Þjóðþekktir Íslendingar í nýrri stiklu Michael Moore Bjarki Ármannsson skrifar 28. desember 2015 17:51 Ný stikla fyrir nýjustu heimildarmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore er komin út, en þar spilar Ísland ansi stóra rullu. Moore var sem kunnugt er staddur hér á landi í sumar við tökur á myndinni. Myndin ber heitið Where to invade next, eða Hvert skal næst gera innrás. Í henni heimsækir Moore lönd á borð við Ísland, Noreg, Ítalíu og Frakkland til að kynna sér það sem betur fer í þeim löndum en í heimalandi hans. Kjarninn greindi frá því um helgina að Moore hefði reynt að heimsækja fangelsið Kvíabryggju á meðan dvöl hans hér á landi stóð en ekki haft erindi sem erfiði.Sjá einnig: Jón Gnarr og Michael Moore hittust Moore tók marga þjóðþekkta einstaklinga tali hér á landi og gætir nokkurra þeirra í nýju stiklunni. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er þeirra fyrirferðarmest en Ólafi Þóri Haukssyni, sérstökum saksóknara, og Hafdísi Jónsdóttur, einnig þekktri sem Dísu í World Class, bregður einnig fyrir í stiklunni. Þá má sjá brot úr heimsókn Moore í franska grunnskóla, þar sem skólamaturinn þykir talsvert betri en víða í Bandaríkjunum, og Bastoy-fangelsiseyjuna í Noregi, þar sem eitt framsæknasta fangelsi heims er að finna. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11 Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Ný stikla fyrir nýjustu heimildarmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore er komin út, en þar spilar Ísland ansi stóra rullu. Moore var sem kunnugt er staddur hér á landi í sumar við tökur á myndinni. Myndin ber heitið Where to invade next, eða Hvert skal næst gera innrás. Í henni heimsækir Moore lönd á borð við Ísland, Noreg, Ítalíu og Frakkland til að kynna sér það sem betur fer í þeim löndum en í heimalandi hans. Kjarninn greindi frá því um helgina að Moore hefði reynt að heimsækja fangelsið Kvíabryggju á meðan dvöl hans hér á landi stóð en ekki haft erindi sem erfiði.Sjá einnig: Jón Gnarr og Michael Moore hittust Moore tók marga þjóðþekkta einstaklinga tali hér á landi og gætir nokkurra þeirra í nýju stiklunni. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er þeirra fyrirferðarmest en Ólafi Þóri Haukssyni, sérstökum saksóknara, og Hafdísi Jónsdóttur, einnig þekktri sem Dísu í World Class, bregður einnig fyrir í stiklunni. Þá má sjá brot úr heimsókn Moore í franska grunnskóla, þar sem skólamaturinn þykir talsvert betri en víða í Bandaríkjunum, og Bastoy-fangelsiseyjuna í Noregi, þar sem eitt framsæknasta fangelsi heims er að finna.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11 Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11
Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22