Vill skylda erlenda ferðamenn til að kaupa tryggingu Birgir Olgeirsson skrifar 29. desember 2015 20:14 Elín Hirst vill vernda björgunarsveitir landsins sem bera kostnað af glæfraskap erlendra ferðamanna með því að skylda þá til að greiða tryggingagjald. Vísir/Stöð 2 Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill skylda erlenda ferðamenn sem hingað koma til að kaupa sér tryggingu sem ber kostnað af björgunaraðgerðum sem snýr að þeim. Þetta segir Elín á Facebook-síðu sinni um leið og hún deilir frétt af breskum göngumönnum sem var bjargað í þriðja skiptið hér á landi á innan við mánuði í dag. Þeir ætluðu sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. Elín segir Alþingi þurfa að skerast í leikinn, ekki síst til að verndar björgunarsveitum landsins sem þurfa að bera kostnað af glæfraskap erlendra ferðamanna. „Íslensku sveitirnar byggja á fórnfúsu sjálfboðaliðastarfi sem er líklega einstakt í heiminum,“ skrifar Elín.Skylda verður erlenda ferðamenn sem hingað koma til að kaupa sér tryggingu sem ber kostað af svona löguðu. Alþingi þarf...Posted by Elin Hirst on Tuesday, December 29, 2015Hún er ekki eini þingmaðurinn sem tjáði skoðun sína á þessu máli bresku göngugarpanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði þetta dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn og Landhelgisgæsluna. Spurði Karl hvort ekki sé eðlilegt við slíkar aðstæður að göngumenn greiði við kostnað við björgun eða kaupi tryggingu?Þetta fer að verða dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn, þyrlu gæslunnar o.sv.frv. Spurt er: Er það eðlilegt við slíkar aðstæður að viðkomandi göngumenn greiði ekki kostnað við björgun? Eða kaupi tryggingu?Posted by Karl Garðarsson on Tuesday, December 29, 2015Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, sagði að komi þurfi á kerfi sem tryggir að kostnaður vegna erlendra ferðamanna sé dekkaður.Við erum með öflugt lið og það ber að þakka. En það þarf að vera kerfi sem tryggir að kostnaður vegna erlendra ferðalanga sé dekkaður.Posted by Halldór Halldórsson on Tuesday, December 29, 2015 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Breskum göngumönnum bjargað í þriðja sinn á innan við mánuði Bresku göngumönnunum sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti inn í Emstrur í dag hefur tvisvar sinnum áður verið bjargað á ferð sinni um landið en þeir ætla sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. 29. desember 2015 15:14 Ísland snarbrjálað þegar veður er annars vegar Þrír ungir breskir fjallgöngumenn segja Ísland það viltasta sem þeir hafi séð þegar veður er annars vegar.Afar þakklátir Landhelgisgæslunni og fjölda fólks sem komið hefur þeim til aðstoðar. 29. desember 2015 18:41 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill skylda erlenda ferðamenn sem hingað koma til að kaupa sér tryggingu sem ber kostnað af björgunaraðgerðum sem snýr að þeim. Þetta segir Elín á Facebook-síðu sinni um leið og hún deilir frétt af breskum göngumönnum sem var bjargað í þriðja skiptið hér á landi á innan við mánuði í dag. Þeir ætluðu sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. Elín segir Alþingi þurfa að skerast í leikinn, ekki síst til að verndar björgunarsveitum landsins sem þurfa að bera kostnað af glæfraskap erlendra ferðamanna. „Íslensku sveitirnar byggja á fórnfúsu sjálfboðaliðastarfi sem er líklega einstakt í heiminum,“ skrifar Elín.Skylda verður erlenda ferðamenn sem hingað koma til að kaupa sér tryggingu sem ber kostað af svona löguðu. Alþingi þarf...Posted by Elin Hirst on Tuesday, December 29, 2015Hún er ekki eini þingmaðurinn sem tjáði skoðun sína á þessu máli bresku göngugarpanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði þetta dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn og Landhelgisgæsluna. Spurði Karl hvort ekki sé eðlilegt við slíkar aðstæður að göngumenn greiði við kostnað við björgun eða kaupi tryggingu?Þetta fer að verða dýrt spaug fyrir björgunarsveitarmenn, þyrlu gæslunnar o.sv.frv. Spurt er: Er það eðlilegt við slíkar aðstæður að viðkomandi göngumenn greiði ekki kostnað við björgun? Eða kaupi tryggingu?Posted by Karl Garðarsson on Tuesday, December 29, 2015Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, sagði að komi þurfi á kerfi sem tryggir að kostnaður vegna erlendra ferðamanna sé dekkaður.Við erum með öflugt lið og það ber að þakka. En það þarf að vera kerfi sem tryggir að kostnaður vegna erlendra ferðalanga sé dekkaður.Posted by Halldór Halldórsson on Tuesday, December 29, 2015
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Breskum göngumönnum bjargað í þriðja sinn á innan við mánuði Bresku göngumönnunum sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti inn í Emstrur í dag hefur tvisvar sinnum áður verið bjargað á ferð sinni um landið en þeir ætla sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. 29. desember 2015 15:14 Ísland snarbrjálað þegar veður er annars vegar Þrír ungir breskir fjallgöngumenn segja Ísland það viltasta sem þeir hafi séð þegar veður er annars vegar.Afar þakklátir Landhelgisgæslunni og fjölda fólks sem komið hefur þeim til aðstoðar. 29. desember 2015 18:41 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Breskum göngumönnum bjargað í þriðja sinn á innan við mánuði Bresku göngumönnunum sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti inn í Emstrur í dag hefur tvisvar sinnum áður verið bjargað á ferð sinni um landið en þeir ætla sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. 29. desember 2015 15:14
Ísland snarbrjálað þegar veður er annars vegar Þrír ungir breskir fjallgöngumenn segja Ísland það viltasta sem þeir hafi séð þegar veður er annars vegar.Afar þakklátir Landhelgisgæslunni og fjölda fólks sem komið hefur þeim til aðstoðar. 29. desember 2015 18:41