Chicharito með fimm mörkum fleira en allt United-liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2015 20:30 Javier Hernández og maður sem vildi ekki sjá hann, Louis van Gaal. Vísir/Getty Manchester United hafði ekki pláss fyrir hin mexíkóska Javier Hernández á þessu tímabili en menn þar á bæ sjá væntanlega svolítið eftir því í dag. Javier Hernández, betur þekktur undir gælunafninu Chicharito, var lánaður til Real Madrid tímabilið á undan en í haust seldi United hann til þýska liðsins Bayer Leverkusen fyrir 7,3 milljónir punda. Það hefur lítið gengið að skora hjá liði Manchester United að undanförnu og það vantar tilfinnanlega markaskorara eins og Javier Hernández í framlínu liðsins. Stuðningsmenn Manchester United fara þó fyrst að sakna Chicharito þegar þeir sjá þá ótrúlegu tölfræði að litli markheppni framherjinn frá Mexíkó er búinn að skora fimm mörkum fleira en allt lið Manchester United frá og með 20. október síðastliðnum. Chicharito er búinn að skora 15 mörk í síðustu 12 leikjum með Bayer Leverkusen í öllum keppnum. Á sama tíma er allt Manchester United liðið búið að skora 10 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum og mótherjarnir hafa þar af skorað tvö þeirra. Chicharito hefur bara klikkað að skora í tveimur leikjum á þessu tímabili en Manchester United hefur fimm sinnum mistekist að skora. Hér fyrir neðan má sjá þessa ótrúlegu tölfræði útlistaða hjá Javier Hernández með Bayer Leverkusen og öllu Manchester United liðinu.Leikir og mörk Javier Hernández síðan 20. október: 20. október: 4-4 jafntefli við Roma - 2 mörk 24. október: 4-3 sigur á Stuttgart - 1 mark 28. október: 6-0 sigur á Viktoria Köln - 2 mörk 31. október: 1-2 tap fyrir Wolfsburg - 1 mark 4. nóvember: 2-3 tap fyrir Roma - 1 mark 7. nóvember: 1-2 tap fyrir Köln - 1 mark 21. nóvember: 3-1 sigur á Frankfurt - 2 mörk 24. nóvember: 1-1 jafntefli við BATE Borisov - Skoraði ekki 29. nóvember: 1-1 jafntefli við Schalke 04 - Skoraði ekki 5. desember: 1-2 tap fyrir Hertha BSC - 1 mark 9. desember: 1-1 jafntefli við Barcelona - 1 mark 12. desember: 5-0 sigur á Gladbach - 3 mörkSamtals: 15 mörkLeikir Manchester United síðan 20. október 21. október: 1-1 jafntefli við CSKA Moskvu - 1 mark 25. október: 0-0 jafntefli við Manchester City - 0 mörk 28. október: 0-0 janftefli við Middlesbrough (1-3 tap í vítakeppni) - 0 mörk 31. októtber: 0-0 jafntefli við Crystal Palace - 0 mörk 3. nóvember: 1-0 sigur á CSKA Moskvu - 1 mark 7. nóvember: 2-0 sigur á West Bromwich - 2 mörk 21. nóvember: 2-1 sigur á Watford - 2 mörk (1 sjálfsmark) 25. nóvember: 0-0 jafntefli við PSV Eindhoven - 0 mörk 28. nóvember: 1-1 jafntefli við Leicester City - 1 mark 5. desember: 0-0 jafntefli við West Ham - 0 mörk 8. desember: 2-3 tap fyrir Wolfsburg - 2 mörk (1 sjálfsmark) 12. desember: 1-2 tap fyrir Bournemouth - 1 markSamtals: 10 mörk (2 sjálfsmörk) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Manchester United hafði ekki pláss fyrir hin mexíkóska Javier Hernández á þessu tímabili en menn þar á bæ sjá væntanlega svolítið eftir því í dag. Javier Hernández, betur þekktur undir gælunafninu Chicharito, var lánaður til Real Madrid tímabilið á undan en í haust seldi United hann til þýska liðsins Bayer Leverkusen fyrir 7,3 milljónir punda. Það hefur lítið gengið að skora hjá liði Manchester United að undanförnu og það vantar tilfinnanlega markaskorara eins og Javier Hernández í framlínu liðsins. Stuðningsmenn Manchester United fara þó fyrst að sakna Chicharito þegar þeir sjá þá ótrúlegu tölfræði að litli markheppni framherjinn frá Mexíkó er búinn að skora fimm mörkum fleira en allt lið Manchester United frá og með 20. október síðastliðnum. Chicharito er búinn að skora 15 mörk í síðustu 12 leikjum með Bayer Leverkusen í öllum keppnum. Á sama tíma er allt Manchester United liðið búið að skora 10 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum og mótherjarnir hafa þar af skorað tvö þeirra. Chicharito hefur bara klikkað að skora í tveimur leikjum á þessu tímabili en Manchester United hefur fimm sinnum mistekist að skora. Hér fyrir neðan má sjá þessa ótrúlegu tölfræði útlistaða hjá Javier Hernández með Bayer Leverkusen og öllu Manchester United liðinu.Leikir og mörk Javier Hernández síðan 20. október: 20. október: 4-4 jafntefli við Roma - 2 mörk 24. október: 4-3 sigur á Stuttgart - 1 mark 28. október: 6-0 sigur á Viktoria Köln - 2 mörk 31. október: 1-2 tap fyrir Wolfsburg - 1 mark 4. nóvember: 2-3 tap fyrir Roma - 1 mark 7. nóvember: 1-2 tap fyrir Köln - 1 mark 21. nóvember: 3-1 sigur á Frankfurt - 2 mörk 24. nóvember: 1-1 jafntefli við BATE Borisov - Skoraði ekki 29. nóvember: 1-1 jafntefli við Schalke 04 - Skoraði ekki 5. desember: 1-2 tap fyrir Hertha BSC - 1 mark 9. desember: 1-1 jafntefli við Barcelona - 1 mark 12. desember: 5-0 sigur á Gladbach - 3 mörkSamtals: 15 mörkLeikir Manchester United síðan 20. október 21. október: 1-1 jafntefli við CSKA Moskvu - 1 mark 25. október: 0-0 jafntefli við Manchester City - 0 mörk 28. október: 0-0 janftefli við Middlesbrough (1-3 tap í vítakeppni) - 0 mörk 31. októtber: 0-0 jafntefli við Crystal Palace - 0 mörk 3. nóvember: 1-0 sigur á CSKA Moskvu - 1 mark 7. nóvember: 2-0 sigur á West Bromwich - 2 mörk 21. nóvember: 2-1 sigur á Watford - 2 mörk (1 sjálfsmark) 25. nóvember: 0-0 jafntefli við PSV Eindhoven - 0 mörk 28. nóvember: 1-1 jafntefli við Leicester City - 1 mark 5. desember: 0-0 jafntefli við West Ham - 0 mörk 8. desember: 2-3 tap fyrir Wolfsburg - 2 mörk (1 sjálfsmark) 12. desember: 1-2 tap fyrir Bournemouth - 1 markSamtals: 10 mörk (2 sjálfsmörk)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira