim það sem þær skortir eða boðið þeim á einhverja viðburði sem göfga líf þeirra. Þú getur líka stutt hjálparsamtök og þú getur haft samband við yfirvöld sem eiga að tryggja réttindi og vernd barna. Munum að börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni og hafa yfirleitt ekkert val um hvaða stöðu þau eru í. Tryggjum öllum börnum þau réttindi sem þeim ber og stöndum vörð um velferð þeirra. Það þarf þjóð til að vernda og ala upp barn. Megi jólahátíðin færa öllum gleði, frið og góða samveru.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar