Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2015 09:37 Vísir/Getty Gunnar Nelson er í áhugaverðu viðtali við Ariel Helwani, fréttamann MMAFighting.com og Fox Sports, þar sem hann fer yfir bardaga sinn við Demian Maia á laugardaginn. Gunnar ræðir einnig um bardaga æfingafélag síns, Conor McGregor, við Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn og glæsilega villu þar sem þeir dvelja nú í aðdraganda bardagans. McGregor hefur látið hafa eftir sér að hann sé svo einbeittur að bardaganum að honum finnist hann stundum missa vitið. „Þannig hefur það alltaf verið. Þetta er ekkert nýtt. Hann er að missa vitið, eitthvað á hverjum degi. Það vitum við allir. En heldur sínu striki og það er það sem mestu máli skiptir. Hann gerir það sem þarf að gera.“ Gunnar segist helst vilja klára bardagann við Maia með fullnaðarsigri, helst með uppgjafartaki, fremur en á stigagjöf en segist ætla að taka því sem höndum ber þegar bardaginn hefst.Sjá einnig: Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn „Ég hef ávallt verið mikill aðdáandi Demian og það er mikill heiður fyrir mig að fá að berjast við hann,“ sagði Gunnar í viðtalinu við Helwani. Hann segir þó það ekki hans stíll að spá fyrir um útkomu bardaga sinna eða tala illa um andstæðinginn sinn. „Þannig er bara ekki minn hugsunarháttur og þannig nálgast ég ekki mína bardaga,“ bætti hann við.Conor McGregor.Vísir/GettyGunnar segir að hann hafi ávallt dáðst að Maia og þó svo að hann hafi ekki verið sérstök fyrirmynd fyrir hann þá hafi verið áhugavert að fylgjast með MMA-ferli hans.Sjá einnig: Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn „Það var ekki á færi allra jiu-jitsu manna að ná velgengni í MMA-heiminum en honum tókst að gera það. Mér þótti mikið til þess koma,“ sagði Gunnar sem vakti fyrst athygli sem glímukappi, rétt eins og Maia.Demian Maia.Vísir/GettySpekingar velta því fyrir sér hvort að Gunnar vilji halda bardaganum á fótunum þar sem að Gunnar þyki jafnvel hafa yfirhöndina þar gegn Maia, sem er aftur á móti frábær í gólfinu. „Það er enginn vafi á því að ég vonast eftir því að bardaginn verði á gólfinu,“ sagði Gunnar sem hefur unnið flesta sína sigra þar. „Það væri gaman fyrir aðdáendur UFC að sjá okkur takast á í glímu. Ég á að von að bardaginn muni þrást á þann hátt því það er hvorki stíll minn né hans að gefa eftir þegar glíman hefst.“ „En þetta er MMA-bardagi og því tekur maður þau tækifæri sem bjóðast, sama hvernig bardaginn mun þróast. Ég mun ekki reyna að þvinga hann í neina ákveðna átt,“ sagði Gunnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, þar sem þeir ræða til að mynda um hófstillt viðbrögð Gunnars þegar hann fékk Harley Davidson mótorhjól í afmælisgjöf.Sjá einnig: Conor og Dana gáfu Gunnar Harley Davidson í afmælisgjöf MMA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Gunnar Nelson er í áhugaverðu viðtali við Ariel Helwani, fréttamann MMAFighting.com og Fox Sports, þar sem hann fer yfir bardaga sinn við Demian Maia á laugardaginn. Gunnar ræðir einnig um bardaga æfingafélag síns, Conor McGregor, við Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn og glæsilega villu þar sem þeir dvelja nú í aðdraganda bardagans. McGregor hefur látið hafa eftir sér að hann sé svo einbeittur að bardaganum að honum finnist hann stundum missa vitið. „Þannig hefur það alltaf verið. Þetta er ekkert nýtt. Hann er að missa vitið, eitthvað á hverjum degi. Það vitum við allir. En heldur sínu striki og það er það sem mestu máli skiptir. Hann gerir það sem þarf að gera.“ Gunnar segist helst vilja klára bardagann við Maia með fullnaðarsigri, helst með uppgjafartaki, fremur en á stigagjöf en segist ætla að taka því sem höndum ber þegar bardaginn hefst.Sjá einnig: Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn „Ég hef ávallt verið mikill aðdáandi Demian og það er mikill heiður fyrir mig að fá að berjast við hann,“ sagði Gunnar í viðtalinu við Helwani. Hann segir þó það ekki hans stíll að spá fyrir um útkomu bardaga sinna eða tala illa um andstæðinginn sinn. „Þannig er bara ekki minn hugsunarháttur og þannig nálgast ég ekki mína bardaga,“ bætti hann við.Conor McGregor.Vísir/GettyGunnar segir að hann hafi ávallt dáðst að Maia og þó svo að hann hafi ekki verið sérstök fyrirmynd fyrir hann þá hafi verið áhugavert að fylgjast með MMA-ferli hans.Sjá einnig: Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn „Það var ekki á færi allra jiu-jitsu manna að ná velgengni í MMA-heiminum en honum tókst að gera það. Mér þótti mikið til þess koma,“ sagði Gunnar sem vakti fyrst athygli sem glímukappi, rétt eins og Maia.Demian Maia.Vísir/GettySpekingar velta því fyrir sér hvort að Gunnar vilji halda bardaganum á fótunum þar sem að Gunnar þyki jafnvel hafa yfirhöndina þar gegn Maia, sem er aftur á móti frábær í gólfinu. „Það er enginn vafi á því að ég vonast eftir því að bardaginn verði á gólfinu,“ sagði Gunnar sem hefur unnið flesta sína sigra þar. „Það væri gaman fyrir aðdáendur UFC að sjá okkur takast á í glímu. Ég á að von að bardaginn muni þrást á þann hátt því það er hvorki stíll minn né hans að gefa eftir þegar glíman hefst.“ „En þetta er MMA-bardagi og því tekur maður þau tækifæri sem bjóðast, sama hvernig bardaginn mun þróast. Ég mun ekki reyna að þvinga hann í neina ákveðna átt,“ sagði Gunnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, þar sem þeir ræða til að mynda um hófstillt viðbrögð Gunnars þegar hann fékk Harley Davidson mótorhjól í afmælisgjöf.Sjá einnig: Conor og Dana gáfu Gunnar Harley Davidson í afmælisgjöf
MMA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira