Ljóst er að margir iða í skinninu, enda þóttu þættirnir gífurlega vinsælir á árum áður.
Framleiðendur þáttanna hafa nú gefið út 22 mínútna þátt um undirbúning og framleiðslu seríunnar, sem sjá má hér að neðan.
Upprunalegu þættirnir voru í sýningu frá 1993 til 2002 og voru þættirnir fleiri en 200. Þar að auki hafa verið gerðar tvær kvikmyndir. The X-Files sem gefin var út 1998 og The X-Files: I Want to Believe var gefin út árið 2008.
Þættirnir gerast sjö til átta árum seinna en síðasta myndin og er samband þeirra Mulder og Scully orðið stirt. Fyrsti og síðasti þátturinn mun snúa að þeirri sögu sem gömlu þættirnir snerust um, en inn á milli verða þættir sem standa á eigin fótum.
Fyrsti þáttur verður frumsýndur á Stöð 2 31. janúar næstkomandi.